Viðskipti innlent

Frekari styrkir standa ekki til

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm

Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur ljóst að fyrirtækin komist ekki öll í gegnum kreppuna sem nú hrjáir geirann en tveir þriðju fyrirtækjanna standa frammi fyrir skuldavanda á næsta ári.

Framhaldið sé að miklu leyti undir eigendum sjálfum komið, sem ættu að snúa sér að sínum viðskiptabönkum.

„Ef það er eitthvað verkefni sem kemur upp sem við getum átt einhvern þátt í því að leysa, ef það er efnahagslega skynsamlegt og réttlætanlegt gagnvart skattgreiðendum og slíku, þá er það auðvitað eitthvað sem við skoðum. En heilt yfir er þessi fjárhagslega endurskipulagning ekki þannig séð á borði stjórnmálanna,“ segir Þórdís.

Viðtal við ráðherra í Víglínunni má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.