Viðskipti innlent

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.
Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.

„Við hjá Chido fengum í lið með okkur einn sem veit allt um borgara, Óskar Kristjánsson en saman höfum við Óskar komið að rekstri tuga hamborgarastaða í Danmörku. Við höfðum lengi talað um það að langa að opna á Íslandi hamborgarastað en langað að gera eitthvað öðruvísi en við höfðum verið að gera,“ segir Guðmundur Óskar Pálsson, eigandi Chido.

„Úr varð að við ákváðum að prófa okkur áfram og búa til alvöru „smash“ borgara en þá er kjötið sett í kúlu og smassað alveg niður á pönnuna. Það að fletja kjötið svona út á funheita pönnuna karmeliserar kjötið og hámarkar umami bragðið í borgaranum.“

Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni milli klukkan fimm og níu til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.