Fleiri fréttir

Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega

Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu.

Þín eigin útvarpsstöð í vasanum

Viðskiptavinir 3G þjónustu Símans geta nú hlustað á fleiri en 50 þúsund lög beint af tónlist.is á hraða og gæðum sem ekki hafa þekkst áður. Nú getur viðskiptavinurinn hlustað á lagalistana sína, netlistann eða nýjustu plöturnar hvar og hvenær sem er í símanum.

Englabörn út í geiminn

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fær sjö af tíu mögulegum fyrir plötu sína Englabörn í breska tónlistartímaritinu NME. Platan, sem var samin fyrri samnefnt leikrit, var nýverið endurútgefin hjá breska útgáfufyrirtækinu 4AD en hún kom fyrst út árið 2002 á vegum Touch-útgáfunnar.

Forhlustun á nýjustu plötu Páls Óskars

,,Allt fyrir Ástina", fyrsta dansplata Páls Óskars síðan árið 1999 kemur út miðvikudaginn 7. nóvember næstkomandi. Notendum tónlist.is gefst nú tækifæri til að hlusta á plötuna í heild sinni áður en hún kemur út.

Sjá næstu 50 fréttir