Fleiri fréttir

Fimmtán skólar fyrir einn kjól

Það er misskipt heimsins gæðum. Svarti silkikjóllinn sem Audrey Hepburn íklæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys, fyrir margt löngu, var seldur á uppboði um daginn. Kjóllinn seldist á sem svarar 53 milljónum íslenskra króna. Peningarnir voru gefnir til hjálparsamtaka og þeir duga til þess að byggja fimmtán skóla fyrir fátæk börn í Bengal héraði í Indlandi.

Barði flytur út tónlist

Á sunnudaginni verður Barði Jóhannsson gestur í Sjálfstæðu fólki. Hann er þekktur sem Barði í Bang Gang, og hefur tónlist hans notið mikillar hylli, einkum utan landssteinanna.

Alltaf verið vinsælir

Rokksveitin Dr. Spock hefur gefið út smáskífuna The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Hefur hún að geyma fjögur lög, þar á meðal hið vinsæla Skítapakk.

BBC fjallar um ísfirska fegurðarkeppni

Fyrirhuguð fegurðarsamkeppni á Ísafirði, þar sem aukakíló, hrukkur og húðslit munu teljast keppendum til tekna, hefur vakið athygli utan landsteinanna og fréttir af henni hafa birst á erlendum vefmiðlum.

Berrassa á Óskarnum

Helen Mirren þótti stórglæsileg til fara á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í The Queen. Mirren ljóstraði því nýlega upp að hún hefði verið nærfatalaus undir gylltum kjólnum, sem Christian Lacroix hannaði sérstaklega á hana.

Frábærar viðtökur á Pétri Gaut

„Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu.

Baráttan harðnar

Sjö keppendur eru eftir í X-Factor og enn kólnar sambandið á milli dómaranna.

Í aðra tónleikaferð

Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester.

Listaverk horfið af yfirborði

Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts.

Magnús hafði betur í Gettu betur einvíginu

Magnús Lúðvík Þorláksson lagði Baldvin Má Baldvinsson í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöld. Magnús Lúðvík er þar með kominn í átta liða úrslitin en þangað eru komnir þeir Páll Ásgeir Ásgeirsson og Helgi Árnason.

Menntskælingar rassskelltir

Vakningadagar fjölbrautarskólans Flensborg hafa staðið yfir í þessari viku. Morfís-lið skólans skoraði á þrjá gamla nemendur í ræðukeppni en urðu að láta í lægra haldi fyrir gömlu kempunum.

Náttúra og strengir

Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun.

Reykvél og ljósprik

Stórt „90s“ partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu.

Til heiðurs Tony Joe White

Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White.

Völuspá í útvarpi

Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma.

Vasahljómkviða frá Japan

Smekkmennirnir og tilvonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson forvitnaðist um gerð hennar.

Magnús áfram í Meistaranum

Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni.

Milonga tangóball

Næstkomandi sunnudagskvöld stendur Tangóævintýrafélagið fyrir milonga tangóballi í Gyllta salnum á Hótel Borg. Verður boðið upp á kennslu í tangódansi fyrr um daginn. Allir velkomnir, bæði einstaklingar og pör, sem og áhorfendur og þátttakendur.

VAX á austurlandi

Hljómsveitin VAX leggur land undir fót næstu helgi og ætlar að spila á Egilsstöðum föstudaginn 2. mars á Svarthvítu hetjunni og 3. mars á Kaffihorninu á Höfn í Hornafirði á Norðurljósablúshátíðinni.

Travolta segir Vísindakirkjuna hafa getað bjargað Önnu Nicole

Leikarinn John Travolta telur að ef Anna Nicole Smith hefði verið í Vísindatrúarkirkjunni þá hefði ekki farið fyrir henni eins og raun bar en hún lést í síðasta mánuði, af því sem talið er, sökum lyfjaneyslu. John Travolta er einn þeirra fjölmörgu Hollywood stjarna sem undanfarið hafa tekið upp trú Vísindakirkjunnar.

Dómaraskotin verða fastari

Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast.

Nú er það svart

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels er ekki hátt skrifaður í heimalandinu. Hann hefur ekki gegnt herþjónustu, en allir varnarmálaráðherrar fram að honum höfðu áður verið hátt settir hershöfðingjar. Þá tókst ísraelska hernum ekki að brjóta sveitir Hizbolla á bak aftur í innrásinni í Líbanon, sem þótti hin mesta hneisa.

Raggi Bjarna - Heyr mitt ljúfasta lag

Einn ástsælasti söngvari landssins, Raggi Bjarna og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir munu syngja saman á tónleikum næstkomandi laugardagskvöld. Með þeim spilar stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem Selkórinn syngur með.

"Baretta" áfrýjar

Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar.

Liz 75 ára

Elísabet Taylor var að vanda demöntum prýdd þegar hún mætti í 75 ára afmælisveislu sína, í Las Vegas síðastliðinn þriðjudag. Hún kom í hjólastól, vegna bakveikinda. Stjarnan blikkaði sínum frægu fjólubláu augum þegar ljósmyndararnir sungu fyrir hana afmælissönginn. Þegar hún var spurð um ástæður langlífis síns svaraði hún; "Maður bara hangir."

Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands

Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands og Bjarni K. Kristjánsson, frá Hólaskóla, munu halda erindi í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar laugardaginn 3. mars. Ber erindið heitið Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands. Er það Raunvísindadeild Háskóla Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrarröðinni.

Hljómsveitin Roof Tops snýr aftur

Það hefur verið rífandi stemning á æfingum hjá hljómsveitinni Roof Tops að undanförnu, en þeir félagar hafa æft af kappi fyrir dansleiki á Kringlukránni nú um helgina, á föstudags- og laugardagskvöld, 2. og 3. mars.

Sjá næstu 50 fréttir