Fleiri fréttir

Stormasamt einkalíf prinsins sem enn á eftir að verða konungur

Karl Bretaprins fæddist þann 14. nóvember 1948 og fagnar því sjötugsafmæli sínu í dag. Hann stendur frammi fyrir einum stærstu tímamótum ævi sinnar en óhætt er að fullyrða að hann verði krýndur konungur einhvern tímann á næstu árum.

Fyrsti íslenski vestrinn kominn

Það hlaut að koma að því að fyrsti íslenski vestrinn liti dagsins ljós. Um er að ræða skáldsöguna Hefnd eftir lögfræðinginn Kára Valtýsson sem fjallar um Íslending sem verður byssubrandur vestra.

Rocky Horror sýnt í desember

Tveimur aukasýningum á söngleiknum Rocky Horr­or hefur verið bætt við á Stóra sviði Borgarleikhússins

Fjörið hefst í apríl

Fyrsti þáttur síðustu þáttaraðar Game of Thrones verður sýndur í apríl.

Fjölskyldustemning í risastóru batteríi

Þrír Íslendingar leika í Harry Potter-framhaldsmyndinni, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Ingvar E., sem leikur Grimmson, segir að þrátt fyrir stærð verkefnisins hafi ríkt góður andi á settinu

Dagbók Bents: Getur verið að Norðmenn séu minna töff en ég hélt?

Diskó friskó, diskó friskó - Ég er í afmælisveislu að öskursyngja með hinum gestunum. Svona eins og Bretar djamma. Við syngjum öll illa. Í upphafi kvölds er gott að setja baseline-ið svona ógeðslega neðarlega, hafa söng viðmiðin lág, þannig mun maður almennilega kunna að meta þessa stórkostlegu söngvara sem eru að spila á hátíðinni á eftir.

Glæný stikla úr Toy Story 4

Aðdáendur Toy Story geta fagnað því ákveðið hefur verið að frumsýna Toy Story 4 21. júní á næsta ári.

Hvaða sundlaug er sú besta á landinu?

Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hjörvar Hafliðason og Ríkharð Óskar Guðnason í Brennslunni á FM 957 ræddu í morgun um það hvaða sundlaug væri besta sundlaug landsins.

Donna Cruz ældi úr stressi eftir prufuna

Þau Donna Cruz og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hoppuðu bæði á tækifærið þegar þeim bauðst að leika í stórri íslenskri mynd með Kötlu Margréti Þorsteinsdóttur, Þorsteini Bachman og Birni Hlyni Haraldssyni.

Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer

Þungarokkshljómsveitin Skálmöld, sem nýverið gaf út plötuna Sorgir, spilar í sumar á Graspop-þungarokkshátíðinni þar sem margar af stærstu þungarokkssveitum heims koma fram. Snæbjörn Ragnarsson var búinn að gleyma að hann hefði verið bókaður á hátíðina.

Fólkið á Airwaves: Náttúran heillaði mig

Matthew Moore frá Kanada er að hlýja sér og sýpur á heitu tei þegar að blaðamann ber að garði. Matthew er skiptinemi við Háskóla Íslands í eina önn en þetta er í fjórða skiptið sem hann fer á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.

Fólkið á Airwaves: „Besta kvöld lífs míns“

Maren og Mitchell voru bæði enn að jafna sig eftir að hafa séð Eivöru í annað skiptið á hátíðinni. Maren er upprunalega frá Alaska en býr nú í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum en Mitchell er frá Chicago. Þetta er fyrsta Iceland Airwaves hátíð þeirra beggja.

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir