Góð laxveiði í Þjórsá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. júlí 2013 07:00 Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi stendur í stórræðum um þessar mundir við netaveiði í Þjórsá. Veiða má í fimmtíu daga á eitt hundrað daga tímabili. Laxinn er seldur í verslanir í Reykjavík og í dag fer reynslusending frá Urriðafossi til London. FRéttablaðið/GVA „Það hefur gengið mjög vel,“ segir Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um laxveiði sumarsins í Þjórsá.Góður afli á leið í hús.Fréttablaðið/GVAUrriðafoss á netalagnir við samnefndan foss og einnig neðar í ánni. Einar segir meðalveiði allra 160 jarðanna í veiðifélagi Þjórsár vera um fjögur þúsund laxa á sumri. Dágóður hluti aflans sé dreginn á land á jörðunum þremur beggja vegna við Urriðafoss. Einar ekur með aflann til Reykjavíkur þar sem hann er seldur í Melabúðinni. „Reyndar er að fara í fyrsta skipti dálítil prufusending með flugi til London,“ upplýsir hann. Sending fer utan í dag. Einar kveðst ekki vita til þess að aðrir netabændur sendi lax utan með flugi.Strigapoki tók við laxinum sem Einar bar síðan á bakinu upp á bakka. Urriðafoss skartar sínu fegursta.Fréttablaðið/GVANetaveiðin í Þjórsá er bæði þung í vöfum og hættuleg því straumurinn er stríður og iðuköstin öflug. Laxinn þarf síðan að bera um grýtta bakka upp frá ánni.Einar bóndi losar spriklandi laxa úr neti sínu neðan við Urriðafoss. Meðalvigt laxanna í Þjórsá er um fimm pund.Fréttablaðið/GVAEinar, sem er fæddur og uppalinn á Urriðafossi, neitar því ekki að gaman geti verið að vitja um netin. „Það er þó kannski ekkert endilega skemmtilegt að bera upp fleiri tugi kílóa af laxi - en allt er þetta bara vinna,“ segir bóndinn á Urriðafossi. Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
„Það hefur gengið mjög vel,“ segir Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um laxveiði sumarsins í Þjórsá.Góður afli á leið í hús.Fréttablaðið/GVAUrriðafoss á netalagnir við samnefndan foss og einnig neðar í ánni. Einar segir meðalveiði allra 160 jarðanna í veiðifélagi Þjórsár vera um fjögur þúsund laxa á sumri. Dágóður hluti aflans sé dreginn á land á jörðunum þremur beggja vegna við Urriðafoss. Einar ekur með aflann til Reykjavíkur þar sem hann er seldur í Melabúðinni. „Reyndar er að fara í fyrsta skipti dálítil prufusending með flugi til London,“ upplýsir hann. Sending fer utan í dag. Einar kveðst ekki vita til þess að aðrir netabændur sendi lax utan með flugi.Strigapoki tók við laxinum sem Einar bar síðan á bakinu upp á bakka. Urriðafoss skartar sínu fegursta.Fréttablaðið/GVANetaveiðin í Þjórsá er bæði þung í vöfum og hættuleg því straumurinn er stríður og iðuköstin öflug. Laxinn þarf síðan að bera um grýtta bakka upp frá ánni.Einar bóndi losar spriklandi laxa úr neti sínu neðan við Urriðafoss. Meðalvigt laxanna í Þjórsá er um fimm pund.Fréttablaðið/GVAEinar, sem er fæddur og uppalinn á Urriðafossi, neitar því ekki að gaman geti verið að vitja um netin. „Það er þó kannski ekkert endilega skemmtilegt að bera upp fleiri tugi kílóa af laxi - en allt er þetta bara vinna,“ segir bóndinn á Urriðafossi.
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði