Fleiri fréttir

Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn

Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt.

Ó­vænt endur­koma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu

Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð.

Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

Í beinni: Toppslagur í Voda­fone­deildinni

Þrír leikir eru á dagskrá Vodafone-deildarinnar í CS:GO í kvöld. Fyrsti leikur hefst klukkan 19.30 og standa herlegheitin yfir þangað til leiks XY og Dusty lýkur en hann hefst klukkan 21.30.

Du­sty vann toppslaginn og ný­ráðinn þjálfari Aur­ora stóð við stóru orðin

Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu.

„Ef maður hefur ekki gaman, til hvers að vera að þessu?“

Tækniskólinn og Verslunarskóli Íslands eigast við í fyrri undanúrslitaviðureigninni á Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum í dag. Í seinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku mætast Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Du­sty pakkaði Hafinu og XY með góða endur­komu

Sýnt var frá þremur leikjum í 6. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty sem vann öruggan sigur á Hafinu, og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Fylki.

Donna lýsir Framhaldsskólaleikunum og nú er komið að Rocket League

Átta framhaldsskólar munu keppa í kvöld í beinni útsendingu í tölvuleiknum Rocket League á öðru útsendingarkvöldi Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum. Leikkonan Donna Cruz mun lýsa því sem fyrir augu ber á Stöð 2 eSport ásamt Kristjáni Einari Kristjánssyni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.