Viðskipti innlent

Teitur til Eyland Spirits

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Teitur Þór Ingvarsson.
Teitur Þór Ingvarsson. Vísir/Aðsend

Teitur Þór Ingvarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson gins. Teitu er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja en hann starfaði meðal annars áður sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Florealis og var í tíu ár í fyrirtækjaráðgjöf og hagdeild Arion banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyland Spirits.

Þar segir að Ólafsson ginið hafi komið á markað í mars 2020 og strax verið tekið opnum örmum af íslenskum ginunnendum. Í desember í fyrra var Ólafson ginið orðið þriðja söluhæsta gin flaskan í Vínbúðinni en síðan þá hefur það verið á meðal söluhæstu gintegunda.

„Við hjá Eyland Spirits erum gríðarlega ánægð með að fá Teit til liðs við okkur, við teljum að reynsla hans og þekking komi til með að hjálpa félaginu mikið í þeim verkefnum sem eru framundan,“ segir Arnar Jón Agnarsson, framkvæmdastjóri og ein stofnanda Eyland Spirits en félagið er í eigu bandarískra og íslenskra fjárfesta. Þar á meðal eru auk Arnars, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og Kristinn D. Grétarsson, fyrrverandi forstjóri ORF líftækni og Sif Cosmetics.

Útflutningur hófst á Ólafsson gini til Bandaríkjanna í sumar og verður það fáanlegt í sjö ríkjum vestanhafs í fyrstu atrennu.

Ólafsson ginið hefur fengið gullverðlaun fimm erlendum keppnum og platínuverðlaun í einni. Þar ber hæst gullverðlaun síðastliðið vor í virtustu keppni víngeirans, San Francisco Spirits Competition, þar sem Ólafsson fékk gullverðlaun fyrir bæði bragð og umbúðir.

Í tilkynningu segir að Eyland Spirits muni á næstu misserum bæta við nýjum vörum. Þróun á nýjum vodka er á lokametrunum sem og Ólafsson gin seltzer í dós. Vodka og seltzer eru hugsaðir á innanlandsmarkað og til útflutnings.

„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Eyland Spirits teymið. Fyrsta vara félagsins hefur fengið frábæra viðtökur bæði hér heima og erlendis og það eru spennandi tímar framundan hjá okkur,“ segir Teitur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.