Fleiri fréttir

„Förum var­lega nú þegar við erum komin á loka­sprettinn“

Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn.

Hrefna hættir eftir tólf ára starf

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtökum foreldra eftir tólf ára starf.

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda

Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað.

Segir best að varast dellur og tískustrauma

Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019.

Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna

Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna.

Lands­bankinn með þriðjungs­hlut í Kea­hótelum eftir endur­skipu­lagningu

Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum

Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 

Upp­sagnir 68 flug­manna Icelandair taka gildi um ára­mótin

Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is.

Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna

Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti.

Stock­mann selur hús­næði sitt í Helsinki

Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins.

Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum

Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins.

YouTube, Gmail og Google Drive liggja niðri

Notendur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, finna fyrir því þessa stundina að YouTube, Gmail og Google Drive virka ekki sem skyldi. Á vefsíðunni Downdetector má sjá tugþúsundir manna um heim allan tilkynna að þeir geta ekki notað YouTube. 

Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna.

„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“

Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir.

Frekari styrkir standa ekki til

Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum.

„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“

„Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár.

Skrifstofuhótelið orðið stærsti vinnustaðurinn í sjávarþorpinu

Hugtakið störf án staðsetningar hefur raungerst í vestfirsku sjávarþorpi með skrifstofuhóteli þar sem tugur einstaklinga sinnir störfum fyrir ólíka aðila. Í gömlu símstöðinni í Flateyri eru búið að innrétta fjölda skrifstofurýma, meðal annars fyrir Lýðskólann.

Margir enn atvinnulausir eftir fall WOW air

Þeim sem glíma við langvarandi atvinnuleysi fer hratt fjölgandi hér á landi. Þeir sem misstu vinnuna við fall WOW air eru margir hverjir enn atvinnulausir.

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.

Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid.

Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun

Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur.

Master­card hættir við­skiptum við Porn­hub

Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð.

Kerfis­vanda­mál en ekki tölvu­á­rás

Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag.

Frakkar beita Google og Amazon háum sektum

Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar.

Facebook Messenger liggur niðri

Samskiptaforritið Facebook Messenger virðist liggja niðri nú í morgun. Bilunin virðist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir