Viðskipti erlent

Pearl á stærð við venjulegan gemsa

Nýjasta viðbótin í línu BlackBerry-farsíma heitir Pearl og er á stærð við venjulegan GSM-síma.
Nýjasta viðbótin í línu BlackBerry-farsíma heitir Pearl og er á stærð við venjulegan GSM-síma.

BlackBerry Pearl 8100 er nýr farsími sem hér er kominn í sölu. BlackBerry símarnir hafa notið vinsælda meðal fólks sem komast þarf bæði í tölvupóst og skrifstofuhugbúnað hvar sem sem það er á ferðinni.

Pearl farsíminn er sagður byltingarkenndur enda mun minni en forverar hans. Í raun er síminn ámóta og hefðbundinn GSM sími, auk þess sem hann er búinn myndavél, Media Player og margvíslegri annarri virkni.

Síminn hefur hlotið góða dóma, utan að sumir hafa sett fyrir sig lyklaborðið sem er millistig QWERTY lyklaborðs og hefðbundins farsímalyklaborðs og tekur suma smástund að venjast því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×