Fleiri fréttir

Atlanta fjölgar þotum um sjö

Flugfélagið Atlanta hyggst taka sjö nýjar flutningaþotur í notkun á næstu mánuðum. Félagið verður þá með sextán þotur til umráða, en fyrir er Atlanta með níu þotur í rekstri.

„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“

„Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar.

Helmingslíkur á að skilaboðin frá þér séu misskilin

Niðurstöður rannsóknar sem birt var um árið í Journal of Personality and Social Psychology sýna að um 80% okkar telja að skilaboð sem við sendum séu rétt túlkuð. Þetta er mikill misskilningur því hið rétta er að um 50% fólks sem við sendum tölvupósta, SMS eða önnur skilaboð, eru ekki að skilja skilaboðin frá okkur eins og við teljum.

Luku 692 milljóna króna hlutafjárútboði fyrir safnkortaleik

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur lokið 5,3 milljóna bandaríkjadala hlutafjárútboði, sem samsvarar ríflega 692 milljónum króna. Ráðist var í hlutafjárútboðið til að styðja við frekari vöxt félagsins og klára þróun tölvuleiksins Kards fyrir iOS og Android snjalltæki.

Stefna að miklum fjárfestingum og lækkun skulda

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki munu fjárfesta fyrir um 106 milljarða króna á næstu sex árum. Það er samkvæmt fjárhagsspá samstæðunnar sem samþykkt var af stjórn OR í dag.

Teitur til Eyland Spirits

Teitur Þór Ingvarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson gins. Teitu er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja en hann starfaði meðal annars áður sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Florealis og var í tíu ár í fyrirtækjaráðgjöf og hagdeild Arion banka.

Jón nýr rekstrar­stjóri Net­veitu

Jón Finnbogason hefur verið ráðinn sem rekstrarstjóri Netveitu, sem er á vegum Þjónustulausna Origo. Jón starfaði áður sem vörustjóri hjá Símanum og hann starfaði sem verkefnastjóri hjá Kaupþingi.

Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku

Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent.

Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti

Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum.

Nýja há­markið hefur aðal­lega á­hrif á tekju­hærri

Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum.

Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017

Áframhaldandi samdráttur er í byggingu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í mars 2017.

Ráðnar til 1xInternet á Íslandi

Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ísabella Jasonardóttir hafa verið ráðnar til hugbúnaðarfyrirtækisins 1xInternet á Íslandi. Fanney Þorbjörg tekur við stöðu fjármálastjóra og Ísabella verkefnastjóra.

Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa

Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám.

Sleppa við af­greiðslu­kassann

Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa.

Bætist í hóp eig­enda Advel

Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur gengið til liðs til ADVEL lögmenn og verður hann jafnframt einn eigenda félagsins.

Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030.

Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna

Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika.

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

4,6 millj­arð­a verkefni um að draga úr los­un kol­tví­sýr­ings í Kína

Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna.

Öflug þarmaflóra er mikilvæg heilsu okkar

Prógastró Gull er afar áhrifarík vara og aðlagast líkamsstarfseminni vel ásamt því að vera talin gagnleg fyrir alla aldurshópa. Prógastró er heilsuvara vikunnar á Vísi.

„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“

Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum.

Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni.

Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco

Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt.

Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu

Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts.

Kínverjar banna rafmyntir og gröft

Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda.

Sjá næstu 50 fréttir