Fleiri fréttir Straumur kaupir í Funcom Straumur-Burðarás hefur keypt 5,5 prósenta hlut í norska tölvuleikjaframleiðandanum Funcom sem framleiðir netleiki. Hluturinn var keyptur í lokuðu hlutafjárútboði en allur eignarhluti Straums er metinn á tæpar 800 milljónir króna. 1.3.2006 10:42 Enginn fær Express Iceland Express hefur verið tekið úr sölumeðferð hjá KB banka samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 1.3.2006 00:01 Gengi krónunnar styrkist Sérfræðingar telja að markaðurinn hafi brugðist óþægilega hart við skýrslu Fitch í byrjun síðustu viku þar sem breytt var horfum á lánshæfismati ríkisins. Í gærmorgun styrktist gengi krónunnar í kjölfar útgáfu Rabobank á svokölluðum krónubréfum að andvirði nær fimm milljarða króna. Útgáfan er til eins árs og virðist Rabobank því lítið gefa fyrir spár um veikingu krónunnar. 1.3.2006 00:01 Endurgreiða sér kaupin á verslunarkeðjunni Iceland Kaupendur Iceland hafa greitt sér upphaflega fjárfestingu til baka og gert upp fjármögnun vegna skuldsettra kaupa við Landsbankann. 1.3.2006 00:01 Seld fyrir páskana Gert er ráð fyrir að söluferlinu á Danól og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ljúki fyrir páska. Í fyrsta áfanga söluferlisins fá áhugasamir fjárfestar afhent almenn kynningargögn um fyrirtækin og markaðinn og skila inn upplýsingum um sig og ráðgjafa sína. Fjárfestar sem taldir eru koma til greina fá frekari kynningu á fyrirtækjunum. 1.3.2006 00:01 Aldrei bjartsýnni Væntingarvísitala Gallup hækkaði í febrúar um rúmlega ellefu stig og fór í sitt hæsta gildi síðan byrjað var að mæla væntingar neytenda með þessum hætti árið 2001. Í Morgunkorni Íslandsbanka er talið líklegt að mikil umfjöllun um gott gengi íslenskra fyrirtækja í ársbyrjun, hækkanir í Kauphöllinni og umræðan um frekari álversframkvæmdir hafi virkað til hækkunar vísitölunnar. 1.3.2006 00:01 Gott uppgjör Bakkavarar Bakkavör Group skilaði 3,5 milljarða hagnaði árið 2005 og var uppgjörið í góðum takti við væntingar markaðarins. Á fjórða ársfjórðungi, sem var besti hluti ársins, skilaði félagið um 1.229 milljóna króna hagnaði. 1.3.2006 00:01 Skortur jafngildir vaxtalækkun Vextir ríkisvíxla lækkuðu um rúma 50 punkta frá síðasta útboði, en í gær, þriðjudag, voru boðnir út eins mánaðar víxlar í flokknum RIKV 06 0405. Alls bárust 19 gild tilboð upp á 16 milljarða króna, en aðeins var tekið tilboðum að upphæð fimm milljarðar. 1.3.2006 00:01 Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. 1.3.2006 00:01 Penninn tapaði samningi við ríkið Penninn féll út úr rammasamingi Ríkiskaupa fyrir stofnanir um kaup á ritföngum. Samningurinn veltir um 100 milljónum króna á ári hverju. Penninn hefur tölvusölu í næstu viku. 1.3.2006 00:01 Nýsir kaupir fasteignafélög í Danmörku Dótturfélag Nýsis í Danmörku, Nysir DK, hefur keypt allt hlutafé í tveimur fasteignafélögum í Danmörku. Þetta eru Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atriumhuset. Félögin eiga byggingar sem eru að heild um 61 þúsund fermetrar að stærð. 27.2.2006 13:06 Fjórir úr stjórninni Sparisjóðir Fjórir af fimm stjórnarmönnum í Sparisjóði Hafnarfjarðar gengu úr stjórn á aðalfundi sem haldinn var á dögunum. Nýir stjórnarmenn eru Jón Auðunn Jónsson, Magnús Ármann, Matthías Imsland, sparissjóðsstjórinn Magnús Ægir Magnússon og Þórður Magnússon, sem átti sæti í gömlu stjórninni. 25.2.2006 00:01 Útlán drógust mikið saman 25.2.2006 00:01 Óhagstæð um 11,4 milljarða Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningur í janúar 14,1 milljarði króna, en innflutningur 25,5 milljörðum. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur 12,9 milljörðum, en innflutningur tæpum 17,3. Miðað er við fast gengi. 25.2.2006 00:01 Vöruskipti óhagstæð um 11,4 milljarða Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Mest jókst innflutningur neysluvara og flutningatækja, um 23,6 og 14,2 prósent, meðan innflutningur á mat og drykkjarvöru dróst saman um 5,4 prósent. 24.2.2006 13:14 Íbúðalánasjóður í Kauphöllina Íbúðalánasjóður hefur viðskipti á skuldabréfamarkaði Kauphallar Íslands sjöunda mars næstkomandi undir auðkenninu ILS. Með aðild Íbúðalánasjóðs verða kauphallaraðilar orðnir 24. 23.2.2006 14:38 Fitch staðfestir lánshæfi bankanna Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest óbreytt lánshæfismat allra íslensku bankanna. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að fyrirtækið hafi breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. 23.2.2006 11:08 Íslensk fréttastofa á ensku Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. 22.2.2006 06:00 Gengið skýrir samdráttinn Hagnaður Opinna kerfa Group eftir skatta var 215 milljónir króna árið 2005, en árið 2004 nam hagnaðurinn 225 milljónum. Þá voru Skýrr og Teymi hluti af samstæðunni, en fyrirtækin voru bæði færð yfir til móðurfélagsins Kögunar í byrjun árs 2005. 22.2.2006 06:00 Danól og Ölgerðin til sölu Danól hefur verið sett í sölu ásamt Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. MP Fjárfestingarbanki sér um söluna sem taka á einn og hálfan mánuð. 22.2.2006 06:00 Hrun í Kauphöllinni Hlutabréf hafa snarlækkað í dag í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch telur að neikvæðar horfur séu á lánshæfismati ríkissjóðs. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,7 prósent. 21.2.2006 14:22 Hagnaður Jarðborana 634 milljónir Hagnaður Jarðborana var 634 milljónir á síðasta ári og jókst um 176 milljónir á milli ára. Þetta mun vera besta afkoma félagsins frá upphafi. 20.2.2006 16:45 FL Group kaupir í Bang og Olufsen FL Group hefur keypt 8,2 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang og Olufsen fyrir 7,5 milljarða króna. 17.2.2006 10:45 FL Group í ölið FL Group hefur keypt tæplega ellefu prósenta hlut í dankska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew A/S. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna. 15.2.2006 13:23 Skýrr kaupir í EJS Skýrr hf. hefur skrifað undir samning um kaup 58,7 prósenta hlut í EJS hf. en kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál. 14.2.2006 06:00 Hagnaður Össurar 225 milljónum minni en árið 2004 Hagnaður Össurar á síðasta ári var tæplega 735 milljónir króna. Árið 2004 nam hagnaður félagsins tæpum 960 milljónum króna, eða um 225 milljónum meira en á nýliðnu ári. 7.2.2006 13:59 Kaupverð um 3,6 milljarðar króna Dagsbrún hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Kaupverð er um 3,6 milljarðar króna. 6.2.2006 18:51 Bankar veikari en uppgjör benda til Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. 2.2.2006 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Straumur kaupir í Funcom Straumur-Burðarás hefur keypt 5,5 prósenta hlut í norska tölvuleikjaframleiðandanum Funcom sem framleiðir netleiki. Hluturinn var keyptur í lokuðu hlutafjárútboði en allur eignarhluti Straums er metinn á tæpar 800 milljónir króna. 1.3.2006 10:42
Enginn fær Express Iceland Express hefur verið tekið úr sölumeðferð hjá KB banka samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 1.3.2006 00:01
Gengi krónunnar styrkist Sérfræðingar telja að markaðurinn hafi brugðist óþægilega hart við skýrslu Fitch í byrjun síðustu viku þar sem breytt var horfum á lánshæfismati ríkisins. Í gærmorgun styrktist gengi krónunnar í kjölfar útgáfu Rabobank á svokölluðum krónubréfum að andvirði nær fimm milljarða króna. Útgáfan er til eins árs og virðist Rabobank því lítið gefa fyrir spár um veikingu krónunnar. 1.3.2006 00:01
Endurgreiða sér kaupin á verslunarkeðjunni Iceland Kaupendur Iceland hafa greitt sér upphaflega fjárfestingu til baka og gert upp fjármögnun vegna skuldsettra kaupa við Landsbankann. 1.3.2006 00:01
Seld fyrir páskana Gert er ráð fyrir að söluferlinu á Danól og Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ljúki fyrir páska. Í fyrsta áfanga söluferlisins fá áhugasamir fjárfestar afhent almenn kynningargögn um fyrirtækin og markaðinn og skila inn upplýsingum um sig og ráðgjafa sína. Fjárfestar sem taldir eru koma til greina fá frekari kynningu á fyrirtækjunum. 1.3.2006 00:01
Aldrei bjartsýnni Væntingarvísitala Gallup hækkaði í febrúar um rúmlega ellefu stig og fór í sitt hæsta gildi síðan byrjað var að mæla væntingar neytenda með þessum hætti árið 2001. Í Morgunkorni Íslandsbanka er talið líklegt að mikil umfjöllun um gott gengi íslenskra fyrirtækja í ársbyrjun, hækkanir í Kauphöllinni og umræðan um frekari álversframkvæmdir hafi virkað til hækkunar vísitölunnar. 1.3.2006 00:01
Gott uppgjör Bakkavarar Bakkavör Group skilaði 3,5 milljarða hagnaði árið 2005 og var uppgjörið í góðum takti við væntingar markaðarins. Á fjórða ársfjórðungi, sem var besti hluti ársins, skilaði félagið um 1.229 milljóna króna hagnaði. 1.3.2006 00:01
Skortur jafngildir vaxtalækkun Vextir ríkisvíxla lækkuðu um rúma 50 punkta frá síðasta útboði, en í gær, þriðjudag, voru boðnir út eins mánaðar víxlar í flokknum RIKV 06 0405. Alls bárust 19 gild tilboð upp á 16 milljarða króna, en aðeins var tekið tilboðum að upphæð fimm milljarðar. 1.3.2006 00:01
Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. 1.3.2006 00:01
Penninn tapaði samningi við ríkið Penninn féll út úr rammasamingi Ríkiskaupa fyrir stofnanir um kaup á ritföngum. Samningurinn veltir um 100 milljónum króna á ári hverju. Penninn hefur tölvusölu í næstu viku. 1.3.2006 00:01
Nýsir kaupir fasteignafélög í Danmörku Dótturfélag Nýsis í Danmörku, Nysir DK, hefur keypt allt hlutafé í tveimur fasteignafélögum í Danmörku. Þetta eru Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atriumhuset. Félögin eiga byggingar sem eru að heild um 61 þúsund fermetrar að stærð. 27.2.2006 13:06
Fjórir úr stjórninni Sparisjóðir Fjórir af fimm stjórnarmönnum í Sparisjóði Hafnarfjarðar gengu úr stjórn á aðalfundi sem haldinn var á dögunum. Nýir stjórnarmenn eru Jón Auðunn Jónsson, Magnús Ármann, Matthías Imsland, sparissjóðsstjórinn Magnús Ægir Magnússon og Þórður Magnússon, sem átti sæti í gömlu stjórninni. 25.2.2006 00:01
Óhagstæð um 11,4 milljarða Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningur í janúar 14,1 milljarði króna, en innflutningur 25,5 milljörðum. Á sama tíma í fyrra nam útflutningur 12,9 milljörðum, en innflutningur tæpum 17,3. Miðað er við fast gengi. 25.2.2006 00:01
Vöruskipti óhagstæð um 11,4 milljarða Halli á viðskiptum við útlönd í janúar nam tæpum 11,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hallinn rúmum 4,3 milljörðum. Mest jókst innflutningur neysluvara og flutningatækja, um 23,6 og 14,2 prósent, meðan innflutningur á mat og drykkjarvöru dróst saman um 5,4 prósent. 24.2.2006 13:14
Íbúðalánasjóður í Kauphöllina Íbúðalánasjóður hefur viðskipti á skuldabréfamarkaði Kauphallar Íslands sjöunda mars næstkomandi undir auðkenninu ILS. Með aðild Íbúðalánasjóðs verða kauphallaraðilar orðnir 24. 23.2.2006 14:38
Fitch staðfestir lánshæfi bankanna Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest óbreytt lánshæfismat allra íslensku bankanna. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að fyrirtækið hafi breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. 23.2.2006 11:08
Íslensk fréttastofa á ensku Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. 22.2.2006 06:00
Gengið skýrir samdráttinn Hagnaður Opinna kerfa Group eftir skatta var 215 milljónir króna árið 2005, en árið 2004 nam hagnaðurinn 225 milljónum. Þá voru Skýrr og Teymi hluti af samstæðunni, en fyrirtækin voru bæði færð yfir til móðurfélagsins Kögunar í byrjun árs 2005. 22.2.2006 06:00
Danól og Ölgerðin til sölu Danól hefur verið sett í sölu ásamt Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. MP Fjárfestingarbanki sér um söluna sem taka á einn og hálfan mánuð. 22.2.2006 06:00
Hrun í Kauphöllinni Hlutabréf hafa snarlækkað í dag í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch telur að neikvæðar horfur séu á lánshæfismati ríkissjóðs. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,7 prósent. 21.2.2006 14:22
Hagnaður Jarðborana 634 milljónir Hagnaður Jarðborana var 634 milljónir á síðasta ári og jókst um 176 milljónir á milli ára. Þetta mun vera besta afkoma félagsins frá upphafi. 20.2.2006 16:45
FL Group kaupir í Bang og Olufsen FL Group hefur keypt 8,2 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang og Olufsen fyrir 7,5 milljarða króna. 17.2.2006 10:45
FL Group í ölið FL Group hefur keypt tæplega ellefu prósenta hlut í dankska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew A/S. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna. 15.2.2006 13:23
Skýrr kaupir í EJS Skýrr hf. hefur skrifað undir samning um kaup 58,7 prósenta hlut í EJS hf. en kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál. 14.2.2006 06:00
Hagnaður Össurar 225 milljónum minni en árið 2004 Hagnaður Össurar á síðasta ári var tæplega 735 milljónir króna. Árið 2004 nam hagnaður félagsins tæpum 960 milljónum króna, eða um 225 milljónum meira en á nýliðnu ári. 7.2.2006 13:59
Kaupverð um 3,6 milljarðar króna Dagsbrún hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Kaupverð er um 3,6 milljarðar króna. 6.2.2006 18:51
Bankar veikari en uppgjör benda til Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. 2.2.2006 06:00