Fleiri fréttir

Afskræming bankasölunnar

Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift.

Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands

Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.

15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa

Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar.

Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?

Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.

Ferða­þjónusta og sveitar­stjórnar­kosningar utan höfuð­borgar­svæðisins

Nú eru fáar vikur til sveitarstjórnarkosninga. Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, ekki síst í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, er að styðja við atvinnuuppbyggingu með ráðum og dáð. Í minni sveitarfélögum er atvinna iðulega undirstaða annarra þátta, því með auknum atvinnutækifærum koma fleiri íbúar, aukin fjárfesting, aukin þjónusta við íbúana og meiri gróska í sveitarfélagið.

Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér

Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.

Hæfir fjárfestar og útboð hlutabréfa

Ströng skilyrði eru fyrir því viðskiptavinur sem telst ekki sjálfkrafa fagfjárfestir sé flokkaður sem slíkur. Ástæðan er sú að fjárfestar sem falla í þann flokk njóta minni fjárfestaverndar en almenni fjárfestirinn, til dæmis varðandi upplýsingagjöf og fjárfestingarkosti.

Stríð og ábyrgar fjárfestingar

Ábyrgar fjárfestingar útloka almennt ekki fjárfestingar til hefðbundinnar vopnaframleiðslu þó vissulega séu einhverjir fjárfestar sem útloka vopnaframleiðslu með öllu. Getu landa til að verja sig verður tæplega teflt í voða þó fjárfestar kjósi að fjármagna ekki framleiðslu og þróun gereyðingarvopna.

Áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja innan ESB

Nýverið samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tillögu að tilskipun um áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja. Fyrirtækjum verður gert að greina og, ef nauðsyn krefur, koma í veg fyrir, binda enda á eða draga úr skaðlegum áhrifum starfsemi þeirra á mannréttindi og umhverfi.

Sjá næstu 50 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.