Fleiri fréttir

Fyrirgefning og samstaða

Ólafur Stephensen skrifar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar.

Viðskiptaráðuneytið var lagt niður

Svavar Gestsson skrifar skrifar

Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður.

Níu þingmenn

Hallgrímur Helgason skrifar

Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út.

Naglinn á höfðinu

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður.

Samþykkt Sjálfstæðisflokksins

Björn Friðfinnsson skrifar skrifar

Samþykkt flokksþings Sjálfstæðisflokksins hinn 26. júní s.l. er þeim flokki til mikillar vanvirðu. Samþykkt var að draga ætti til baka aðildarumsókn Íslendinga að ESB.

Dyrum lokað

Ólafur Stephensen skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmála­ályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs.

Niðurskurður og norræn velferð

Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins.

Þjóð, kirkja og hjúskapur

Um helgina tóku gildi ný hjúskaparlög á Íslandi. Fyrir það hafa Íslendingar hlotið hrós frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem lítur á lögin sem skref í þá átt að samkynhneigðir njóti jafnra réttinda og virðingar.

Ábyrgð í undirheimum

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík.

Fótboltinn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..."

Minnisþjálfun

Ólafur Stephensen skrifar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni.

Þjóðfundir stjórnmálaflokkanna

Jónas Gunnar Einarsson skrifar

Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna.

Kettir og menn

Davíð Þór Jónsson skrifar

Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann.

Fullveldið tryggt í ESB

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar

Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu.

Naflastrengurinn á Gylfa

Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjón dollara („trillion dollars“ á ensku).

Hvatning til úrbóta

Ólafur Stephensen skrifar

Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum.

Bréf til hægrimanna

Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar

Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis.

Snilldin ein

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti.

Verjum heilbrigðisþjónustuna

Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins.

Með A4 innanklæða

Bryndís Björgvinsdóttir skrifar

Hver sá sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru miklar. – 100. gr. almennra hegningarlaga.

Meirihluti presta ætlar að gifta

Sunnudagurinn 27. júní er hátíðisdagur. Þá fær hjónabandið meira vægi og verður réttlátari stofnun. Hjónaband, sáttmáli tveggja einstaklinga. Við erum prestar sem fögnum þessum tímamótum og erum stoltar af því að vera Íslendingar. Við erum líka stoltar af því að tilheyra Þjóðkirkjunni og þar fagnar meirihluti presta, guðfræðinga og djákna nýjum lögum með okkur.

Hrunið og Evrópa

Ólafur Stephensen skrifar

Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni.

Skuldir sem þarf að greiða

Í Fréttablaðinu birtust tvær greinar þann 22. júní síðastliðinn. Annars vegar var um að ræða grein eftir Einar Huga Bjarnason og Björgvin Halldór Björnsson og hins vegar eftir einn lífsreyndasta þingmann þjóðarinnar, Kristin H. Gunnarson.

Hvað er lífið – þetta er lífið!

Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: "Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði.

Hvers vegna aðild að ESB nú?

Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu.

Ekki steinn yfir steini

Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur:

Sjúkdómseinkenni

Ólafur Stephensen skrifar

Dómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfu­lánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísitölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða vexti.

Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu

Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum.

Almennra aðgerða er þörf

Eygló Harðardóttir skrifar

Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum.

Tími gerjunar

Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega.

Og hvað svo? síðari hluti

Einar Hugi Bjarnason skrifar

Ljóst er að talsverður fjöldi aðila hefur þegar gert upp samninga sína við fjármögnunarfyrirtæki samkvæmt útreikningum þeirra sjálfra miðað við gengisbreytingar. Þessir aðilar hafa ekki þann valkost að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Hins vegar eiga þessir aðilar að mati undirritaðra ótvíræðan endurkröfurétt á viðsemjanda sinn sem nemur ofgreiddu endurgjaldi samningsins.

Merk tímamót

Einar Benediktsson skrifar

Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB.

Skuldir þarf að greiða

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Þegar einn greiðir ekki skuld sína verður það hlutskipti annars. Ef skuldari þarf ekki að greiða neina verðtryggingu af bílaláni mun hann ekki skila því fé sem hann fékk. Það getur hlaupið á hundruðum milljarða króna sem dómur Hæstaréttar færir milli landsmanna ef ekkert kemur í stað verðtryggingarinnar, sem dæmd var ólögmæt.

Aukið öryggi ferðamanna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau.

Blessuð vertu þjóðkirkja

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar

Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina.

Fyrir framtíðina

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum?

Hver eru skilaboð stjórnvalda?

Haukur Claessen skrifar

Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks.

Og hvað svo? – fyrri hluti

Einar Hugi Bjarnason skrifar

Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum.

Hof og hallir

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna.

Íslenski stíllinn

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðar­hverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi?

Í útlöndum er einmitt skjól

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi.

Aukinn fjárhagsvandi stúdenta

Jens Fjalar Skaptason skrifar

Nýverið samþykkti meirihluti Háskólaráðs Háskóla Íslands að fara þess á leit við ráðherra að gjaldtökuheimild fyrir skrásetningargjöldum yrði hækkuð úr 45.000 kr. í 65.000 kr. fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði neituðu að greiða atkvæði með tillögunni og sátu hjá.

Dýrmæta sumarvinnan

Gerður Kristný skrifar

Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra.

Um orkulögmálið í fjármálaheiminum

Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar

Eitt af lögmálum eðlisfræðinnar segir að orka geti hvorki orðið til né eyðst, heldur aðeins umbreyst. Án þess að vera sérlega hagspekilega vaxinn tel ég að þannig sé þessu einnig háttað um fjármagn: Það verður hvorki til úr engu né heldur getur það gufað upp (eða bara farið til himna, eins og Björgólfur Thor orðaði það í kvikmynd Gunnars Sigurðssonar). Fjármagn umbreytist aðeins í vinnu, hluti, og þjónustu, og öfugt.

Sjá næstu 50 greinar