Fleiri fréttir

Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni

Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi.

Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum

Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram miðvikudaginn 8. júní, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem stendur fyrir hreinsun ánna eins og mörg undanfarin ár.

5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn

Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann.

Góð opnun í Blöndu

Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna.

Lokadagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum í dag

Í dag er síðasti dagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111. Það hefur verið mikil umferð af fólki í búðina í dag að sögn Hilla enda dagskráin þétt af kynningum fyrir veiðimenn. Guideline línurnar hafa til dæmis verið á tilboði með 20% afsætti í allann dag og Tommi Za, sem tók 23 punda urriða í Þingvallavatni um daginn gefur mönnum góð ráð við val á flugum fyrir vötnin í sumar. Boðið verður uppá grillaðar pylsur í dag og krakkarnir fá Svala með. Veiðimessan stendur yfir til klukkan 17:00 í dag.

Fyrstu laxarnir komnir á land

Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund.

Norðurá opnar í fyrramálið

Á sunnudagsmorgun á slaginu 7:00 mun formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, taka fyrstu köstin á Brotið.Stjórnarmenn fóru í leiðangur meðfram ánni í dag og sáu laxa bæði á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Það var mat manna að Eyrin væri í afbragðsvatni og þó ekki hafi sést fiskur þar, þá telja stjórnarmenn að hún sé smekkfull af laxi.

Boltar í Baugstaðarós

Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu!

Hítará áfram hjá SVFR

Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal.

Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní

Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR.

Nýi Scierra bæklingurinn kominn í Veiðihornið

Nýi Scierra bæklingurinn er nú kominn í Veiðihornið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það hve mikinn áhuga Scierra menn sýna Íslandi enn á ný.

400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri

Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir.

Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá

Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir og Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar.

Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum

Verslunin Veiðiflugur fagnar veiðisumrinu 2011 og býður til veiðisýningar í verslun Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 4 og 5 Júní. Húsið opnar kl 10.00 á laugard og verðum til kl. 18.00 og á sunnudginn opnum við kl. 11.00 og verðum til kl. 17.00

Góð opnun í Laxárdalnum

Opnunardagarnir voru góðir í Laxárdalnum, og í raun merkilegt hvað veiddist miðað við aðstæður. Mál manna er að mun meira sé af fiski en síðustu sumur.

Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi

Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi.

Með Veiðikortið í vasanum

Hann Einar sendi okkur frásögn af því þegar hann skaust til veiða í Kringluvatn fyrir norðan. Það hefur eitthvað látið bíða eftir sér sumarið fyrir norðan en við látum frásögnina tala sínu máli,

Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga!

Við drógum áðan úr innsendum veiðifréttum og það var Ólafur Daði Hermannsson sem var dreginn úr pottinum. Við óskum honum til hamingju og þökkum honum, og öllum hinum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt. Ólafur hlýtur veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola frá SVFR.

Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá

Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni.

Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum

Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega.

Laxarnir mættir í Elliðaárnar

Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur.

Sjá næstu 50 fréttir