Viðskipti innlent

Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu

Ólafía Ásgeirsdóttir hjá FÍB, sem fyrst tengdist formlega hinu nýja kerfi, ásamt Albert Þór Magnússyni, framkvæmdastjóra Atlantsolíu.
Ólafía Ásgeirsdóttir hjá FÍB, sem fyrst tengdist formlega hinu nýja kerfi, ásamt Albert Þór Magnússyni, framkvæmdastjóra Atlantsolíu.

Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga.

Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ríkisskattstjóri hafi samþykkt netkvittun sem þessa sem löggiltan sölureikning.

Undirbúningur fyrir þetta hefur staðið í um sex mánuði. Kvittunin er rekjanleg í bókhaldi og vottuð af VeriSign, sem eykur áreiðanleika sendinganna. Með þessari nýjung verður dælulykill Atlantsolíu sá eini sinnar tegundar í Evrópu, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×