Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki 3. mars 2006 14:06 Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira
Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira