Fleiri fréttir

Páll Axel: Ég þarf ekki meiri tíma en þetta

„Það var bara betra að það var búið að færa þriggja stiga línuna utar. Miðað við hvað ég var að flýta mér hefði ég annars örugglega þrumað boltanum í spjaldið,“ sagði Páll Axel hetja Grindvíkinga í leikslok.

Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik

„Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ.

Haukur Helgi fer vel af stað á Spáni

Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Assignia Manresa sem vann í dag sigur á Mutua Joventut í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 71-59.

Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík

KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar.

Minnesota Lynx WNBA-meistari í fyrsta skipti

Minnesota Lynx vann á föstudagskvöld sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deild kvenna. Liðið lagði Atlanta Dream í þriðja leik liðanna 73-67 fyrir framan tæplega 12 þúsund áhorfendur í Atlanta.

Nýi Grindavíkurkaninn reyndi fyrir sér hjá NFL-liði

Grindavík hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn J'Nathan Bullock um að leika með liðinu í Iceland Express-deild karla í vetur. Bullock er greinilega margt til lista lagt en hann hefur æft með NFL-liðinu New York Jets.

Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins.

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Gasol-bræðurnir æfa með Barcelona

Bræðurnir Pau og Marc Gasol munu æfa með körfuboltaliði Barcelona á meðan að verkbann leikmanna í NBA-deildinni stendur yfir.

Haukakonur unnu fyrsta körfuboltatitil tímabilsins - myndir

Haukakonur urðu í gær Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í úrslitaleik í Grafarvogi. Bjarni Magnússon byrjar því vel með kvennalið Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið.

Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni

Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag.

Kobe Bryant valdi það að gera 40 daga samning við Bologna

Kobe Bryant hefur gert munnlegan samning við ítalska félagið Virtus Bologna um að spila með liðinu á meðan verkfallið í NBA-deildinni stendur yfir. Claudio Sabatini, forseti Virtus Bologna lét hafa það eftir sér að það séu 95 prósent líkur á því að Bryant spili með liðinu.

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfubolta

KR-ingar urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í körfubolta eftir 106-96 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem fram fór í Seljaskólanum. Þetta kemur fram á karfan.is

Fangelsisdómur vofir yfir Ben Wallace

Ben Wallace, leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni, er í vondum málum og gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

James Bartolotta kemur aftur til ÍR-inga

ÍR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við bakvörðinn Andrew Brown sem var til reynslu hjá liðinu í haust. Í stað hans kemur hinsvegar James Bartolotta sem lék með liðinu í síðari hluti tímabilsins í fyrra. ÍR-ingar mæta því sterkir til leiks í Iceland Express deildina í körfubolta í vetur.

Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu.

Smá von: NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í nótt

Deiluaðilar í laundeilu NBA-deildarinnar færðust aðeins nær hvor öðrum á samningafundi sínum í gær þegar NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í kröfu sinni um fast launaþak sem leikmennirnir segja að þeir muni aldrei samþykkja.

Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA

Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag.

Kobe Bryant með 595 milljóna tilboð frá ítölsku liði

Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu.

Snæfell sendir Shannon McKever heim

Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

Teitur búinn að finna bandarískan bakvörð við hlið Justin

Stjarnan hefur samið við bandaríska bakvörðinn Keith Cothran um að leika með liðinu í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð og mun hann því leika við hlið leikstjórnandans Justin Shouse sem fékk íslenskan ríkisborgarétt í sumar.

Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í Dalhúsum á sunnudaginn

Keflavík og Haukar mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í ár en riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. Keflavík hafði betur í baráttunni við KR um efsta sætið í sínum riðli en Haukar unnu alla leikina í sínum riðli örugglega.

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Signý snýr aftur heim á Hlíðarenda og spilar með Val í vetur

Signý Hermannsdóttir, miðherji íslenska landsliðsins og besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna 2009 og 2010, ætlar að spila með nýliðum Vals í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur en hún hefur verið í KR undanfarin tvö tímabil.

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.

Artest slær í gegn í dansþætti

Einhver vinsælasti þáttur vestanhafs er Dancing with the stars. Þar fara frægir í dansskóna og einn af þeim sem taka þátt er enginn annar en vandræðagemsinn Ron Artest sem breytti nafninu sínu nýlega í Metta World Peace.

LeBron gerir grín að sjálfum sér í auglýsingu

Lebron James vann ekki NBA meistaratitilinn með Miami Heat í fyrra. Það er lítið að gera fyrir NBA-leikmenn þessa dagana og James notar tímann til þess að lappa upp á laskaða ímynd sína.

Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil

NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna.

Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen

Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo.

Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld

Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik.

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur

Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara.

Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum

Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld.

NBA-dómararnir búnir að semja

NBA-deildin og dómarar deildarinnar komu sér saman um nýjan fimm ára samning í nótt en það á síðan enn eftir að koma í ljós hvort dómararnir fái að dæma einhverja leiki í vetur því verkfall í NBA er enn í fullum gangi.

Makedónar réðu ekkert við Navarro - Spánverjar í úrslitin á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í úrslitaleikinn á þriðja Evrópumótinu í röð eftir tólf stiga sigur á Makedóníu, 92-80, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Spánverjar lentu í vandræðum í þessum leik á móti spútnikliði Makedóníu en fyrirliðinn Juan Carlos Navarro átti stórleik og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Spánverja.

Sjá næstu 50 fréttir