Ein af fimm bestu hjá ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2010 07:00 Helena Sverrisdóttir hefur átt frábæran feril með TCU-skólanum en fram undan er lokaárið hennar. Mynd/TCU Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Helenu, sem er nú að hefja lokaár sitt í skólanum en áður hafði hún verið valin meðal 50 bestu leikmannanna fyrir bæði John R. Wooden-verðlaunin og Naismith-verðlaunin. Þau eru virtustu einstaklingsverðlaunin í bandaríska háskólaboltanum sem veitt eru á hverju ári. Það er því ljóst að augu sérfræðinganna verða á Helenu í vetur en hún var með 13,6 stig, 6.7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. „Þetta er rosalega flott viðurkenning en ég einbeiti mér ekki að þessum hlutum heldur bara því sem ég geri á vellinum. Ég veit hvar ég vil vera eftir þetta tímabil og það er það eina sem ég einbeiti mér að,“ segir Helena. Hún er ekkert farin að hugsa um möguleikana á því að komast inn í WNBA-deildina en svona viðurkenningar hafa vissulega komið henni á kortið. „WNBA-deildin er svo rosalega lítil, 12 lið og í valinu eru bara þrjár umferðir. Það eru því einungis 36 leikmenn sem eru valdir og af þeim komast um 12-15 leikmenn inn í liðin. Þetta snýst allt saman um hvernig ég og liðið mitt spilum í ár,“ segir Helena, sem veit að það er mikið undir hjá henni í vetur. „Allar svona viðurkenningar hjálpa til langs tíma litið en þetta snýst samt algjörlega um lokaárið,“ segir Helena, sem verður áberandi í sögu TCU-skólans þegar tímabilið er á enda. TCU-liðið er til alls líklegt í vetur enda á lista yfir 25 bestu háskólaliðin í ár. „Við lítum rosalega vel út, líklegast besta lið sem við höfum haft þessi fjögur ár sem ég hef verið hér. Markmiðin eru sett hátt, að endurtaka sigur í deildinni og komast langt inn í NCAA eftir sárt tap í fyrra. Núna fyrir áramót eigum við eitt erfiðasta leikjaplanið sem sést hefur því við spilum við sex topp 20 lið. Þetta verður mjög erfitt en við ætlum okkur að standa okkur vel,“ segir Helena. TCU er búin að spila einn leik á tímabilinu en liðið er til alls líklegt í Mountain West-deildinni. Helena var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í 58 stiga sigri á Houston Baptist. „Við spiluðum á móti mun slakari andstæðingi en vorum samt að spila flottan bolta og höfðum gaman af hlutunum. Ég skaut ekki vel, en var sátt með aðra hluti,“ segir Helena, sem vill ekki gefa upp sín markmið í vetur. „Ég hef að sjálfsögðu mín persónulegu markmið sem bara ég veit. En það sem ég er að einbeita mér að er að nota þessa þjálfun og aðstöðu eins vel og ég get til að eiga sem best mögulegt leikár og byggja á því fyrir næstu plön,“ segir Helena. Hún hefur hins vegar aldrei farið leynt með það að ætla að verða atvinnumaður í körfubolta, hvort sem það verður í Bandaríkjunum eða Evrópu. Körfubolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Helenu, sem er nú að hefja lokaár sitt í skólanum en áður hafði hún verið valin meðal 50 bestu leikmannanna fyrir bæði John R. Wooden-verðlaunin og Naismith-verðlaunin. Þau eru virtustu einstaklingsverðlaunin í bandaríska háskólaboltanum sem veitt eru á hverju ári. Það er því ljóst að augu sérfræðinganna verða á Helenu í vetur en hún var með 13,6 stig, 6.7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. „Þetta er rosalega flott viðurkenning en ég einbeiti mér ekki að þessum hlutum heldur bara því sem ég geri á vellinum. Ég veit hvar ég vil vera eftir þetta tímabil og það er það eina sem ég einbeiti mér að,“ segir Helena. Hún er ekkert farin að hugsa um möguleikana á því að komast inn í WNBA-deildina en svona viðurkenningar hafa vissulega komið henni á kortið. „WNBA-deildin er svo rosalega lítil, 12 lið og í valinu eru bara þrjár umferðir. Það eru því einungis 36 leikmenn sem eru valdir og af þeim komast um 12-15 leikmenn inn í liðin. Þetta snýst allt saman um hvernig ég og liðið mitt spilum í ár,“ segir Helena, sem veit að það er mikið undir hjá henni í vetur. „Allar svona viðurkenningar hjálpa til langs tíma litið en þetta snýst samt algjörlega um lokaárið,“ segir Helena, sem verður áberandi í sögu TCU-skólans þegar tímabilið er á enda. TCU-liðið er til alls líklegt í vetur enda á lista yfir 25 bestu háskólaliðin í ár. „Við lítum rosalega vel út, líklegast besta lið sem við höfum haft þessi fjögur ár sem ég hef verið hér. Markmiðin eru sett hátt, að endurtaka sigur í deildinni og komast langt inn í NCAA eftir sárt tap í fyrra. Núna fyrir áramót eigum við eitt erfiðasta leikjaplanið sem sést hefur því við spilum við sex topp 20 lið. Þetta verður mjög erfitt en við ætlum okkur að standa okkur vel,“ segir Helena. TCU er búin að spila einn leik á tímabilinu en liðið er til alls líklegt í Mountain West-deildinni. Helena var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í 58 stiga sigri á Houston Baptist. „Við spiluðum á móti mun slakari andstæðingi en vorum samt að spila flottan bolta og höfðum gaman af hlutunum. Ég skaut ekki vel, en var sátt með aðra hluti,“ segir Helena, sem vill ekki gefa upp sín markmið í vetur. „Ég hef að sjálfsögðu mín persónulegu markmið sem bara ég veit. En það sem ég er að einbeita mér að er að nota þessa þjálfun og aðstöðu eins vel og ég get til að eiga sem best mögulegt leikár og byggja á því fyrir næstu plön,“ segir Helena. Hún hefur hins vegar aldrei farið leynt með það að ætla að verða atvinnumaður í körfubolta, hvort sem það verður í Bandaríkjunum eða Evrópu.
Körfubolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira