Fleiri fréttir

Baugur kaupir matvælafyrirtæki

Baugur Group og Talden Holding hafa keypt matvælafyrirtækið Woodward Foodservice af Giant Bidco sem yfirtók Big Food Group fyrr á þessu ári. Kaupin eru gerð í samvinnu við stjórnendur Woodward. Lloyds TSB bankinn fjármagnar kaupin.

Eigið fé verður 100 milljarðar

Að lokinni sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar verður eigið fé Landsbankans tæplega 100 milljarðar króna og eigið fé fjárfestingabankans sem hljóta mun nafnið Straumur – Burðarás Fjárfestingabanki hf. verður rúmlega 100 milljarðar króna.

Friðrik Jóhannsson fjárfestir

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt fimmtíu og tveggja prósenta hlut í Tölvumyndum. Sjálfur vildi Friðrik ekki staðfesta þessar upplýsingar, sem fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans, Burðaráss og Straums.

Atkins í greiðslustöðvun

Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun.

Skipta Burðarási á milli sín

Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið.

Síminn seldur á tæpa 67 milljarða

Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála.

Kaupa breska verslanakeðju

Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi.

Frosti skattakóngur Íslands

Skattakóngur Íslands er Frosti Bergsson í Reykjavík sem greiðir 123 milljónir króna í opinber gjöld. Greinilegt er að það er mikill munur á tekjum eftir landshlutum.

Methalli á vöruskiptum landsmanna

Methalli var á vöruskiptum landsmanna í júní og nam hallinn 10,2 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam halli á vöruskiptum landsmanna 34,3 milljörðum samanborið við halla upp á 13,2 milljarða á sama tíma í fyrra.

Eimskip kaupir í Færeyjum

Eimskip hefur keypt flutningafyrirtækið Heri Thomsen í Færeyjum, en fyrirtækið rekur rúmlega þrjátíu flutningabíla og þrjú flutningaskip. Tvö þeirra eru stórflutningaskip. Félagið á einnig nýja tvö þúsund fermetra vöruskemmu í Runavík.

Hagnaður KB banka 24,7 milljarðar

Hagnaður KB banka eftir skatta nam 24,7 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs sem er 280 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Ef aðeins er litið til annars ársfjórðungs, er aukningin enn meiri eða 292 prósent.

Tilboð opnuð í dag

Tilboð í Símann verða opnuð klukkan eitt í dag og ef til vill aftur síðar í dag, ef einhver tilboðsgjafi hækkar boð sitt. Það geta þeir gert ef þeir eru innan við fimm prósent undir boði næsta bjóðanda.

Össur fjárfestir í Bandaríkjunum

Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur.

Gríðarlegur hagnaður bankanna

Hagnaður KB banka eftir skatta nam tuttugu og fjórum komma sjö milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs, sem er 280 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Bankinn er nú kominn í hóp tvö hundruð stærstu banka heims.

Actavis fjárfestir í Bandaríkjunum

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur keypt bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals fyrir rösklega 3,2 milljaðra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að með kaupunum verði Actavis kleift að markaðssetja lyf sín á bandaríska markaðnum og til samans verða fyrirtækin með um 500 lyf á markaðnum. Amide stefnir að því að setja tíu ný lyf á markaðinn innan tíðar.

Hagnaður TM undir væntingum

Í greinargerð frá KB banka kemur fram að hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi nam 1.449 m.kr. og var því nokkuð undir væntingum Greiningardeildar um tveggja milljarða kr. hagnað.

Sáttir við verðið

Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu.

KB banki stærri en Ísland

KB banki er orðinn stærri en Ísland. Eignir bankans eru nú meiri en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hagnaður bankans nam tæpum 25 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, sem er meira en samanlagður hagnaður hinna bankanna.

Hagnast um þrjá milljarða á viku

Hagnaður fjármálafyrirtækjanna fimm voru tæpir 80 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur hagnaður fyrirtækjanna aldrei verið meira. Á sama tíma í fyrra högnuðust fjármálafyrirtækin um samtals 11 milljarða króna. KB banki hagnast mest eða um tæpa 25 milljarða króna. Burðarás kemur næstur með 24,5 milljarða króna hagnað.

Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka

Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%.

Lokasprettur í sölu Símans

Komið er að lokasprettinum í sölu Símans. Að viðstöddum bjóðendum og fjölmiðlum ætlar einkavæðinganefnd að opna umslög með tilboðsfjárhæðum bjóðenda á fimmtudaginn. Eftir að tilboð hafa verið opnuð verður öllum þeim sem eru innan við fimm prósent frá hæstbjóðenda gefinn kostur á að hækka tilboð sín.

Tekur lán upp á 47 milljarða

Actavis hefur lokið lánasamningi vegna sambankaláns að upphæð 600 milljónir evra eða um 47 milljarða króna og er lánið til fimm ára. Lánið var tekið í tengslum við fjármögnun Actavis á kaupum á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide Pharmaceutical.

Hærri vextir á sumarhúsalánum

Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa.

Methagnaður Burðaráss

Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma.

Fasteignaverð að hækka eða lækka?

Fasteignaeigendur fá misvísandi upplýsingar um hvort verð eigna þeirra fari lækkandi. Bankarnir spá lækkun en fasteignasalar segja það af og frá.

Úrvalsvísitalan í sögulegu hámarki

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og endaði í tvö þúsund tvö hundruð og fjórtán stigum, sem er hæsta gildi í sögu vísitölunnar. Talsverð viðskipti voru í Kauphöllinni í gær þannig að þessi hækkun verður ekki rakin til þess að gengi í einhverju einu fyrirtæki hafi rokið upp og valdið hækkuninni.

Aflaverðmæti eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum hefur aukist um 1 milljarð króna eða 4,1% frá síðasta ári en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 nam aflaverðmætið 25,9 milljörðum króna samanborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004.

Borgin selur hlut í Vélamiðstöð

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin.

Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs

Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. 

Skylda að sinna landbúnaði

Þeir sem bjóða í Lánasjóð landbúnaðarins verða að lofa að sinna landbúnaðinum sérstaklega. Einkavæðingarnefnd annast söluna á eignum sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans.

Persónugerð debetkort

Félögum í XY-klúbbi Íslandsbanka, sem eru á aldrinum 12 til 15 ára, stendur til boða að fá persónugerð debetkort hjá Íslandsbanka. Í því felst að þeir geta hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Til stendur að bjóða öðrum viðskiptavinum bankans upp á þennan möguleika fljótlega.

Hagnaður Google fjórfaldast

Hagnaður Google fjórfaldaðist á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra að sögn hálffimm frétta KB-banka. Allt í allt hafa tekjur félagsins tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra en þær uxu tvöfalt hraðar en tekjur helsta keppinautarins, Yahoo.

Methagnaður hjá Burðarási

Hagnaður Burðaráss var 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins en félagið hagnaðist um tæpa 20 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Aldrei fyrr hefur félag í Kauphöllinni hagnast um jafn mikið á þremur mánuðum.

Kári opnaði Nasdaq

DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga.

Olíuverð hækkað um 30%

Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári.

Endurskoða lagalegan grundvöll SÍ

Endurskoða þarf lagalegan grundvöll Seðlabankans og gera hann betur í stakk búinn til að fylgjast með umsvifum manna í viðskiptalífinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Kaupa 19% í Casino Express Airline

Avion Group, sem er að meirihluta í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, og hópur stjórnenda bandaríska leiguflugfélagsins Casino Express Airline, hafa sameinast um að kaupa 19% í flugfélaginu sem sérhæfir sig í að flytja fjárhættuspilara til bæjarins Elko.

Sex nýir eigendur í SPH

Að minnsta kosti fimmtán stofnfjárhlutir hafa skipt um hendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sex nýir stofnfjáreigendur voru kynntir til sögunnar á stofnfjáreigendafundi SPH í gærkvöld.

365 kaupir allt hlutafé Saga film

365 ljósvakamiðlar hafa keypt allt hlutfé í Saga film. Forsvarsmenn 365 segja markmiðið með kaupunum að samþætta kröftuga framleiðslu fyrirtækisins við elsta og öflugasta fyrirtæki landsins á sviði auglýsingagerðar og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Eins eru kaupin ætluð til þess að nýta sameinaða krafta til sóknar á innlendum sem erlendum mörkuðum.

Fasteignavísitalan upp um 38,5%

Vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 38,5 prósent síðasta árið samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í dag. Í maí síðastliðnum var vísitalan 271,4 stig og hækkaði um 3,8 prósent frá mánuðinum á undan.

Baugur síður en svo hættur

Baugur er síður en svo hættur að fjárfesta, þrátt fyrir ummæli forstjóra félagsins um að Baugur myndi taka sér hlé. Baugur keypti nýverið 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops og stefnir á að eignast 30-40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Jane Norman, en viðræður eru á lokastigi.

Leggja 6 milljarða í danskt félag

Baugur kaupir 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir sex milljarða króna. Félagið er hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni, eignir félagsins hafa stóraukist að undanförnu og nema nú tæpum 80 milljörðum króna.

Fjárfestingamet

Íslendingar fjárfestu sem aldrei fyrr í sögunni í útlöndum í fyrra og jókst íslensk fjárfesting í útlöndum þá um rúm 580 prósent miðað við árið áður.

Brakandi efnahagslíf á Íslandi

Íslenskt efnahagslíf vex svo hratt að það brakar í því, segir sænska <em>Dagbladet</em> í grein um íslenskt kaupæði. Þar er fjallað um útrás íslenskra fyrirtækja, einkum Burðaráss og KB-banka.

Gengið frá sölu 2/3 eignarhlutans

Gengið hefur verið frá sölu og greiðslu fyrir tæplega tvo þriðju af eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá til Milestone ehf. Ný stjórn Sjóvá hefur einnig verið kosin en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jóhannesson, Karl Wernersson, Guðmundur Ólason og Jón Scheving Thorsteinsson.

Sjá næstu 50 fréttir