Fleiri fréttir

Við erum börnin okkar
Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur.

Mikilvæg nýsköpun í tækni á Landspítala
Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum.

Samfélagssáttmáli, er það raunhæft?
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur.

Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna.

Flokkum og skilum
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi.

Okrað með aðstoð ríkisins
Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi.

Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð
Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða.

Verksmiðjubúskapur, er það framtíðin?
Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra?

Sex spurningar til heilbrigðisráðherra
Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis.

Hinir hljóðu og jafnvel gleymdu framlínustarfsmenn
Það hefur enginn hópur í samfélaginu farið varhluta af heimsfaraldrinum og án efa hafa flestir vinnustaðir þurft að takast á við sóttkví og einangrun á einhvern hátt.

Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru.

Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir?
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það?

Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar
Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár.

Áburðarframleiðsla er ekkert grín
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna.

Áramótaheit og orkuskiptin
Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark.

Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks.

Mögnuð leikskólastétt sem verðskuldar virðingu
Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir.

Að vera manneskja
Ég hef átt mörg samtöl við dóttur mína sem er 15 ára um andlegt heilbrigði og líðan. Samtöl sem hafa leitt til umræðu um almenna líðan ungs fólks og hugmynda um væntinga til lífsins, hamingju og hvað það er að vera manneskja. Það er ótal margt sem hefur áhrif á börn og unglinga og þannig hefur það alltaf verið.

Rétta ríkisfjármálastefnan
Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera.

Róm brennur en ráðherra spyr spurninga
Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu.

Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast.

Núna er næst!
Í gegnum tíðina hafa grunnskólakennarar samþykkt samninga sem þeir voru ekki ánægðir með undir því yfirskini að gefa samninganefnd tækifæri til að ná betri samningi næst.

Þau sem urðu verst úti
Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá.

Tveggja ára stríðsrekstur
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs.

Yfirlýsing frá AWF|TSB - kynning á staðreyndum varðandi PMSG-framleiðslu á Íslandi
Stofnanirnar Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) vilja bregðast við greinum og röksemdarfærslum sem lyfjafyrirtækið Ísteka birti í Vísi (19. og 29. desember og 3.janúar sl.) sem og á samfélagsmiðlum í kjölfarið á sýningu heimildamyndarinnar„Iceland - Land of the 5,000 Blood Mares“.

Við þurfum fleira fólk
Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir.

Frelsi til ákvöðunar um eigið líf án þess að vera úthrópaður og dæmdur!
Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna.

Sóttvarnir
Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín.

Svar til stjórnar Persónuverndar
Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

Bylting í loftgæðum innanhúss - brýnt lýðheilsumál
Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið.

Evran eins og við þekkjum hana er búin að vera
Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra.

Listamannalaun, klassískir söngvarar og sviðslistafólk
Ég óska öllum listamönnum sem hlutu úthlutun í ár hjartanlega til hamingju sem og þjóðinni allri! Það verður spennandi að fylgjast með flottu listrænu starfi í öllum listgreinum á árinu og ljóst er að við munum öll góðs af njóta.

Stjórn í sálarkreppu
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið.

Opið bréf til dómsmálaráðherra og allra þeirra sem ofbeldismálin varða
Þolendur ofbeldis eru ekki hefnigjarnir einstaklingar. Þolendur vilja eiga sína eigin rödd, að á þá sé hlustað, en í íslensku réttarkerfi er komið fram við þá sem utanaðkomandi aðila í málum sínum. Þeir eru vitni sem bera um atburði, en ekki þungamiðja málsins þótt að þeir hafi þurft að þola brotið.

Arion banki – úlfur í sauðagæru?
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon.

Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna?
Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap.

To bíl or not to bíl
Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja.

Um misopin bréf til skólafólks
Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum.

Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Valfrelsi í orði en ekki á borði
Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna.

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi.

Hin mikla Maya
Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum.

Svar við opnu bréfi - 7. bekkur
Ágæta MargrétÞakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk.

Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo?

Þetta snýst um fólkið í framlínunni
Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins.