Viðskipti innlent

Margir enn atvinnulausir eftir fall WOW air

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegaþota WOW Air á Keflavíkurflugvelli. 
Farþegaþota WOW Air á Keflavíkurflugvelli.  Vísir/Vilhelm

Þeim sem glíma við langvarandi atvinnuleysi fer hratt fjölgandi hér á landi. Þeir sem misstu vinnuna við fall WOW air eru margir hverjir enn atvinnulausir.

Atvinnuleysi mældist 10,6 prósent í nóvember og hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Búast má við að það aukist í desember. Staðan er langverst á Suðurnesjum þar sem rúmur fimmtungur er atvinnulaus en höfuðborgarsvæðið og Suðurland koma þar á eftir. Atvinnuleysi er meira á meðal kvenna en karla en um 40 prósent atvinnuleitenda eru erlendir ríkisborgarar, þar af helmingur frá Póllandi. Athygli vekur að þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði hefur fjölgað um nær 2.400 á milli ára. Atvinnulausum í 6 til 12 mánuði fjölgar um tæp 6.000.

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir í samtali við fréttastofu að erfitt getur reynst fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir lengi að komast aftur í vinnu. Er sá hópur í forgrunni hjá stofnuninni varðandi ráðgjöf og vinnumiðlun. Forstjórinn bendir á að þetta megi þó rekja til samdráttar sem átti sér stað í ferðaþjónustunni áður en kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Er það rakið til falls flugfélagsins WOW Air í lok mars árið 2019 og eru margir sem höfðu vinnu vegna flugfélagsins enn atvinnulausir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.