Fleiri fréttir

Gamalt lag Quarashi grafið upp

„Þetta er týpískt Quarashi-lag frá þessum tíma,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi.

Nei nú er nóg komið - borðaðu!

Leikkonan Demi Moore, 48 ára, stillti sér upp klædd í Chanel kjól á rauða dreglinum. Eins og myndirnar sýna hefur leikkonan vægast sagt hrunið í þyngd...

Hætti myndlistarnámi og réði sig á norskan togara

„Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara.

Kim ert þetta þú?

Kim Kardashian, 30 ára, var á ferðinni með vinkonum sínum í New York með risastór sólgleraugu sem huldu stóran hluta af andliti hennar og hatt á höfði...

Rokkarar til Frakklands

Þrjár íslenskar þungarokkssveitir fara í tónleikaferð til Frakklands í byrjun október. Hljómsveitirnar eru Angist, sem lenti í öðru sæti í keppninni Wacken Metal Battle, Momentum og Moldun.

Jóhanna Guðrún horfir til Noregs

„Við viljum bara sjá hvernig gengur, það er fullt af tækifærum þarna. Svo býr umboðsmaðurinn minn þarna,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, ein vinsælasta söngkona landsins.

Sinnti veikum manni í flugvél

Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar.

Þarna var sko stuð

Eins og myndirnar sýna var húsfyllir á konukvöldi BeMonroe Icelandic design og Tildur redesign á skemmtistaðnum Hvíta Riddaranum í Mosfellsbæ.

Útgáfutónleikar hjá Felix

Felix Bergsson heldur fyrri útgáfutónleika sína af tvennum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Felix gaf nýverið út plötuna Þögul nóttin en þar syngur hann ný lög við ástarljóð Páls Ólafssonar. Meðal lagahöfunda á disknum eru Jón Ólafsson og Magnús Þór Sigmundsson en sérstakir gestir á tónleikunum verða þær Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

Vill vinna aftur með Feist

Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu.

Skammast sín fyrir fatastílinn

Poppstjarnan Justin Timberlake skammast sín fyrir fötin sem hann klæddist þegar hann var meðlimur í hljómsveitinni N'Sync.

Pikkfastir í fortíðinni

Tvöfaldur stuðpakki frá bestu starfandi sixtís hljómsveit landsins. Frumsömdu lögin þeirra eru mörg ágæt og ábreiðurnar eru fínn kaupauki. Vax er samt hljómsveit sem er pikkföst í fortíðinni.

Björgvin leitar að ungum söngvara í Íslandi í dag

Björgvin leitar að ungum söngvara til að taka þátt í jólatónleikum sínum og fær sá heppni að syngja með helstu poppstjörnum landsins. Leitin verður sýnd í Íslandi í dag og þar gefst fólki kærkomið tækifæri til að sjá sjálfan Bó sitja í dómarasætinu.

Paul Young er hófsöm poppstjarna

Paul Young er ekki með neinar stórvægilegar kröfur varðandi eigin aðbúnað, hann hefur til að mynda ekki óskað eftir svítu né herbergi fyrir aðstoðarmann sinn en slíkt er víst ákaflega algengt hjá þeim stjörnum sem hingað koma.

Yesmine syngur frumsamið lag á hindí

Yesmine Olsson, dansari og ástríðukokkur, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Ásamt því að setja upp Bollywood sýningu í Hörpunni í nóvember vinnur hún að nýjum matreiðsluþætti fyrir RÚV og skipuleggur viðburð í tengslum við Riff kvikmyndahátíðina.

Býr til skart úr íslenskri náttúru

Það er svo mikið til af fallegum steinum hérna við strendur Íslands og þeir eru allir með ofboðslega yndislegri orku, segir Henný Ásmundsdóttir skartgripahönnuður...

Ef þetta kallast ekki útgeislun

Sarah Jessica Parker, 46 ára, stillti sér upp á frumsýningu óperunnar Ocean's Kingdom í New York klædd í blúndukjól eftir Stellu McCartney. Pabbi Stellu, Bítillinn Paul McCartney samdi tónlist verksins og Stella hannaði búningana. Þá má sjá Söruh í bleikum jakka á röltinu um götur New York.

Kynlíf, dóp og rokk og ról

Endurminningar þekktra tónlistarmanna hafa verið vinsælar í gegnum tíðina. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkrar erlendar sjálfsævisögur sem eru nýkomnar út eða eru væntanlegar á næsta ári.

Watts minnist Ledgers

Leikkonan Naomi Watts opnaði sig í fyrsta sinn um samband sitt og leikarans Heith Ledgers í viðtali við tímaritið More. Ledger lést árið 2008, aðeins 28 ára að aldri.

Vanþekking á ávöxtum leiddi þá saman

"Við Pétur ætlum að rugla saman reitum," segir grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Þorsteinn vinnur nú að uppistandssýningu með öðrum grínista og ekki síðri; Pétri Jóhanni Sigfússyni ásamt trommaranum knáa Helga Svavari Helgasyni. Sýningin verður á sviði Gamla bíós og hefst í lok október eða byrjun nóvember.

Óskar kominn á samning ytra

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Þór Axelsson er kominn í ansi góðan hóp kvikmyndagerðarmanna því hann skrifaði nýlega undir samning við umboðsskrifstofuna William Morris Endeavor sem er sú stærsta í heiminum. Meðal skjólstæðinga skrifstofunnar eru leikstjórar á borð við Michael Bay, Tim Burton, Michael Moore, Aaron Sorkin og Quentin Tarantino og leikara eins og Ben Affleck, Amy Adams og Charlize Theron.

Ó já þú rokkar í rauðu gallabuxunum

Leikkonan Leighton Meester, 25 ára, sem fer með hlutverk Blair í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, var mynduð ásamt vinkonum sínum í New York í gær, sunnudag. Blair og ég erum ekkert líkar þegar kemur að sjálfsmati því hún veitir óöryggi sínu allt of mikla athygli, sagði Leighton spurð hvort hún væri lík Blair. Eins og sjá má á myndunum var Leighton klædd í rauðar gallabuxur með hatt á höfði. Þá má líka sjá stelpuna uppábúna í myndasafni.

Blása á skilnaðarsögur

Hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith brosa blítt til ljósmyndara þessa dagana og það sama má segja um börnin þeirra en meðfylgjandi myndir voru teknar...

Kasólétt í ræðustól á bókamessunni í Frankfurt

„Ég á að eiga seint í nóvember en það er ekkert að mér, ég er mjög lipur og fer allra minna ferða sjálf. Ég hef ekkert tekið þann pólinn í hæðina að leggjast með tærnar upp í loft heldur hef ég bara verið mjög vinnufær síðustu daga,“ segir rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir.

Krakkar kyssa ævisögu Biebers

„Hún er búin að ganga ótrúlega vel. Við förum í endurprentun áður en við vitum af,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu. Ævisaga popparans Justins Bieber hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum hans hér á landi síðan hún kom út fyrir mánuði. Fyrsta upplagið var upp á tvö þúsund eintök og er það í þann mund að klárast.

Úr blúndu í latex

Leikkonan Anne Hathaway, 28 ára, var klædd í kattarkonugallann við tökur á næstu Batman kvikmyndinni The Dark Knight Rises með leikurunum Christian Bale og Gary Oldman. Þá má sjá Anne klædda í Alexander McQueen blúndukjól þegar hún kynnti nýju kvikmyndina sína One Day.

Meðal fimm fremstu

Friðrik Steinn Friðriksson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá LHÍ í vor. Hann braut upp staðlað form fótboltamarksins í útskriftarverkefni sínu og vakti með því athygli virts hönnunartímarits.

Mynd Hugleiks ferðast víða

„Þessi mynd er orðin eitthvað sem kallast internet meme,“ segir skopteiknarinn og grínistinn Hugleikur Dagsson.

Á annan veg fékk góðar viðtökur í San Sebastian

„Þetta gekk ótrúlega vel og myndin fékk mjög góð viðbrögð,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi myndarinnar Á annan veg. Myndin var sýnd á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni í vikunni en hún keppir í svokölluðum New Directors Award-flokki. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, 15 milljónir íslenskra króna, sem skiptast bróðurlega milli leikstjóra sigurmyndarinnar og spænsks dreifingaraðila sem dreifir myndinni í spænsk kvikmyndahús.

Aðdáendur leiðir á Stones

Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, býst við því að meira að segja aðdáendur sveitarinnar verði orðnir leiðir á henni undir lok næsta árs. Hljómsveitin fagnar fimmtíu ára afmæli sínu á næsta ári. „Ég veit ekki hvernig haldið verður upp á afmælið. Ég er viss um að þið verðið að einhverju leyti orðin leið á Stones undir loks næsta árs. Fólk vill halda sýningar, gera sjónvarpsþætti og heimildarmyndir þannig að við þurfum að skoða þessi mál. Kannski förum við í tónleikaferð en eins og staðan er núna er ekkert ákveðið,“ sagði Jagger.

Tvítugur strákur frá Bosníu slær í gegn sem kvenfyrirsæta

Ein vinsælasta fyrirsætan á tískuvikunni í New York var Andrei Pejic, tvítugur strákur frá Bosníu. Pejic gefur stallsystrum sínum í fyrirsætubransanum ekkert eftir þrátt fyrir að vera af hinu kyninu og þykir bera dömufatnað með sóma.

Vel vöxuð

Söngkonan Fergie, 36 ára, var klædd í kirsuberjalitaðan silkikjól eftir Zuhair Murad þegar vaxmynd af henni var afhjúpuð á Madame Tussauds safninu í Las vegas. Með Fergie voru foreldrar hennar og systir.

Dömulegt í London

Það var aðeins öðruvísi blær yfir sumartískunni í London en þeirri sem maður sá í New York í seinustu viku. Dömulegur fatnaður þar sem hnésíddin var áberandi í buxum, pilsum og kjólum en með sportlegu ívafi. Það er greinilegt að íþróttalegur blær verður yfir sumartískunni 2012.

Quarashi gefur út safnplötu

Rappsveitin Quarashi gefur út safnplötu með bestu lögum sínum fyrir jólin. Um er að ræða þriggja diska pakka, tvo geisladiska og einn DVD-disk, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu sveitarinnar.

Kynnir EP-plötu í kirkju

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur hinn 24. nóvember tónleika í lítilli kirkju í London sem nefnist St. Pancras Old Church. Tónleikarnir verða haldnir til kynningar á nýrri EP-plötu hennar, Ólöf Sings, sem kemur út 7. nóvember. Hún hefur að geyma útgáfur Ólafar á lögum eftir tónlistarmenn á borð við Bob Dylan, Neil Diamond og Arthur Russell. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, sem býr í London, ætlar að hita upp fyrir Ólöfu. Hann gaf nýverið út sína aðra sólóplötu, Winter Sun. Önnur sólóplata, Ólafar, Innundir skinni, kom út fyrir ári.

Jakob Frímann gerist trúbador

„Ég geng að þessu kvíðalaust sem öðru. Maður á aldrei að vera hræddur við að ögra sjálfum sér,“ segir Jakob Frímann Magnússon.

Frægir tökustaðir kortlagðir

Hægt er að finna tökustaði íslenskra og erlendra bíómynda á síðunni Kvikmyndir.is með aðstoð Google Maps. „Kominn tími til að deila þessu á netinu," segir Eysteinn Guðni Guðnason.

Vikulegt kynlíf

Við stunduðum kynlíf fyrstu nóttina sem við hittumst með aðra stúlku með okkur og það var yndislegt..

Sjá næstu 50 fréttir