Fleiri fréttir Pearl á stærð við venjulegan gemsa BlackBerry Pearl 8100 er nýr farsími sem hér er kominn í sölu. BlackBerry símarnir hafa notið vinsælda meðal fólks sem komast þarf bæði í tölvupóst og skrifstofuhugbúnað hvar sem sem það er á ferðinni. 22.11.2006 00:01 Meiri samlegð af Newcastle Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham. 22.11.2006 00:01 Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. 22.11.2006 00:01 Með sérsniðin viðskiptakerfi Hugbúnaðarfyrirtækið Merkur Point hefur þróað sérsniðin viðskiptakerfi fyrir verslanir sem eykur hraða og öryggi í afgreiðslu. Fyrirtækið vinnur að innleiðingu kerfisins hjá matsölustaðnum Nings og víðar. 22.11.2006 00:01 Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. 22.11.2006 00:01 Fyrri til en danskurinn Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson. 22.11.2006 00:01 Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. 21.11.2006 14:58 Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. 21.11.2006 09:49 Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. 21.11.2006 09:34 Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. 20.11.2006 18:55 Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. 20.11.2006 17:51 LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. 20.11.2006 14:31 Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. 20.11.2006 14:23 Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. 20.11.2006 11:19 Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. 20.11.2006 10:11 365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. 20.11.2006 10:06 SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. 20.11.2006 10:01 Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. 19.11.2006 10:00 Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. 18.11.2006 15:17 House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. 18.11.2006 07:30 Tvöfalda hagnaðinn Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljónir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæðan 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar. 18.11.2006 07:15 Dagsbrún lýkur störfum Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. 18.11.2006 07:00 Hands Holding til starfa Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfélagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bilinu 40-50 prósent. 18.11.2006 07:00 Peningaskápurinn ... Uppskipting Dagsbrúnar þýðir að Dagsbrúnarnafnið er á lausu, en ekki var laust við að einhverjir firrtust við þegar félagið tók sér nafnið sem áður prýddi Verkamannafélagið Dagsbrún, en það rann svo með fleirum inn í Eflingu. (Svo er náttúrlega til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum.) 18.11.2006 07:00 Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. 17.11.2006 16:47 Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. 17.11.2006 15:41 Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. 17.11.2006 14:36 Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni. 17.11.2006 13:41 Góð afkoma hjá Atorku Group Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group. 17.11.2006 12:39 Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. 17.11.2006 12:15 House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. 17.11.2006 11:33 Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson. 17.11.2006 11:25 Samdráttur hjá Starbucks Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári. 17.11.2006 11:00 Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf. 17.11.2006 10:52 Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365 Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans. 17.11.2006 09:52 Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. 17.11.2006 09:50 Ná ekki væntingum Uppgjör Icelandic Group fyrir þriðja ársfjórðung var undir væntingum stjórnenda félagsins, þótt ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til séu að byrja að bera árangur. Hagnaður nam 84 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 1.202 milljónum króna. 17.11.2006 07:00 Bankastjóri þiggur landbúnaðarstyrki Björn Wahlroos, þriðji ríkasti maður Finnlands og forstjóri fjármálasamsteypunnar Sampo Group, er einn stærsti þiggjandi landbúnaðarstyrkja frá finnskum stjórnvöldum samkvæmt upplýsingum sem Halikko, sveitarfélagið hans, lét finnska útvarpinu í té. 17.11.2006 06:45 Kaupa meira í HB Granda Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. 17.11.2006 06:30 Dagsbrún gerir 1,5 milljarða króna varúðarfærslu Dagsbrún bókfærir tap af Wyndeham í varúðarfærslu og ætlar að selja félagið. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöll eftir lokun markaða í gær. Í dag á að ganga frá skiptingu félagsins og skipulagsbreytingum á fundi hluthafa. 17.11.2006 06:15 Alfesca ofar vonum Afkoma Alfesca á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns var neikvæð um 1,8 milljónir evra, sem svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna. Er það nokkuð betri afkoma en meðaltalsspá greiningardeilda bankanna sem hljóðaði upp á um 215 milljóna króna tap. 17.11.2006 06:00 Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. 16.11.2006 22:15 Flaga skilaði tapi Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna. 16.11.2006 16:38 Sigurður Einarsson ræðir um skrif Ekstrablaðsins Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings, hefur boðað til fundar með blaða- og fréttamönnum í húskynnum FIH bankans í Kaupmannahöfn í Danmörku á morgun. Tilefnið er útboð á nýjum hlutum í bankanum og skrif Ekstrablaðsins um bankann. 16.11.2006 16:21 Tilboð MAN í Scania fellt Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag. 16.11.2006 16:10 Sjá næstu 50 fréttir
Pearl á stærð við venjulegan gemsa BlackBerry Pearl 8100 er nýr farsími sem hér er kominn í sölu. BlackBerry símarnir hafa notið vinsælda meðal fólks sem komast þarf bæði í tölvupóst og skrifstofuhugbúnað hvar sem sem það er á ferðinni. 22.11.2006 00:01
Meiri samlegð af Newcastle Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham. 22.11.2006 00:01
Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. 22.11.2006 00:01
Með sérsniðin viðskiptakerfi Hugbúnaðarfyrirtækið Merkur Point hefur þróað sérsniðin viðskiptakerfi fyrir verslanir sem eykur hraða og öryggi í afgreiðslu. Fyrirtækið vinnur að innleiðingu kerfisins hjá matsölustaðnum Nings og víðar. 22.11.2006 00:01
Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. 22.11.2006 00:01
Fyrri til en danskurinn Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson. 22.11.2006 00:01
Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. 21.11.2006 14:58
Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. 21.11.2006 09:49
Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. 21.11.2006 09:34
Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. 20.11.2006 18:55
Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. 20.11.2006 17:51
LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. 20.11.2006 14:31
Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. 20.11.2006 14:23
Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. 20.11.2006 11:19
Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. 20.11.2006 10:11
365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. 20.11.2006 10:06
SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. 20.11.2006 10:01
Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. 19.11.2006 10:00
Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. 18.11.2006 15:17
House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. 18.11.2006 07:30
Tvöfalda hagnaðinn Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljónir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæðan 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar. 18.11.2006 07:15
Dagsbrún lýkur störfum Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. 18.11.2006 07:00
Hands Holding til starfa Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfélagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bilinu 40-50 prósent. 18.11.2006 07:00
Peningaskápurinn ... Uppskipting Dagsbrúnar þýðir að Dagsbrúnarnafnið er á lausu, en ekki var laust við að einhverjir firrtust við þegar félagið tók sér nafnið sem áður prýddi Verkamannafélagið Dagsbrún, en það rann svo með fleirum inn í Eflingu. (Svo er náttúrlega til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum.) 18.11.2006 07:00
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. 17.11.2006 16:47
Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. 17.11.2006 15:41
Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. 17.11.2006 14:36
Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni. 17.11.2006 13:41
Góð afkoma hjá Atorku Group Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group. 17.11.2006 12:39
Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. 17.11.2006 12:15
House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna. 17.11.2006 11:33
Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson. 17.11.2006 11:25
Samdráttur hjá Starbucks Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári. 17.11.2006 11:00
Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf. 17.11.2006 10:52
Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365 Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans. 17.11.2006 09:52
Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. 17.11.2006 09:50
Ná ekki væntingum Uppgjör Icelandic Group fyrir þriðja ársfjórðung var undir væntingum stjórnenda félagsins, þótt ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til séu að byrja að bera árangur. Hagnaður nam 84 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 1.202 milljónum króna. 17.11.2006 07:00
Bankastjóri þiggur landbúnaðarstyrki Björn Wahlroos, þriðji ríkasti maður Finnlands og forstjóri fjármálasamsteypunnar Sampo Group, er einn stærsti þiggjandi landbúnaðarstyrkja frá finnskum stjórnvöldum samkvæmt upplýsingum sem Halikko, sveitarfélagið hans, lét finnska útvarpinu í té. 17.11.2006 06:45
Kaupa meira í HB Granda Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. 17.11.2006 06:30
Dagsbrún gerir 1,5 milljarða króna varúðarfærslu Dagsbrún bókfærir tap af Wyndeham í varúðarfærslu og ætlar að selja félagið. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöll eftir lokun markaða í gær. Í dag á að ganga frá skiptingu félagsins og skipulagsbreytingum á fundi hluthafa. 17.11.2006 06:15
Alfesca ofar vonum Afkoma Alfesca á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns var neikvæð um 1,8 milljónir evra, sem svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna. Er það nokkuð betri afkoma en meðaltalsspá greiningardeilda bankanna sem hljóðaði upp á um 215 milljóna króna tap. 17.11.2006 06:00
Reader's Digest skiptir um eigendur Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það. 16.11.2006 22:15
Flaga skilaði tapi Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna. 16.11.2006 16:38
Sigurður Einarsson ræðir um skrif Ekstrablaðsins Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings, hefur boðað til fundar með blaða- og fréttamönnum í húskynnum FIH bankans í Kaupmannahöfn í Danmörku á morgun. Tilefnið er útboð á nýjum hlutum í bankanum og skrif Ekstrablaðsins um bankann. 16.11.2006 16:21
Tilboð MAN í Scania fellt Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag. 16.11.2006 16:10
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent