Kaupa meira í HB Granda 17. nóvember 2006 06:30 Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra. Viðskipti Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra.
Viðskipti Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira