Fleiri fréttir

Gillz hannar símaskrána

Já og Egill „Gillz“ Einarsson skrifuðu í dag undir samkomulag um að Egill verði meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum bókarinnar. Bókasamningarnir gerast varla stærri en þessi, því með honum tryggir Egill sér dreifingu í 150.000 eintökum. Símaskráin er stærsta einstaka bókaútgáfa hvers árs og sýna kannanir að hún berst inn á meirihluta heimila á landinu og er notuð af langstærstum hluta landsmanna. Umsókn Egils um aðgang að Rithöfundasambandinu hefur verið nokkuð í fjölmiðlum síðustu daga og má búast við að þessi nýjasti samningur styrki umsóknina umtalsvert, enda ekki algengt að rithöfundar fái svo umfangsmikla dreifingu. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar það kom í fréttunum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamningurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kominn tími til,“ segir Egill Einarsson.

Með húðvandamál eins og aðrir

Breska söngkonan Pixie Lott, 19 ára, segir það ekki sjálfgefið að vera með fína mjúka húð þrátt fyrir að andlitskremin séu óteljandi þarna úti. Þrátt fyrir að vera stórglæsileg í öllum tónlistarmyndböndunum sínum segir Pixie að hún þurfi að leggja sig virkilega fram við að líta vel út. Hún segist fá unglinabólur eins og aðrir unglingar en hún notar rakakrem á andlitið sem hjálpar henni að viðhalda sléttri og unglegri húð. Það er erfitt að vera alltaf sléttur og bólulaus þegar þú ert unglingur. Þær einfaldlega koma og ekkert við því að gera," sagði söngkonan. Ég veit að það er fullt af góðum kremum til en ég nota rakakrem sem kallast NuBo. Þegar ég set það á mig verður húðin silkimjúk," sagði Pixie. Það sem skiptir öllu máli er að vera sáttur við sjálfan sig sama hvernig maður lítur út. Það er svo mikilvægt að vera sáttur," sagði hún.

Kynþokkafyllri eftir að hún varð mamma

Ofurfyrirsætan Adriana Lima, 29 ára, segir að eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn finnst henni hún sjálf vera kynþokkafyllri og öruggari með sig. Adriana, sem hefur verið andlit unfirfataframleiðandans Victoria's Secret undanfarið tíu ár og að sama skapi fyrir snyritvöruframleiðandann Maybelline frá árunum 2003 til 2009, fæddi Valentinu Lima Jarić í nóvember í fyrra en faðir stúlkunnar er eiginmaður Adriönu, serbneski körfuboltaspilarinn Marko Jarić. Að verða mamma er það besta sem hefur komði fyrir mig og það sama má segja við um ferilinn minn. Mér líður meira sexí og er miklu öruggari með sjálfa mig heldur en áður," sagði Adriana.

Skilin við Victoria´s Secret

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 37 ára, hefur ákveðið að hætta að starfa fyrir undirfataframleiðandann Victoria’s Secret. Heidi, sem hefur sýnt undirföt síðustu 13 ár fyrir framleiðandann er búin að skila vængjunum. Allt tekur einhverntíman enda en eitt er víst og það er að ég mun alltaf elska Victoria's Secret,” sagði Heidi. Ástæðan er sögð vera að Heidi ætlar að framleiða eigin fatalínu í nafni sjónvarpsþáttarins Project Runway.

Gúgglar sig þegar hún er full

Leikkonan Ginnifer Goodwin, 32 ára, segir að bjórþamb og internetið passi engan veginn saman því hún reynir eins og hún getur að lesa ekkert slúður um sig sem skrifað er á netið. Ginniger, sem er staðráðin í að gera það gott í Hollywood þrátt fyrir mjúkar líkamslínur, er hætt að logga sig inn á netið þegar hún fær sér í glas því það kallar bara á vandræði þar sem hún endar alltaf á vefmiðlum þar sem útlit hennar er gagnrýnt. Égg ætla ekki að léttast eða breytast af því að einhver skrifar slæma hluti um líkama minn, hárið á mér eða ég veit ekki hvað á netið. Ég hef lesið hræðilega hluti um mig ef ég óvart gúggla mig þegar ég er í glasi en annars geri ég það alls ekki," sagði Ginnifer.

Erfitt að verða ólétt

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Khloe Kardashian, 26 ára, segist leggja sig fram við að verða ólétt en viðurkennir þó að það sé erfiðara en hún hélt. Khloe og eiginmaður hennar, körfuboltastjarnan Lamar Odom, 30 ára, hafa reynt undanfarið ár að eignast barn en ekkert gengið til þessa. Nú er ár síðan Khole giftist Lamar og að hennar sögn er hún dauðþreytt á að bíða eftir að hún verði ólétt. Við höfum verið að reyna að eignast barn allt síðasta ár. Þetta er mun erfiðara en ég hélt. En það er ótrúlega gaman að reyna að búa til börn," sagði Khloe sem hefur ákveðið að leita ráða hjá fagfólki.

Shia skammar Spielberg og Harrison Ford

Shia LaBeouf, leikarinn úr Transform­ers, skammar bæði Steven Spielberg og Harr­ison Ford í viðtali við breska götublaðið The Sun. Hann hneykslast líka á Robert De Niro sem hafi einfaldlega náð ákveðnu takmarki og sé sáttur við það.

Óánægð með bótoxið

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur útskýrt hvers vegna hún fór í botox-aðgerð í sjónvarpsþætti sínum. Hún hafði áður haldið því fram að konur á hennar aldri þyrftu ekki á slíku að halda.

Jen þráir Mayer aftur

Margir halda að leikkonan Jennifer Aniston sé að velta sér upp úr fortíðinni með eiginmanninum fyrrverandi, Brad Pitt, en svo er ekki.

Neitar að drekka sig fulla

Leikkonan Lea Michele, 24 ára, vill frekar vera heima hjá sér og slaka á í baði heldur en að fara út á meðal fólks og drekka sig blindfulla. Lea varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún birtist í hlutverki Rachel Berry í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Lea vill einblína á ferilinn og framtíðina í stað þess að djamma með félögunum. Hún viðurkennir að hún fer sjaldan út að skemmta sér og áfengið fer illa í hana. Ef ég fæ mér eitt glas þá dett ég út. Ég hef aldrei verið þannig að ég bið vini mína að fara út að djamma og drekka cosmopolitan. Ég hef aldrei smakkað cosmopolitan ef ég á að vera hreinskilin. Ég kýs frekar að vera heima og slaka á í baðkarinu heima. Það er mikil vinna að taka þátt í Glee. Gríðarlegt álag. Við vinnum 14 til 16 stundir á dag mánudag til föstudags," sagði Lea.

Hár og aftur hár

Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag. Wish You Were Hair er á heildina litið þokkaleg plata.

Ekki að herma eftir neinum

Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út.

Erum engir þungarokkarar

Útgáfutónleikar rokksveitarinnar Swords of Chaos verða haldnir annað kvöld í tilefni af fyrstu plötu sveitarinnar, The End Is As Near As Your Teeth, sem kom út í síðustu viku á vegum Kimi Records.

Fyrsta plata Söndru

Hljómsveitin Sing For Me Sandra hefur sent frá frá sér sína fyrstu plötu, Apollo"s Parade. Sing For Me Sandra kemur úr Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ og hefur verið starfandi frá árinu 2006.

Býr til myndrænar óperur

Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni.

Fyrsta æfingin í sautján ár

Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi".

Halda að þau séu vampírur

Bandarísk ungmenni taka vampíruæðið sem ríður yfir heiminn alvarlega og eru byrjuð að bíta hvert annað og sjúga blóðið. Þetta furðulega og hættulega æði kemur í kjölfar vinsælda Twilight-kvikmyndanna og bókanna og þátta á borð við True Blood.

Holloway í M:I 4

Josh Holloway, sem leikur Sawyer í Lost-þáttaröðinni, hefur samþykkt að leika í Mission: Imposs­ible-mynd númer fjögur.

Austin Lucas á Íslandi

Bandaríkjamaðurinn Austin Lucas er mættur til landsins og hyggst koma fram á fernum tónleikum.

Rómeó og Júlía besta lag Bubba Morthens

„Þetta kemur svo sem ekkert á óvart. Þetta eru allt lög sem hafa lifað með þjóðinni öll þessi ár," segir Árni Árnason, sem vinnur að bók um tónlistarmanninn Bubba Morthens. Nú liggja fyrir úrslit í kosningu á vinsælustu lögum Bubba sem fram fór á Vísi.is.

Julia Roberts og gott grín

Það er fremur hljótt yfir kvikmyndahúsum borgarinnar eftir allar sprengingar sumarsins. Kannski er því vel við hæfi að í miðri haustlægðinni sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið skuli vera frumsýnd rómantísk mynd, Eat Pray Love, með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndri bók Elizabeth Gilbert sem hefur setið í efstu sætum vinsældarlista Bandaríkjanna.

Seth Rogen trúlofaður

Hinn bráðfyndni Seth Rogen og kærastan hans til sex ára, leikkonan Lauren Miller, trúlofuðu sig í síðustu viku. Eftir að Rogen fór á skeljarnar héldu þau til Boston þar sem þau fögnuðu í faðmi fjölskyldunnar.

Sjónrænir tónleikar Skmendanikku

Tónlistarhópurinn Skmendanikka sérhæfir sig í að flytja verk fyrir sértilbúin og heimagerð hljóðfæri. Í kvöld heldur hópurinn tónleika á tónlistarhátíðinni Sláturtíð.

Skaðabæturnar fara til góðgerðarmála

Breska blaðið The Sun greindi frá því í gær að David Beckham hygðist ekki halda nokkru eftir af þeim sextán milljónum punda sem hann ætlar hafa af vændiskonunni Irmu Nici og bandaríska blaðinu In Touch í skaðabótamáli.

Abba lifnar við

Stórtíðinda gæti verið að vænta úr heimi popptónlistar. Sænsku súperstjörnurnar í Abba eru sagðar vera að hugsa alvarlega um að snúa aftur í sviðsljósið.

Trommari varð fyrir þvagárás

Will Berman, trommuleikari MGMT, strunsaði af sviðinu á tónleikum í Manchester eftir að glasi með þvagi var kastað í hann.

Verk um sekt og sakleysi

Örverk um sekt og sakleysi, verður sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408.is kl.12.30 í dag frá Útgerð Hugmyndahúss háskólanna við Grandagarð.

Waits með tilnefningu

Tom Waits, Beastie Boys, Bon Jovi og Alice Cooper eru á meðal þeirra sem hafa verið tilnefndir í Frægðarhöll rokksins. Meira en fimm hundruð manns úr bandaríska tónlistarbransanum taka þátt í valinu og verður ákvörðun þeirra tilkynnt í desember.

Gerir heimildarmynd um friðarsúlu Ono

Ari Alexander Ergis kvikmyndagerðarmaður, hefur síðastliðin fjögur ár unnið að gerð heimildarmyndar í samstarfi við Jón Proppé um friðarsúlu Yoko Ono sem japanska listakonan tendrar hinn 9. október næstkomandi. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni því sjötíu ár verða þá liðin frá fæðingu eiginmanns hennar, bítilsins Johns Lennon.

Þýsk blaðakona skrifar bók um atferli Íslendinga

„Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggjið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gerhmann sem er að skrifa bókina The Icelandic way of living sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar.

Brotakennd sýning ungra listamanna

Niðurstaða: Einstök listaverk eru áhugaverð, framtakið er lofsvert en niðurstaðan er brotakennd heild sem erfitt er að ná sambandi við.

Hefur fyrir því að rækta kroppinn

Á meðfylgjandi myndum má sjá Victoria's Secret fyrirsætuna Doutzen Kroes, sem dregur úr fæðu sem inniheldur kolvetni og drekkur mikið af heilsudjús áður en hún situr fyrir eða gengur léttklædd um sýningarpallana.

Lykill að velgengni er að fá aðstoð

Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, segir að leyndarmálið á bak við velgengni hennar hafi verið að hún var og er ósmeyk við að biðja aðra um aðstoð við að framkvæma hugmyndir sínar. Árið 1994 tók Elle þá afdrifaríku ákvörðun að yfirgefa módelskrifstofuna sem hún var skráð hjá og stofnaði eigið fyrirtæki sem selur í dag undirfatnað, dagatöl, förðunarvörur og líkamsræktarvörur svo eitthvað sé nefnt. Ef ég veit ekki hvernig ég á að fara að þá er ég óhrædd við að hringja í fólk og biðja um ráð eða aðstoð. Mörgum finnst niðurlægjandi að biðja aðra um hjálp en ekki mér," sagði Elle. Ég hef líka alltaf verið tilbúin að taka áhættur og prófa nýja hluti. Ég hef aldrei lagt áherslu á að fylgja tískunni.

Kvenkyns Schwarzenegger á leið til Íslands - myndband

Bandaríska fitnessdrottningin Monica Brant er væntanleg til Íslands í nóvember. Eins og sést á myndskeiðinu hér sendir fitnessdrottningin Íslendingum hlýja kveðju þar sem hún segist hlakka til að heimsækja landann. Við höfðum samband við Hjalta Árnason framkvæmdastjóra alhliða íþróttaviðburðar sem haldinn verður 19. - 21 nóvember næstkomandi á Íslandi til að forvitnast um hátíðina og af hverju hann bauð Monicu fitnessdrottningu í heimsókn. Sko við erum með Icelandic Fitness and Health Expo í nóvember og þetta er í raun og veru heimsviðburður á Íslandi. Þetta er svokallaða múltí sport festival þar sem um er að ræða vaxtarrækt, fitness, ólympískar lyftingar og fimleika. Þarna verður öllu blandað saman. Arnold Schwarzenegger heldur svipaðan viðburð árlega í Bandaríkjunum og við byggjum þetta upp eftir þeirri fyrirmynd en aðlögum viðburðinn að íslenskum aðstæðum. Þegar vð tilkynntum að Monica væri að koma hingað magnast stemningin á meðal vaxtarrækta fólksins hérna, " sagði Hjalti. Þarna verður allt það nýjasta sem er að gerast í líkamsrækt í dag. Allt sem tengist líkamsrækt og heilsu verður kynnt. Þarna verður öll flóran kynnt eins og fæðubótaefni, tæki og fleira. Getur þú sagt mér aðeins frá Monicu sem þú ræðir við í myndbandinu? Hún er þekktust kvenna í líkamsræktargeiranum í heiminum. Hún er þekktasta módelið eða þekktasta konan. Segja má að hún er kvenkyns útgáfan af Arnold Schwarzenegger í vaxtarræktarheiminum. Monica hefur unnið fjölda titla, hún birtist sífellt á forsíðum á öllum þessum kvenna- og fitnessblöðum og er gríðarlega eftirsótt. Íslenskar konur geta lært af henni allt um þjálfun og mataræði. Það var náttúrulega bara mjög gaman að hitta hana og sjá hana í eigin persónu. Hún virkar miklu flottari þegar maður sér hana læf en hún er gríðarlegur atvinnumaður. Það geislar af henni gleðin og hamingjan þrátt fyrir að hún hakki ekki sig sælgæti. Hún er alltaf svona fitt. Það er ekkert off season hjá henni," sagði Hjalti.

Rautt veski er málið

Sjónvarpsstjarnan og hönnuðurinn Nicole Richie hvetur alla konur til að fjárfesta í rauðri tösku fyrir veturinn. Rauð taska er flottur aukahlutur til að poppa upp úlitiið og persónugera heildarútlitið. Margar konur ganga í öllu svörtu og þá er tilvalið að brjóta heildina upp með rauðri tösku," lét Nicole hafa eftir ´sér á tískusíðunni WhoWhatWear.com. Þrátt fyrir að vera tíður gestur á rauða dreglinum segir Nicole að of mikill íburður er ekki endilega málið heldur er einfaldleikinn oftar en ekki fallegastur.

Bannar dóttur að hitta stráka

Fyrrum Kryddpían Mel B, 35 ára, kom í veg fyrir að dóttir hennar, Phoenix Chi, færi á stefnumót ein síns liðs. Mel B og eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, voru snör í snúningum þegar dóttur Mel, sem er aðeins ellefu ára gömul, var boðið út af jafnaldra hennar. Mel fannst komið nóg því að mati Mel er dóttir hennar ennþá of ung til að hitta stráka og þegar hún var farin að leiða einn bekkjarfélagann sagði Mel hingað og ekki lengra og bannaði þeim að fara á stefnumót," er haft eftir heimildarmanni. Fyrrum eiginmaður Mel, Jimmy Gulzar, er faðir Phoenix. Mel á einnig 3 ára dóttur, Angel Iris, með Eddie Murphy.

Slæm fyrirmynd

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell, 40 ára, viðurkennir að hún er langt frá því að vera góð fyrirmynd því hún hefur gert of mörg mistök í gegnum tíðina. Þrátt fyrir öll mistökin leggur Naomi sig fram við að verða betri manneskja. Ég hef gert mörg mistök Allt of mörg mistök. Ég er ekki fullkomin manneskja. En ég hef lært af þessum mistökum. Flest þeirra hafa ratað í fjölmiðla og mér þykir það miður," sagði Naomi. Þess vegna verð ég taugaveikluð og stressuð þegar fólk heldur því fram að ég sé góð fyrirmynd sem ég er ekki því ég hef ekki staðið mig sem skyldi í gegnum tíðina." Ég er að reyna að bæta mig og viðurkenni mistökin sem ég hef gert en núna er ég að leggja mig fram við að lifa lífinu á réttan máta. Ég er ekki þunglynd en þegar á verð reið þá týni ég sjálfri mér og kem svo aftur þegar ég verð rólegri," sagði Naomi spurð út í reiðisköstin sem hún fær oftar en ekki og ræst á fólk. En ég ætla ekki að sökkva í sjálfsvorkunn heldur leggja mig fram við að bæta mig og halda áfram að þroskast."

Saknar eiginmannsins

Söng og leikkonan Hilary Duff, 23 ára, á erfitt með að vera í fjarsambandi. Hilary giftist kanadíska hokkí spilaranum Mike Comrie, 30 ára, í sumar eftir að hafa verið með honum í þrjú ár en það er bara eitt atriði sem hún er ósátt við og það er að Mike þarf að ferðast mikið tengt sportinu. Nú er hann að keppa og ég er ein eftir heima. Mér finnst það ömurlegt. Hann á eftir að ferðast töluvert á þessu ári og ég er að reyna að sætta mig við það og takast á við söknuðinn," sagð Hilary. Þrátt fyrir söknuðinn er Hilary enn í sjöunda himni eftir brúðkaupið. Hún segist ekki geta beðið eftir því að eignast barn með Mike. Hún ætlar hinsvegar að bíða með að stofna fjölskyldu því þau hafa bæði nóg að gera.

250 manns á Control-hátíð

Um 250 manns eru nú skráðir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem fer fram í Reykjavík í fjórða sinn á föstudag og laugardag.

Kynþokki kemur innan frá

Pussycat Dolls söngkonan Nicole Scherzinger, 32 ára, sem er unnusta Formulu 1 hetjunnar Lewis Hamilton, 25 ára, segir að kynþokki komi innan frá. „Ég held að kynþokki komi alfarið innan frá og það er ekki hægt að búia hann til. Hann einfaldlega er," sagði Nicole í viðtali við breska OK! tímaritið. „Mér finnst ég vera kynþokkafyllst þegar ég er að sviði með Pussycat Dolls," sagði hún.

Sjá næstu 50 fréttir