Fleiri fréttir

Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland

Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007.

NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt

Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.

Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu

Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar.

NBA: Lakers aftur á sigurbraut en New York tapar og tapar

Los Angeles Lakers endaði tveggja leikja taphrinu sína með því að vinna útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks tapaði sínum sjötta leik í röð en Chicago Bulls er að sama skapi búið að vinna fjóra síðustu leiki sína.

Ein af fimm bestu hjá ESPN

Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðla­risanum ESPN.

Hlynur og Jakob höfðu betur

Sundsvall vann í kvöld sigur á Solna í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 95-74.

Hlynur með yfirburða forystu í fráköstum í sænsku deildinni

Hlynur Bæringsson hefur tekið 14 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum með Sundsvall Dragons. Hann er langefstur í fráköstum í sænsku úrvalsdeildinni en Hlynur er að taka tæplega fjögur fleiri fráköst að meðaltali í leik en næsti maður.

Haukur og félagar á góðu skriði - myndband

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum.

NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans

Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu.

KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73.

Jón Arnór með svakalegan þrist á úrslitastundu - myndband

Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með CG Granada um helgina þegar liðið vann 73-72 sigur á Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór var með 15 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst á aðeins 23 mínútum í þessum mikilvæga sigri.

Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs

Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City.

Nonni Mæju: Þeir brotnuðu hægt og rólega

„Við töluðum saman í hálfleik og ákváðum í sameiningu að rífa okkur upp," sagði Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, eftir að Snæfell sótti bæði stigin til ÍR í kvöld.

Nelson tryggði Orlando sigur

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Enn og aftur kom Utah til baka og vann

Gott gengi Utah Jazz í NBA-deildinni hélt áfram í nótt er liðið vann sinn fjórða leik í röð. Að þessu sinni lagði liðið Atlanta Hawks.

Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni.

Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

„Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

Logi tók til sinna ráða - skoraði 24 stig í sigri

Logi Gunnarsson átti stórleik og var með 24 stig þegar Solna Vikings vann sjö stiga sigur á Örebro Basket, 85-78, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson töpuðu á heimavelli með liði sínu Sundsvall Dragons.

Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki

Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu.

Lamdi leikmenn með lyftingabelti

Sérstakt mál hefur komið upp í Bandaríkjunum þar sem þrír leikmenn körfuboltaliðs í menntaskóla hafa kært þjálfarann sinn fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Boston með gott tak á Miami

Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð.

Pétur: Erum að vinna okkur inn í mótið

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við erum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið,“ sagði Pétur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Keflavík vann Fjölni 104-96 í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvoginum.

Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni

Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri.

Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta

„Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Gunnar: Þetta er allt að koma hjá okkur

„Þetta var mjög fínn sigur hjá okkur og mjög svo mikilvægur“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík bar sigur úr býtum gegn Fjölni, 96-104, í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.

Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR

Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum.

Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík

Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri.

Búið að draga í bikarkeppni KKÍ

Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.

NBA: Utah skellti Orlando

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðindi að Utah Jazz skellti Orlando og er þar með búið að leggja bæði Flórídaliðin á tveimur dögum.

Hamar vann uppgjör taplausu liðanna - myndir

Hamarskonur eru á toppnum í Iceland Express deild kvenna eftir dramatískan 72-69 sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í gær en bæði liðin höfðu unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni.

Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga

Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69.

Sjá næstu 50 fréttir