Fleiri fréttir

Hagkerfi á fleygiferð

Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri.

Ferskir vindar

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála á næstu vikum. Tekst stjórnmálaflokkunum að nýta tækifærið til að hleypa ferskum vindum um lista sína eða mun val kjósenda standa milli lista skipuðum einsleitum hópi, þar sem uppistaðan er karlmenn, vel menntaðir fjölskyldumenn á aldrinum 35 til 60 ára.

Heilbrigðismál og heilsufar þingmanna

Í vetur, á kosningavetri, verður að mínum dómi háð hörð barátta milli þjóðarinnar og stjórnmálanna um heilbrigðismál jafnt ungra sem aldraðra, með það markmið eitt að fá stjórnmálamenn til þess að skilja að þeir eru hluti þjóðarinnar og kunna sjálfir, eins og nýleg dæmi sýna, að vera háðir skjótri meðferð án biðlista. Í þeim árangri einum ætti sjálfkrafa að felast önnur nauðsynleg umbylting á núverandi stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Málið snýst um meðvitund en ekki peningavöntun.

Ákall til verndar Jökulsánum

Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes.

Eins manns fjölmiðlastofnun

Ólafur Teitur Guðnason er með óvinsælustu mönnum í fjölmiðlastétt. Ég þekki margt fók sem umhverfist þegar hann er nefndur á nafn. Þetta er ritdómur um bók Ólafs, Fjölmiðlar 2005, sem birtist í vor í tímaritinu Þjóðmálum...

Að stjórna í sátt við samviskuna

Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið samstarf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Kaflaskipti 1. október

Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA).

Ég horfi aldrei á sjónvarp

Sigurjón Kjartansson skrifar

Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: Ég horfi aldrei á sjónvarp.

Enn ein þrasnefndin

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast.

Skrítið tilhugalíf – sjarmalaus ríkisstjórn

Á maður að gefa eitthvað fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar um samstarf í þinginu í vetur – tilhugalíf eins og það er kallað? Er ekki líklegra að standi yfir ofsafengin keppni um hvor sé forystuflokkur á vinstri vængnum?

Frá styrkleika til spurninga

Á marga lund háttar þannig til við upphaf síðasta þings kjörtímabilsins að pólitíkin er í minna mæli fyrirsjáanleg en oftast nær áður við þær aðstæður. Óvæntir atburðir liggja að vísu ekki í loftinu. En að ýmsu leyti sýnist margt vera á huldu um hvert stefnir.

Verkefni umhverfisverndar

Ýmsir flögguðu á fimmtudaginn, sumir í heila stöng og aðrir í hálfa. Þann dag hófst fylling Hálslóns eins og alþjóð veit. Snarpar umræður og deilur um þessa stóru framkvæmd hafa staðið í mörg ár og nú er mál að linni.

Vistunarmat aldraðra og ráðvilla

Þingmönnum, embættismönnum í heilbr.- og tryggingaráðuneytinu og reyndar öllum áhugamönnum um málefni aldraðra, er vinsamlegast bent á að lesa greinar eftir framkvæmdastjóra Sóltúns, Önnu Birnu Jensdóttur, sem birtust af og til á síðum Morgunblaðsins seinni hluta síðasta árs og auðvelt er að nálgast.

Er ástæða til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða?

Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á.

Með og á móti virkjun

Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun – að það magnast fremur en hitt – og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun...

Örkin hans Ómars

Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda.

Stýrihópsskýrslan örskref í rétta átt

Ríkisstjórn sem sjálf hefur staðið að markaðsvæðingu fjármálakerfisins með einkavæðingu er í mótsögn við sjálfa sig þegar hún heldur ríkinu sjálfu sem stórum þátttakanda á lánamarkaði.

Leyndarhyggja og aumingjalegur samningur

Það væri gaman að frétta af því ef einhver umræða um stjórnmál fer fram í ríkisstjórnarflokkunum á Íslandi. Tökum til dæmis varnarmálin. Hefur yfirleitt verið rætt um þau í stjórnarflokkunum, áður en formennirnir dúkkuðu upp með hið nýja samkomulag um varnir Íslands?

Herlaust Ísland

Það hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt bandarískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær.

Húsnæðið okkar og hagstjórnin

Við Íslendingar erum alls ekki þeir einu sem hafa orðið vitni að því að húsnæði hækki mjög mikið í verði á síðustu árum. Sama hefur til dæmis gerst í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Það húmar að hausti

Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var uppskera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar.

Glæpur og refsing

Í Héraðsdómi Reykjavíkur bar það við að í byrjun vikunnar féll dómur í manndrápsmáli sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að hinum ákærða væri metið til refsilækkunar að fréttir höfðu verið fluttar af máli hans, eða eins og Jónas Jóhannsson héraðsdómari orðaði það "vegna þess hve óvægna umfjöllun ákærði hefur sannanlega hlotið fyrir atlöguna hjá einstökum fjölmiðlum".

Haftastefna í landbúnaði

Birgir Tjörvi Pétursson skrifar

Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja.

Varnarsamstarf áfram

Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir.

Forvarnir eru mikilvægar

Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar vísindaferðir háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær áfengisferðir, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð.

Mannlegt eðli og allsnægtir

Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum.

Arfleifð Kárahnjúkavirkjunar

Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er hægt að skoða þau sem vísbendingu um viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni.

Aftur á þjóðvegi eitt

Mála sannast er að nú eru þáttaskil í varnar- og öryggismálum landsins. Varnarlið Bandarkjanna er farið af vettvangi. Varnarsamningurinn stendur þar á móti með nýjum pólitískum markmiðsyfirlýsingum og viðfangsefnum í samræmi við breyttar aðstæður.

Lægra matarverð

Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar.

Hugrekki Ómars

Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt.

Sýnir ógöngur Íraksstefnu Bush

Þessar niðurstöður koma fáum sem fylgjast með alþjóðamálum á óvart. Þær eru hins vegar í augljósri mótsögn við þá mynd sem ríkisstjórn George W. Bush hefur viljað halda fram um afleiðingar innrásarinnar í Írak.

NFS (2005 2006)

Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélags­umræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku.

Ofbeldi án refsingar

Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttar­lausa afstöðu, að fara sænsku leiðina.

Vændi er neyð

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn.

Sjómennskan er ekkert grín

Þá helltist yfir mig sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki. Og þá gerði ég mistök. Í stað þess að fara og borða, sem hefði kannski bjargað mér, þá ákvað ég að fara niður í káetu og sjá hvort þetta rjátlaðist ekki af mér. Við tóku tveir ömurlegustu sólarhringar sem ég hafði lifað. Ég man þetta meira og minna í móðu. Ég reyndi að koma mér í vinnu því ég skammaðist mín fyrir vesaldómin.

Árangurslaus peningastefna

Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni.

Hilmar Örn áfram í Skálholti!

Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.

Námsefnisgerð fyrir grunnskóla

Heldur finnst mér Illugi gera lítið úr öllu þessu starfi þegar hann talar um að kennarar geti sjálfir búið til námsgögn og selt þau til annarra skóla. Það hljómar eins og þeir geti setið við tölvuna sína og samið texta, náð sér í myndir, prentað út, heft saman og selt til hinna skólanna.

Hagsmunir fólks eða flokka?

Ýmsir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frásagna af uppruna góðra málefna.

Lífið er súludans

Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima.

September-umferðin

Dagur B. Eggertsson skrifar

Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk.

Menning og markaðshyggja

Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði?

Vatnajökull; eldrisi undir stjórn Landsvirkjunar?

Í Fréttablaðinu sunnudaginn 27. ágúst birtist ágæt umfjöllun um bráðnun um Vatnajökuls og áhrif á Kárahnjúkavirkjun. Þar er haft eftir Sveinbirni Björnssyni, sérfræðingi hjá Landsvirkjun, að síðasta flóð í Jökulsá á Brú, sem sé líkleg afleiðing af eldgosi undir jöklinum, liggi undir öskulagi frá árinu 1158.

Sjá næstu 50 greinar