Fleiri fréttir

Ferð án fyrirheits

Söngvaskáld hafa lengi nýtt sér kvæði Steins Steinarr við lagasmíðar. Í kvöld verður hnykkur á ferð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns þegar fyrri tónleikar af tveimur helgaðir lögum við ljóð Steins verða í Gamla bíói - Íslensku óperunni - á vegum Listahátíðar í Reykjavík.

HAM stækkar punginn

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi."

Coldplay í tónleikaferð í sumar

Hljómsveitin Coldplay tilkynnti í dag um fyrirhugaða tónleikaferð sveitarinn. Tónleikaferðin ber heitið Viva La Vida, og hefst hún í Philadelphiu þann 29.júní og lýkur í Salt Lake City þann 22.nóvember.

Beck með nýja plötu

Goðsögnin Beck er farinn aftur af stað eftir nokkurt hlé. Hvorki upplýsingafulltrúi hans né útgáfufyrirtæki vilja staðfesta að nýja plata sé á leiðinni. MTV News segjast þó hafa heimildir fyrir því að ný plata komi út á næstu 4-6 vikum.

Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum

Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík.

Páll Óskar mokaði inn verðlaunum

Páll Óskar Hjálmtýsson vann öll verðlaun sem hann hugsanlega gat á hlustendaverðlaunum FM 957 í Háskólabíói um helgina. Palli var tilnefndur sem besti söngvari ársins, besti sólóartistinn, bestur á sviði, og fyrir besta lag og plötu ársins og hlaut verðlaunin í öllum þeim flokkum.

Sjá næstu 50 fréttir