Fleiri fréttir

Glimrandi laxveiði á Vesturlandi

Veiðimenn eru í sjöunda himni vegna laxveiðisumarsins eftir hörmungarsumar í fyrra, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns Stangveiðifélags Reykjavíkur. Flestir laxar hafa veiðst í Norðurá.

Tófan leitar í byggð

Um fjörutíu tófur hafa verið skotnar af refaskyttu Skeiða og Gnúpverjahrepps í sumar en flestar hafa þær verið felldar í Þjórsárdal og þar í kring. Tófurnar sækja mjög af bæjum og sumarbústöðum á svæðinu í leit af æti.

Mest laxveiði í Norðurá í ár

Flestir laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Þar hafa komið 2.285 laxar á land en í fyrra voru þeir einungis 953.

Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður

Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag.

Andakílsá rauf 100 laxa múrinn

Andakílsá rauf hundrað laxa múrinn í fyrradag. Veiðimenn sem voru tvær vaktir í lok vikunnar lönduðu 26 löxum á tvær stangir.

Lax farinn að ganga upp Jökuldalinn

Reikna má með að tíu til fimmtán ára ræktunarstarf þurfi áður en laxagengd í ofanverðri Jöklu verður sjálfbær. Þetta segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum.

Þrjár milljónir í ónýtt hreindýraleyfi

Ríflega hundrað veiðimenn skiluðu inn hreindýraveiðileyfum sínum þetta árið þannig að þeim verður endurúthlutað. Óvenju margir á biðlista geta því fengið dýr að þessu sinni. Veiðin er byrjuð af krafti.

Góð laxveiði í Þjórsá

Netabændur við Þjórsá Vel hafa aflað vel í sumar. Fréttablaðið vitjaði í netin með Einar Haraldssyni á Urriðafossi. Einar sendir lax utan með flugi til London í dag.

Veiðimenn óttast laxeldið

Landssamband veiðifélaga varar við því að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað.

Minkurinn magnaður skaðvaldur

Birgir Hauksson hefur fengist við minkaveiðar í áratugi. Hann er með afbragðs minkahund sem hann notar við veiðarnar. Tyson er sjö ára, Terrier-blanda og hefur líf ótal minka á samviskunni.

Salan hrunin í Selá í Álftafirði

"Þetta hefur ekki verið svona síðan þessi á fór í sölu,“ segir Haukur Elísson, landeigandi við Selá í Álftafirði, þar sem veiðileyfasala er nánast engin.

Sæmundur í Veiðivötnum

Félagarnir í veiðifélaginu Sæmundi hafa farið í Veiðivötn í tæp þrjátíu ár. Mest hafa þeir fengið 300 fiska en fengu nú átta. En, þó mokveiði hafi ekki verið nú skyggði það í engu á gleðina sem því fylgir að fara þarna "inn eftir".

Sóley sló persónulegt met í Sandá

"Ég var í svona korter ná henni , hún var alveg brjáluð,“ segir Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um stærðarinnar hrygnu sem hún veiddi í Sandá í Þistilfirði síðustu helgi.

Sextíu prósent meiri veiði

Laxveiðin í þeim 20 af 25 ám, sem veiðar eru hafnar í, og Landssamband veiðifélaga hefur fylgst með í átta ár, er heilum 60 prósentum meiri nú, en á sama tíma í fyrra, segir á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir