Fleiri fréttir Afnám verð- tryggingarinnar Eygló Harðardóttir skrifar Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 8.1.2013 06:00 Hræðsluáróður og útúrsnúningar hæstaréttarlögmanns Örn Bárður Jónsson skrifar Þakka ber Reimari Péturssyni fyrir að auglýsa bölsýna afstöðu sína til nýrrar stjórnarskrár. Hann brást við mánaðargömlum greinarstúfi mínum og gefur mér þar með kærkomið tilefni til að ítreka skoðanir mínar á seinheppni fræðasamfélagsins og málflutningi andstæðinga nýrrar stjórnarskrár. 8.1.2013 06:00 Ástand og horfur Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig. 8.1.2013 06:00 Halldór 07.01.2013 7.1.2013 17:00 Sakarafskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifaði grein í Fréttablaðið um daginn þar sem hún segir frá kynnum sínum af Evu Joly og viðrar í framhaldi af því þá skoðun að grundvallarmunur sé á þeim málum sem sérstakur saksóknari rannsakar hér á landi og þeim málum sem Eva rannsakaði í Frakklandi. Þar voru glæpamenn og mafíósar að verki. Og hér? Tja, eiginlega allir ("embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar“). 7.1.2013 06:00 Farið á hnefanum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sú ríkisstjórn sem bráðlega fer að ljúka setu sinni á valdastól rembist nú við að skapa sér fyrirferðarmikinn sess í sögunni. Ljóst er að þjóðin hefur engan áhuga á áframhaldandi setu hennar og virðist það vekja furðu marga innan vébanda flokkanna. Hér hefur enda margt gott verið gert við mjög erfiðar aðstæður. 7.1.2013 06:00 Rétt skal vera rétt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. 7.1.2013 06:00 Að gera allt eins Sigurður Árni Þórðarson skrifar Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar. 7.1.2013 06:00 Olíuævintýri? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Margir höfðu orðið olíuævintýri á vörum í gær, þegar skrifað var undir fyrstu sérleyfin til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Bæði íslenzkir ráðamenn og útlendir samstarfsaðilar eru feikibjartsýnir á að olía kunni að finnast og Ísland verði innan nokkurra ára orðið olíuríki. 5.1.2013 08:00 Allt upp á einn söfnunardisk Brynhildur Björnsdóttir skrifar Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri. 5.1.2013 08:00 Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5.1.2013 08:00 Hvöss en hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar Það bar ekki við um þessi áramót að forystumenn stjórnmálaflokkanna sendu frá sér boðskap sem líklegur er til að brjóta upp lokaða pólitíska stöðu. Vandinn er ekki skortur á hugmyndum; fremur hitt að ekki verður séð að unnt sé að binda þær saman með breiðri málamiðlun og af nægjanlegum styrk. 5.1.2013 08:00 Fiskurinn og frumvarpið til stjórnskipunarlaga Dr. Níels Einarsson skrifar Talsverðar væntingar hafa verið uppi til nýrrar stjórnarskrár í hlutverki vegvísis fyrir farsælt og gott samfélag á Íslandi. Eitt þeirra atriða sem áberandi hafa verið í þjóðmálaumræðu snertir auðlindir þjóðarinnar og eignarrétt á þeim. Hér hefur ekki síst, eðli málsins samkvæmt fyrir fiskveiðiþjóð, verið mikið fjallað um nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja myndi yfirráð þjóðarinnar yfir sjávarauðlindum. 4.1.2013 16:18 Halldór 04.01.2013 4.1.2013 16:00 Í þágu barna Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ný lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sameiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir. 4.1.2013 08:00 Gróðavegur – 3,5% afnotagjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. 4.1.2013 08:00 Áramótaávarpið Stígur Helgason skrifar "Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí.“ Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma. 4.1.2013 08:00 Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina "Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!“, var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem "lá út á kinn small inn eins og teygja“ og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? 4.1.2013 08:00 Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. 4.1.2013 08:00 Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Á síðustu þremur áratugum hafa þjóðarsöfn í Evrópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breytinga. Hnattræn áhrif, tilkoma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðarsafna sem hefur þýtt endurskilgreiningu á hlutverki þeirra og niðurskurð í fjármunum. Nýverið lauk samevrópsku rannsóknarverkefni sem kallast EuNaMus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endurskilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikilvægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hugmyndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niðurstöðum, þar sem spurt er spurninga á borð við; hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishugmyndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir, og ekki síst, hver er reynsla gesta af þjóðarsöfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins. 4.1.2013 08:00 Þakkir til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar Loksins fékk ég svar við erindi mínu sem ég sendi Embætti landlæknis (EL) þann 13. mars 2012 kl. 17.13 þegar ég óskaði eftir upplýsingum um verkferla þegar kæra berst embættinu. Það kom mér á óvart að fá svar hér á síðum Fréttablaðsins þann 29.12. 2012. Grein landlæknis og Önnu Bjargar Aradóttur sviðsstjóra var reyndar ekki beint til mín heldur var hún sjálfsvörn eftir kröftuga grein Árna R. Árnasonar tveimur dögum áður. 4.1.2013 08:00 Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. 4.1.2013 08:00 Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4.1.2013 08:00 Að trufla ekki umferð Pawel Bartoszek skrifar Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. 4.1.2013 08:00 Samningar og sérlausnir Andrés Pétursson skrifar Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. 4.1.2013 08:00 Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. 4.1.2013 08:00 Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi Ástþór Magnússon skrifar Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. 4.1.2013 08:00 Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. 4.1.2013 08:00 Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. 4.1.2013 08:00 Af hverju undanþágur frá ESB-reglum? Þröstur Ólafsson skrifar Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða. Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál. 4.1.2013 08:00 Halldór 03.02.2013 3.1.2013 16:00 Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 3.1.2013 08:00 Eva Joly og afkvæmið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórnvöldum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjárglæframönnum eftir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í einstöku dómsmáli. 3.1.2013 08:00 Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. 3.1.2013 08:00 Orð sem ættu að vega þyngra Ólafur Þ. Stephensen skrifar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel. 3.1.2013 06:00 Vangaveltur um áramót Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? 3.1.2013 06:00 Haftlandinu góða Pawel Bartoszek skrifar Pawel Bartoszek lítur um öxl og rifjar upp drastískar aðgerðir fyrsta fjármálaráðherra Póllands eftir hrun kommúnismans. Hann lýsir eftir vel menntaðri og hugaðri manneskju í fjármálaráðuneytið sem væri sama þótt hún væri hötuð af þorra 3.1.2013 06:00 Halldór 02.02.2013 2.1.2013 16:00 Jólalokan mikla Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. 2.1.2013 06:00 Ef amma væri að lesa Sif Sigmarsdóttir skrifar Snemma dags þann 7. júní árið 2000 sat ég við morgunverðarborðið heima hjá mér með skæri á lofti og beið þess að Morgunblaðið dytti inn um póstlúguna. Daginn áður hafði ég hafið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Blaðamennsku hafði ég lengi séð í hillingum. 2.1.2013 06:00 Söfnun undir merki samkenndar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Landspítalans. 2.1.2013 06:00 Gjafafé Sverrir Hermannsson skrifar Í Morgunblaðinu laugardaginn 22. desember eru álitlegar fréttir. Hin stærsta af höfðinglegri gjöf fyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess til sveitarfélagsins Hafnar í Hornafirði vegna afmælis gefandans. Þá er á síðunni getið um að hald hafi verið lagt á mikið magn af þýfi á Suðurnesjum og enn önnur þar sem kona viðurkennir að hafa í ?tvígang? kveikt í sameign fjölbýlishúss við Maríubakka í Breiðholti. 2.1.2013 06:00 Ábyrg spilamennska með Betsson Ulrik Bengtsson skrifar Betsson er fyrirtæki sem býður viðskiptavinum um allan heim spilaþjónustu á netinu frá höfuðstöðvum sínum á Möltu. Við teljum rétt að segja okkar skoðun á nýlegu frumvarpi innanríkisráðherra Íslands um breytingar á happdrættislögum landsins en fjalla líka um algengan misskilning um spilamennsku á netinu og útskýra fyrir hvað Betsson stendur sem fyrirtæki. 2.1.2013 06:00 Tolkien sýnd nægileg virðing? Gunnsteinn Ólafsson skrifar Nú um jólin fögnuðu aðdáendur enska skáldjöfursins J.R.R. Tolkiens frumsýningu á mynd sem byggð er á bók hans um hobbitann Bilbó Bagga. Bókin kom út fyrir margt löngu og hefur heillað jafnt börn sem fullorðna. Eins og kunnugt er þá leitaði höfundurinn víða fanga við smíði Hobbitans, m.a. í íslenskum fornbókmenntum. Nöfn 2.1.2013 06:00 Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. 2.1.2013 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Afnám verð- tryggingarinnar Eygló Harðardóttir skrifar Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 8.1.2013 06:00
Hræðsluáróður og útúrsnúningar hæstaréttarlögmanns Örn Bárður Jónsson skrifar Þakka ber Reimari Péturssyni fyrir að auglýsa bölsýna afstöðu sína til nýrrar stjórnarskrár. Hann brást við mánaðargömlum greinarstúfi mínum og gefur mér þar með kærkomið tilefni til að ítreka skoðanir mínar á seinheppni fræðasamfélagsins og málflutningi andstæðinga nýrrar stjórnarskrár. 8.1.2013 06:00
Ástand og horfur Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig. 8.1.2013 06:00
Sakarafskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifaði grein í Fréttablaðið um daginn þar sem hún segir frá kynnum sínum af Evu Joly og viðrar í framhaldi af því þá skoðun að grundvallarmunur sé á þeim málum sem sérstakur saksóknari rannsakar hér á landi og þeim málum sem Eva rannsakaði í Frakklandi. Þar voru glæpamenn og mafíósar að verki. Og hér? Tja, eiginlega allir ("embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, eftirlitsmenn, lífeyrissjóðir, litlir fjárfestar og stórir fjárfestar“). 7.1.2013 06:00
Farið á hnefanum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sú ríkisstjórn sem bráðlega fer að ljúka setu sinni á valdastól rembist nú við að skapa sér fyrirferðarmikinn sess í sögunni. Ljóst er að þjóðin hefur engan áhuga á áframhaldandi setu hennar og virðist það vekja furðu marga innan vébanda flokkanna. Hér hefur enda margt gott verið gert við mjög erfiðar aðstæður. 7.1.2013 06:00
Rétt skal vera rétt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. 7.1.2013 06:00
Að gera allt eins Sigurður Árni Þórðarson skrifar Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar. 7.1.2013 06:00
Olíuævintýri? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Margir höfðu orðið olíuævintýri á vörum í gær, þegar skrifað var undir fyrstu sérleyfin til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Bæði íslenzkir ráðamenn og útlendir samstarfsaðilar eru feikibjartsýnir á að olía kunni að finnast og Ísland verði innan nokkurra ára orðið olíuríki. 5.1.2013 08:00
Allt upp á einn söfnunardisk Brynhildur Björnsdóttir skrifar Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri. 5.1.2013 08:00
Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5.1.2013 08:00
Hvöss en hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar Það bar ekki við um þessi áramót að forystumenn stjórnmálaflokkanna sendu frá sér boðskap sem líklegur er til að brjóta upp lokaða pólitíska stöðu. Vandinn er ekki skortur á hugmyndum; fremur hitt að ekki verður séð að unnt sé að binda þær saman með breiðri málamiðlun og af nægjanlegum styrk. 5.1.2013 08:00
Fiskurinn og frumvarpið til stjórnskipunarlaga Dr. Níels Einarsson skrifar Talsverðar væntingar hafa verið uppi til nýrrar stjórnarskrár í hlutverki vegvísis fyrir farsælt og gott samfélag á Íslandi. Eitt þeirra atriða sem áberandi hafa verið í þjóðmálaumræðu snertir auðlindir þjóðarinnar og eignarrétt á þeim. Hér hefur ekki síst, eðli málsins samkvæmt fyrir fiskveiðiþjóð, verið mikið fjallað um nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja myndi yfirráð þjóðarinnar yfir sjávarauðlindum. 4.1.2013 16:18
Í þágu barna Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ný lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sameiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir. 4.1.2013 08:00
Gróðavegur – 3,5% afnotagjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. 4.1.2013 08:00
Áramótaávarpið Stígur Helgason skrifar "Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí.“ Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma. 4.1.2013 08:00
Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina "Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!“, var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem "lá út á kinn small inn eins og teygja“ og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? 4.1.2013 08:00
Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. 4.1.2013 08:00
Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Á síðustu þremur áratugum hafa þjóðarsöfn í Evrópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breytinga. Hnattræn áhrif, tilkoma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðarsafna sem hefur þýtt endurskilgreiningu á hlutverki þeirra og niðurskurð í fjármunum. Nýverið lauk samevrópsku rannsóknarverkefni sem kallast EuNaMus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endurskilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikilvægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hugmyndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niðurstöðum, þar sem spurt er spurninga á borð við; hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishugmyndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir, og ekki síst, hver er reynsla gesta af þjóðarsöfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins. 4.1.2013 08:00
Þakkir til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar Loksins fékk ég svar við erindi mínu sem ég sendi Embætti landlæknis (EL) þann 13. mars 2012 kl. 17.13 þegar ég óskaði eftir upplýsingum um verkferla þegar kæra berst embættinu. Það kom mér á óvart að fá svar hér á síðum Fréttablaðsins þann 29.12. 2012. Grein landlæknis og Önnu Bjargar Aradóttur sviðsstjóra var reyndar ekki beint til mín heldur var hún sjálfsvörn eftir kröftuga grein Árna R. Árnasonar tveimur dögum áður. 4.1.2013 08:00
Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. 4.1.2013 08:00
Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4.1.2013 08:00
Að trufla ekki umferð Pawel Bartoszek skrifar Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. 4.1.2013 08:00
Samningar og sérlausnir Andrés Pétursson skrifar Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. 4.1.2013 08:00
Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. 4.1.2013 08:00
Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi Ástþór Magnússon skrifar Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. 4.1.2013 08:00
Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. 4.1.2013 08:00
Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. 4.1.2013 08:00
Af hverju undanþágur frá ESB-reglum? Þröstur Ólafsson skrifar Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða. Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál. 4.1.2013 08:00
Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 3.1.2013 08:00
Eva Joly og afkvæmið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórnvöldum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjárglæframönnum eftir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í einstöku dómsmáli. 3.1.2013 08:00
Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. 3.1.2013 08:00
Orð sem ættu að vega þyngra Ólafur Þ. Stephensen skrifar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel. 3.1.2013 06:00
Vangaveltur um áramót Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? 3.1.2013 06:00
Haftlandinu góða Pawel Bartoszek skrifar Pawel Bartoszek lítur um öxl og rifjar upp drastískar aðgerðir fyrsta fjármálaráðherra Póllands eftir hrun kommúnismans. Hann lýsir eftir vel menntaðri og hugaðri manneskju í fjármálaráðuneytið sem væri sama þótt hún væri hötuð af þorra 3.1.2013 06:00
Jólalokan mikla Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. 2.1.2013 06:00
Ef amma væri að lesa Sif Sigmarsdóttir skrifar Snemma dags þann 7. júní árið 2000 sat ég við morgunverðarborðið heima hjá mér með skæri á lofti og beið þess að Morgunblaðið dytti inn um póstlúguna. Daginn áður hafði ég hafið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Blaðamennsku hafði ég lengi séð í hillingum. 2.1.2013 06:00
Söfnun undir merki samkenndar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Landspítalans. 2.1.2013 06:00
Gjafafé Sverrir Hermannsson skrifar Í Morgunblaðinu laugardaginn 22. desember eru álitlegar fréttir. Hin stærsta af höfðinglegri gjöf fyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess til sveitarfélagsins Hafnar í Hornafirði vegna afmælis gefandans. Þá er á síðunni getið um að hald hafi verið lagt á mikið magn af þýfi á Suðurnesjum og enn önnur þar sem kona viðurkennir að hafa í ?tvígang? kveikt í sameign fjölbýlishúss við Maríubakka í Breiðholti. 2.1.2013 06:00
Ábyrg spilamennska með Betsson Ulrik Bengtsson skrifar Betsson er fyrirtæki sem býður viðskiptavinum um allan heim spilaþjónustu á netinu frá höfuðstöðvum sínum á Möltu. Við teljum rétt að segja okkar skoðun á nýlegu frumvarpi innanríkisráðherra Íslands um breytingar á happdrættislögum landsins en fjalla líka um algengan misskilning um spilamennsku á netinu og útskýra fyrir hvað Betsson stendur sem fyrirtæki. 2.1.2013 06:00
Tolkien sýnd nægileg virðing? Gunnsteinn Ólafsson skrifar Nú um jólin fögnuðu aðdáendur enska skáldjöfursins J.R.R. Tolkiens frumsýningu á mynd sem byggð er á bók hans um hobbitann Bilbó Bagga. Bókin kom út fyrir margt löngu og hefur heillað jafnt börn sem fullorðna. Eins og kunnugt er þá leitaði höfundurinn víða fanga við smíði Hobbitans, m.a. í íslenskum fornbókmenntum. Nöfn 2.1.2013 06:00
Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. 2.1.2013 06:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun