Fleiri fréttir

Í of áberandi kjól fyrir Versali

Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Nýjum stílum og bikiní frá Swimslow fagnað í Andrá

Sundfatamerkið Swimslow fagnar fimm ára afmæli í ár og heldur upp á áfangann með því að bæta við þremur nýjum stílum af sundbolum og loksins bikiníi. Silja Magg myndaði nýja herferð íslenska merkisins. 

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Bónus gefur út fatalínu

Bónus hefur gefið út fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum en hluti af línunni er hannaður til þess að heiðra gamla grísinn. Baldur Ólafsson og Sigurður Bragason, grafískur hönnuður hjá Bónus, eru mennirnir á bak við línuna.

„Madame Butter­fly“ er látin

Japanski fatahönnuðurinn Hanae Mori, sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, er látin, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku.

„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“

Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tískufrömuðurinn Issey Miyake látinn

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést af völdum krabbameins í lifur á föstudag og hefur jarðarför hans þegar farið fram í kyrrþey, segja japanskir fréttamiðlar.

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“

Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“

Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá næstu 50 fréttir