Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu 8. mars 2006 09:24 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum. Innlent Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira