Flundra í Skorradalsvatni Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2013 13:21 Flundran er illa séð af veiðimönnum sem telja hana, meðal annars, bera ábyrgð á minnkandi sjóbleikjuveiði. "Haldiði ekki að þegar var verið að vitja um netin í morgun hérna hafi verið lifandi flundra (Platichthys flesus) í einu netinu," tilkynnti Pétur Davíðsson á Grund á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru. Pétur greinir frá því að flundra sé sjófiskur og er nýbúi í Andakílsá en hvernig hann komst í Skorradalsvatn er spurning og mikill leyndardómur. "Einu möguleikarnir eru 8 metra hár foss eða aðrennslipípan fyrir virkjunina. Báðir mjög fjarlægir möguleikar." Pétur segir að fulltrúi Veiðimálastofnunar sé búinn að sækja flundruna til rannsókna enda ekki gott ef hún kemst í stöðuvatn. Áhugamenn um stangveiði hafa illan bifur á flundrunni og tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strandhögg hennar hér við land. Flundra, sem er ný flatfisktegund, einnig kölluð ósakoli, fannst fyrst hér á landi árið 1999. Hún er byrjuð að hrygna hér við land og rannsóknir sýna að hún keppir við bleikjuna um vistsvæði. Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði
"Haldiði ekki að þegar var verið að vitja um netin í morgun hérna hafi verið lifandi flundra (Platichthys flesus) í einu netinu," tilkynnti Pétur Davíðsson á Grund á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru. Pétur greinir frá því að flundra sé sjófiskur og er nýbúi í Andakílsá en hvernig hann komst í Skorradalsvatn er spurning og mikill leyndardómur. "Einu möguleikarnir eru 8 metra hár foss eða aðrennslipípan fyrir virkjunina. Báðir mjög fjarlægir möguleikar." Pétur segir að fulltrúi Veiðimálastofnunar sé búinn að sækja flundruna til rannsókna enda ekki gott ef hún kemst í stöðuvatn. Áhugamenn um stangveiði hafa illan bifur á flundrunni og tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strandhögg hennar hér við land. Flundra, sem er ný flatfisktegund, einnig kölluð ósakoli, fannst fyrst hér á landi árið 1999. Hún er byrjuð að hrygna hér við land og rannsóknir sýna að hún keppir við bleikjuna um vistsvæði.
Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði