Fleiri fréttir

Brosandi Bubbi

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Rafveituheimilinu við Elliðaárdal í gær var gleðin við völd og Bubbi syngjandi glaður...

Arnar Gauti og Jóhanna opna tískuskóla í Ármúla

Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjórar Elite á Íslandi, opna nýjan tískuskóla, Elite Fashion Academy, í lok nóvember. Skólinn hyggst bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, fegurð og heilsu.

Dansaði inn kirkjugólfið við tóna Beyoncé

"Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið,“ segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé.

Coen skrifar einþáttunga

Ethan Coen, annar úr Coen-tvíeykinu, hefur skrifað röð einþáttunga sem settir verða upp í New York í næsta mánuði. Verkin þrjú kallast því skemmtilega nafni „Gleðistundin“ eða Happy Hour en það er leiklistarhópurinn Atlantic Theater Group sem setur verkin upp. Þetta er í þriðja sinn sem röð einþáttunga eftir Ethan verður sett á svið en Happy Hour verður frumsýndur 16. nóvember.

Borgríki rýfur tíu þúsund gesta múrinn

Íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa tekið spennumyndinni Borgríki opnum örmum. Myndin var frumsýnd fyrir tveimur vikum síðan og hefur haldið góðri aðsókn frá frumsýningu. Nú í vikunni rauf hún tíu þúsund gesta múrinn og ekkert lát virðist á aðsókninni.

Mikið rétt selebin mættu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Gamla bíó í gærkvöldi á frumsýningu uppistandsins Steini, Pési og gaur á trommu...

Yrsa Sigurðardóttir heillar Þjóðverja

„Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem nýjasta bók Yrsu hefur fengið í Þýskalandi. Nú er bara að sjá hvernig Ég man þig spjarar sig í öðrum löndum,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Veröld.

The Doors rukkaði Stefán Mána

„Þetta er fyndið. Hefði ég verið með lag með Skítamóral hefði ég ekki þurft að borga neitt,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson.

Ljúfur og trylltur Tom Waits

Síðasta mánudag sendi Tom Waits frá sér plötuna Bad as Me, en hún er hans fyrsta plata með nýju efni síðan meistaraverkið Real Gone kom út fyrir sjö árum. Trausti Júlíusson skoðaði þennan umdeilda listamann.

Ungar stúlkur herja á Hollywood

Ungar leikkonur herja nú á rauðu dreglana í Hollywood og vekja verðskuldaða athygli fyrir fágaðan fatastíl. Tískuritin skiptast á að hampa þeim Elizabeth Olsen, Elle Fanning og Chloë Moretz, sem einnig fá góða dóma fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu.

Tinni fyrsta hlutverk Þorsteins

Kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Einn Íslendingur þekkir sennilega hlutverk hins bráðsnjalla Tinna best en það er Þorsteinn Bachmann leikari.

Margrét Pála gefur út bók

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og höfundur Hjallastefnunnar, sendir frá sér bók um uppeldi barna í næsta mánuði. Bókin kallast Uppeldi er ævintýri og kemur út 10. nóvember hjá Bókafélaginu.

Kóngurinn í kvikmyndum

Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg.

Fær aðstoð frá stílista

Leikkonan Leighton Meester er ávallt smekkleg og fallega klædd og þakkar hún stílista sínum fyrir það. Leikkonan fylgist líka með nýjustu tísku sjálf og er tíður gestur á fremsta bekk tískusýninga.

Stallone sakaður um stuld

Handritshöfundurinn Marcus Webb hefur stefnt hasarhetjunni Sylvester Stallone fyrir hugverkaþjófnað fyrir héraðsdómi New York-borgar á Manhattan. Webb sakar Stallone um að hafa stolið frá sér hugmyndinni að The Expendables og hefur lagt fram handrit að kvikmyndinni The Cordoba Caper máli sínu til stuðnings.

Staðfestir óléttuna

„Já, ég er ólétt“ er fyrirsögnin á forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs OK Magazine, en þar staðfestir söngkonan Jessica Simpson að hún beri barn undir belti. Kjaftasögur þess efnis hafa verið ansi háværar undanfarið og er talið að OK Magazine hafi borgað rúmar 57 milljónir íslenskra króna fyrir að fá að segja fréttirnar.

Ekkert megrunarkjaftæði

Borghildur Sverrisdóttir stofnandi HeilsuAsks veit hvað hún syngur þegar kemur að mataræði en hún hefur starfað sem þolfimikennari og heilsupistlahöfundur í rúm 7 ár...

Skilin eftir tvo mánuði

Tara Reid tilkynnti nýverið að hún og eiginmaður hennar til tveggja mánaða væru skilin. Reid sló í gegn á tíunda áratugnum fyrir leik sinn í gamanmyndunum American Pie.

Sigríður gerist hrekkjusvín

„Ég er svo mikill adrenalínfíkill að þetta leggst bara vel í mig,“ segir leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem þessa dagana situr með nefið ofan í handriti leikritsins Hrekkjusvínanna.

Fatalína Salander

Sænski fatarisinn H&M hefur náð samningum við búningahönnuð kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur um að setja á markað föt sem verða innblásin af fatastíl Lisbeth Salander í myndinni.

Sér eftir lýtaaðgerð

Denise Richards harmar það að hafa gengist undir brjóstastækkun þegar hún var ung. Leikkonan segist full af sjálfstrausti í dag en var það ekki á sínum yngri árum.

Lopez brotnaði niður

Jennifer Lopez brotnaði saman á tónleikum í Connecticut á laugardaginn er hún söng lög sem hún hefur samið um fyrrverandi elskhuga sína...

Eiga von á barni saman

Bruce Willis og eiginkona hans, Emma Heming, eiga von á barni saman. Willis er þekktastur fyrir leik sinn í Die Hard-kvikmyndunum og á fyrir þrjár dætur með leikkonunni Demi Moore.

Serranos-tvíeykið snýr sér að sterkum asískum mat

„Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano.

Sumir verða fallegri með hverju árinu

Kannski eru aldrei réttu andartökin, réttu mennirnir eða réttu svörin! Kannski eigum við bara að hlusta betur á hjartað, lét Sarah Jessica Parker hafa eftir sér...

Saturdays-stúlka fékk lungnabólgu á Íslandi

Söngferill Frankie Sandford, sem er einn meðlima stúlknasveitarinnar The Saturdays, gæti verið í hættu vegna lungnabólgu sem hefur haldið henni frá störfum að undanförnu.

Djammar með Diddy

Leikkonan Cameron Diaz virðist ekki gráta sambandsslit sín og hafnaboltamannsins Alex Rodriguez. Hún sást nýlega skemmta sér með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Sean „Diddy“ Combs, og öðrum.

Depp tróð upp í Texas

Leikarinn Johnny Depp kemur sífellt á óvart, en á dögunum sló hann upp óvæntum tónleikum á bar í Texas. Depp er staddur vestanhafs til að kynna mynd sína The Rum Diary og ákvað að hitta félaga sinn Bill Carter og spila með honum í 90 mínútur fyrir bargesti. Barinn fylltist á örskotsstundu þegar fréttist af tónleikum Depps, sem er liðtækur gítarleikari.

Óskarsilmur af Húshjálpinni

Kvikmyndin The Help, eða Húshjálpin, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina, en myndin hefur fengið lofsamlega dóma og mikla aðsókn í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á samnefndri bók Kathryn Stockett sem kom út fyrir skemmstu á vegum Forlagsins í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin er fyrsta skáldsaga Stockett, en hún vakti strax athygli þegar hún kom út 2009 og sat í margar vikur á metsölulista New York Times.

Brynjar Már verður að vakna sjálfur

„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum.

Metallica í hljóðveri

Meðlimir Metallica eru þegar farnir að vinna að næstu plötu sveitarinnar. Bassaleikarinn Rob Trujillo greindi frá þessu í viðtali og sagði drengina hafa verið „upptekna við að semja og taka upp“.

Áfengi drap Winehouse

Amy Winehouse lést eftir óhóflega áfengisneyslu, en ekki eftir áfengisfráhvörf eins og var haldið fram í fyrstu.

Harðjaxl hættir við Expendables 2

Mickey Rourke hefur dregið sig út úr The Expendables 2 og mun því ekki endurtaka leikinn sem húðflúrkappinn Tool. Samkvæmt vefsíðunni Deadline.com þótti leikaranum launin ekki nægilega há. Hann hefur því hafið samningaviðræður við leikstjórann Martin McDonagh um að leika í myndinni Seven Psychopaths.

Leðurblökumanninum ákaft fagnað

Nýr tölvuleikur um Leðurblökumanninn er stærsta mál tölvuleikjaheimsins þessa dagana. Aðdáendur hans gátu hins vegar ekki beðið og slógu í síðustu viku upp grímuballi í miðborg Reykjavíkur þar sem alls kyns kynjaverur úr Batman-heiminum mættu til leiks.

Leynileg Tinna-sýning mæltist vel fyrir

Boðið var upp á leynilega Tinna-sýningu í Smárabíói á fimmtudag þegar stórmyndin Ævintýri Tinna var sýnd. Þar leiða saman hesta sína þeir Steven Spielberg og Peter Jackson í magnaðri útfærslu af þessu sígilda ævintýri Hergé.

Flottustu konur Hollywood mættu til Elle

Tímaritið Elle heiðraði á dögunum konur í Hollywood og létu margar af flottustu konum kvikmyndabransans sjá sig á rauða dreglinum. Barbara Streisand tók við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmynda og tónlistar en það var leikstjórinn Kathryn Bigelow sem afhenti Streisand verðlaunin.

Snilldar hárgreiðsla á 2 mínútum

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helena Hólm hársnyrtimeistari auðvelda og fljótlega hárgreiðslu þar sem nokkrar spennur, bursti og hárlakk koma við sögu...

Anita Briem gistir í húsi Louisu Matthíasdóttur

Anita Briem undirbýr sig nú af kappi fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Kill The Poet sem sjónvarpsmógúllinn fyrrverandi Jón Óttar Ragnarsson leikstýrir. Anita leikur listakonuna Louisu Matthíasdóttur og hefur leikkonan áður lýst því yfir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig að hreppa hlutverkið.

Hleypur ekki í spik

Gylfi Einarsson, fyrirliði Árbæjarliðsins Fylkis og fyrrverandi atvinnumaður í Englandi og Noregi, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Írar heiðra Courtney Love

Rokkpían Courtney Love, söngkona hljómsveitarinnar Hole, var á dögunum heiðruð af heimspekideild Trinity-háskólans í Dublin. Love fékk sérstaka orðu og flutti ræðu við hátíðlega athöfn í skólanum. Þá gaf hún sér tíma til að spjalla við nemendur skólans.

Frægir styrkja gott málefni

Það voru mörg fræg nöfn á gestalista góðgerðakvöldverðar sem haldinn var til styrktar Gabrielle Angel Foundation sem styrkir rannsóknir á krabbameini. Til að mynda mátti sjá sænsku prinsessuna Madeleine í sínu fínasta pússi en kjóll hennar þótti nokkuð líkur kjól raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian en báðar klæddust þau svörtum og hvítum kjól.

Sjá næstu 50 fréttir