Fleiri fréttir

Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi.

Geggjuð íbúð og enn flottari svalir

Arnar Már Davíðsson, eigandi Ketchup sem er bæði framleiðslufyrirtæki og auglýsingastofa, tók fallega íbúð í gegn við Njálsgötu í miðborg Reykjavíkur ásamt unnustu sinni Brynju Kúlu Guðmundsdóttur.

Klæddi sig upp sem Halldór Benjamín á öskudaginn

Þó svo að öskudagurinn sé hvað mest fyrir krakkana þá tekur að sjálfsögðu mikið af fullorðnu fólki þátt í hátíðarhöldunum. Lögmaðurinn Konráð Jónsson er einn þeirra sem tók þátt en hann fékk innblástur frá kjaradeilunni fyrir sinn búning.

Fölsk ekkja étur lifandi dverg­snjáldru

Vísindamenn við Háskólann í Galway á Írlandi birtu nýlega myndband af falskri ekkju (e. False Widow Spider) að éta dvergsnjáldru. Snjáldran er friðuð á Írlandi en köngulóin hefur aldrei áður sést ráðast á hana. 

Hefur aldrei fundið fyrir fordómum

„Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi.

Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu

Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay.

Vilt þú spila Warzone með Babe Patrol?

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að spila einkaleik með áhorfendum í Warzone í kvöld. Því þurfa þær að safna liði en þeir sem hafa áhuga á að spila með þurfa að stilla inn á Twitch klukkan níu í kvöld.

Nanna Bryndís sóló á Airwaves

Tuttugu og tveir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni hafa nú verið tilkynntir. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún kemur fram undir nafni sólóverkefnis síns, Nanna, hér á landi.

Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með

Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig

Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi.

Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks

Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra.

Kendall Jenner og Bad Bunny sögð stinga saman nefjum

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny virðast vera að slá sér upp saman. Heimildir slúðurmiðla herma að þau hafi sést kyssast fyrr í vikunni hafi síðan þá sést saman á stefnumóti í Los Angeles. 

Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook

„Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“

Stjórinn: Barist á botninum

Baráttan á botninum í ensku Úrvalsdeildinni heldur áfram hjá Stjórunum í kvöld. Störf þeirra hanga á bláþræði og það er til mikils að vinna eða tapa.

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum

„Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana.

„Það má engin al­vöru matar­á­huga­manneskja missa af þessu“

Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnað fyrir bókanir á Food & fun hátíðina sem verður haldin fyrsta til fjórða mars næstkomandi. Verður þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur legið í dvala síðustu tvö ár vegna Covid-19 faraldursins.

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Með blæti fyrir Herjólfs­götunni

Í þættinum Draumaheimilinu á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með leit þeirra Ólafar Körlu Þórisdóttur og Daða Erni Jenssyni að nýrri eign en þau bjuggu áður í innri Njarðvík en vildu færa sig í Hafnarfjörðin til að vera nær fjölskyldunni. Parið skoðaði þrjár mismunandi eignir í þættinum og fundu síðan að lokum draumaheimilið.

Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna

Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær.

Skyn­víkkunar­rokkarar með skæting snúa aftur

Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi.

Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni

„Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða.

Bróðir Hayden Panetti­ere látinn

Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere.

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Bollu­sæl­keri hefur smakkað tugi rjóma­bolla í dag

Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur.

Sjá næstu 50 fréttir