Fleiri fréttir

Dularfullar skepnur

Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt þar einleikinn um Mugg.

FBI í jákvæðu ljósi hvíta tjaldsins

Fáar stofnanir eru jafn samofnar bandarísku þjóðlífi og alríkislögreglan, FBI, og Hollywood hefur löngum hrifist af FBI þótt lítið sé um gagnrýni á hana.

Bubbi og Tolli undir merkjum Kaupþings

Bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens halda til Lúxemborgar í byrjun maí, þar sem þeir verða með listviðburði á vegum Kaupþings. „Ég er að fara að halda sýningu í einhverju menningarsetri þarna, sem mig minnir að heiti Le Moulin. Þetta er gamalt klaustur sem var síðar notað sem fangelsi.

Á heimshornaflakki

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Aldrei fór ég suður á allra vörum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar.

Etanól ekki heilsusamlegra

Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC.

Naomi svarar ekki símtölum MTV

Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV hafði ráðgert að gera raunveruleikaþátt um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Átti þáttaröðin að heita ,,The Minion” sem út mætti leggja á íslensku sem ,,Skósveinninn.” Tökur á þáttunum áttu að hefjast síðustu helgi en ekkert varð úr þeim.

Paris berar barminn

Sögusagnir um að hótelerfinginn Paris Hilton hafi látið bæta í barm sinn hafa verið á kreiki undanfarið en barmur hennar þykir hafa stækkað umtalsvert. Virðist Paris ekki par sátt með þessar sögusagnir og til að kveða þær niður hefur hún ekki hikað við að sýna vinum og kunningjum brjóst sín.

Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar.

GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur

Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr.

Britney rekur umboðsmann sinn og stefnir á endurkomu í tónlistinni

Söngkonan þekkta, Britney Spears, er byrjuð að reyna að endurvekja tónlistarferil sinn. Hún er ekki einungis byrjuð að taka upp tónlist í hljóðveri og fara í danstíma, heldur rak hún umboðsmann sinn til nokkurra mánaða, Larry Rudolph, síðasta föstudag.

Nicole Richie komin með gömlu hárgreiðsluna

Simple Life leikkonan Nicole Richie er enn og aftur búin að breyta um hárgreiðslu. Undanfarið hefur hún verið með brúnleitt sítt hár en hún hefur prófað alla litaflóruna, ljóst, rautt og brúnt. Á laugardag skartaði Nicole nýrri greiðslu, en þó ekki svo nýrri.

Salma Hayek segir konur ekki eiga að flýtja sér

Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni en leikkonan er fertug að aldri. Þykir leikkonunni að konur ættu ekki að vera að flýta sér að eignast börn, ef þær séu ekki tilbúnar að takast á við móðurhlutverkið.

Breska þjóðin í öngum sínum eftir sambandsslit Vilhjálms prins

Það er engum blöðum um það að fletta að stærsta fréttin í Bretlandi um helgina voru sambandsslit Kate Middleton og Vilhjálms prins. The Sun greindi fyrst allra frá því á laugardaginn. Breska pressan fór síðan hamförum í gær þar sem hvert og eitt einasta blað var með sína útgáfu af ástarsorginni.

Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd

"Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári.

Vill fá hlutverk í Harry Potter

„Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikari sem prófaður hefur verið fyrir hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Sú heitir Harry Potter og Blendingsprinsinn og verður frumsýnd á næsta ári. Ekki fæst uppgefið um hvaða hlutverk er að ræða.

Daði heldur húmorísku striki sínu

Daði Guðbjörnsson opnaði sýningu á akvarellmyndum í Baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg um helgina. Sýninguna nefnir listamaðurinn Myndir landsins. Daði hefur haldið sínu striki og þróað með sér persónulegan stíl þar sem pensillinn, grunnformin og síðast en ekki síst húmor listamannsins kemur glöggt fram. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar með akvarellutækni á þessu ári og því síðasta.

Jenna Jameson veldur aðdáendum vonbrigðum

Klámmyndaleikkonan Jenna Jameson stendur í nú erfiðum skilnaði við eiginmann sinn Jay Grdina. Tekur skilnaðurinn svo á leikkonuna að það er farið að hafa áhrif á líf hennar. Er hún farin að hegða sér ófagmannlega og bregðast aðdáendum sínum. Að auki hefur hún lést umtalsvert undanfarið.

Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007.

Segir Jackson vera fyrirmyndar föður

Jamie Foster Brown, útgefandi tímaritsins Sister 2 Sister, segir poppkónginn Michael Jackson vera frábæran föður en Jamie ferðaðist með Michael og börnum hans í síðasta mánuði.

Grey’s stjarnan Patric Dempsey um föðurhlutverkið

Grey’s Anatomy stjarnan Patric Dempsey er þriggja barna faðir. Hann eignaðist tvíburadrengi fyrir 10 vikum en fyrir átti hann fjögurra ára stúlkuna Talula með konu sinni, Jillian. Segir Patric drengina vera mjög ólíkar persónur.

Björk í Saturday Night Live á laugardaginn

Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson.

Portman kemur nakin fram

Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni.

Misráðin Simpson-talsetning

„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar.

Angurværð og spé

Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld.

Fjölbreytileiki í fyrirrúmi

Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar.

Gersemar gærdagsins

Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu.

Góðar myndir í boði í dag

Annað eins framboð á fínum heimildarmyndum þekkist vart utan hátíða. Það er dagur heimildarmyndarinnar í dag.

Hver var Freyja?

Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi heldur fyrirlestrar á vegum Snorrastofu í Reykholti á morgun. Ingunn fjallar þar um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni og kallar erindi sitt „Hver var Freyja?“

Með Biblíur í kassavís

Samkvæmt vef Mannlífs var Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, sagður vera farinn að hamstra Biblíur en hann hefur ekki farið leynt með andúð sína á nýrri þýðingu bókarinnar sem væntanleg er á næstu misserum.

The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur

Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag.

Minning Guðjóns Samúelssonar

Pétur Ármannsson arkitekt og einn reyndasti rannsóknarmaður okkar um þessar mundir í sögu íslenskrar húsagerðar heldur í kvöld fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands en í dag, 16. apríl, eru 120 ár liðin frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Af því tilefni mun Pétur H. Ármannsson arkitekt FAÍ halda fyrirlestur um fjölþætt framlag hans til byggingarlistar og skipulagsmála.

Námskeið í stíliseringu

Anna F. Gunnarsdóttir, kennd við Önnu og útlitið, heldur námskeið í stíliseringu á alþjóðlegum viðskiptamönnum og „metrósexúal mönnum“. „Þeir sem ætla á námskeiðið verða að kunna Tónal-litagreiningu, og hafa farið í textíl- og línufræði,“ sagði Anna. Námskeiðið hefst á þriðjudag og stendur í tvo mánuði.

Ull í ungum höndum

Nemendum í Rimaskóla er margt til lista lagt en á morgun verður opnuð sýning á textílverkum nemenda í sjötta bekk skólans í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Vildu ekki aðra Díönu

Ákvörðun Vilhjálms Bretaprins að hætta með kærustu sinni til fimm ára, Kate Middleton, var tekin á leynilegum fundi hjá konungsfjölskyldunni.

Veisla fyrir augu og eyru

Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður.

Uppbyggingin heldur áfram

Uppbygging vegna jarðskjálftans sem varð í Pakistan í október 2005 gengur vel. Alþjóða-neyðarhjálp kirkna/ACT hefur nú varið þeim 16,7 milljónum króna sem söfnuðust hér á landi. Þá hefur ríkið endurgreitt virðisaukaskattinn sem heimtur var af sölu disksins Hjálpum þeim og hafa þær 10 milljónir króna skilað sér til fórnarlambanna.

Alicia Silverstone hætt í kleinuhringjunum

Clueless stjarnan Alicia Silverstone hugsar vel um heilsuna. Hún er grænmetisæta og borðar eingöngu hollan mat. Það hefur þó ekki alltaf verið svo þar sem hún var vön að borð steikur og kleinuhringi áður en hún breytti um lífsstíl.

Vilhjálmur Bretaprins hættur með kærustunni

Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans, Kate Middleton, eru hætt saman. Vilhjálmur, sem er 24 ára og Kate, 25 ára, voru búin að vera saman í rúmlega fimm ár en þau hittust fyrst í St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Skildum þau sem vinir, samkvæmt vini parsins.

Trúði ekki að ég myndi sigra

„Ég er rosalega ánægð og þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Fanney Lára Guðmundsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Reykjavíkur. Fanney er 19 ára Kópavogsmær og er að klára Verzlunarskóla Íslands.

Framlag verðlaunað

Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár.

Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar.

Sjá næstu 50 fréttir