Fleiri fréttir

Fannar: Ummæli Hreggviðs kveiktu í okkur

Fannar Ólafsson sagði eftir leik ÍR og KR í kvöld að ummæli Hreggviðs Magnússonar í Fréttablaðinu á sunnudaginn hafi kveikt í sínum mönnum í KR.

KR tryggði sér oddaleik

KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80.

Snæfell í undanúrslit

Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir sigur á Njarðvík, 80-68.

Tekst Nate Brown loksins að slá KR út?

ÍR-ingurinn Nate Brown er kominn í kunnuglega stöðu. Framundan er annar leikur við KR í átta liða úrslitum í úrslitakeppni í kvöld og Nate getur ásamt félögum sínum komist í undanúrslit með sigri á heimavelli.

Sigurður: Tvær spennandi viðureignir

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

Tímabilið búið hjá TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU léku í gær sinn síðasta leik á tímabilinu en liðið féll úr leik í WNIT-úrslitakeppninni er liðið tapaði fyrir Colorado í framlengdum leik, 96-90.

NBA í nótt: Dallas, Denver og Golden State jöfn

Það stefnir í ótrúlega spennandi baráttu um sjöunda og áttunda sætið í Vesturdeildinni en sem stendur eru Denver, Dallas og Golden State með jafnan árangur þegar þau eiga níu leiki eftir á tímabilinu.

Keflavík áfram - Skallagrímur náði í oddaleik

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld fyrstir liða sæti í undanúrslitum í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla með 86-83 sigri á Þór á Akureyri. Skallagrímur knúði fram oddaleik gegn Grindavík með 96-91 sigri í öðrum leik liðanna í Borgarnesi.

Keflavík lagði KR

Keflavík hefur náð 1-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir nauman 82-81 sigur í hörkuleik í Keflavík.

Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska liðinu Lottomatica Roma unnu í gærkvöld góðan sigur á Bologna 80-69 í úrvalsdeildinni. Jón skoraði 11 stig og hirti 6 fráköst í leiknum. Roma er í öðru sæti deildarinnar og mætir næst toppliði Siena.

NBA í nótt: Denver í áttunda sætið

Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA.

ÍR skellti meisturunum

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR á útvielli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í dag. ÍR hafði yfir lengst af í leiknum en þrátt fyrir gott áhlaup KR-inga í fjórða leikhluta náðu Breiðhyltingarnir að halda haus og vinna 84-76.

Öruggur sigur hjá Snæfelli

Snæfell hefur náð 1-0 forystu gegn Njarðvík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar eftir öruggan 84-71 sigur á Njarðvíkingum suður með sjó í dag.

Gestirnir leiða í hálfleik

Heimaliðin Njarðvík og KR hafa ekki náð sér á strik í leikjunum tveimur sem standa yfir í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur yfir gegn KR í hálfleik 48-37 og Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík í Njarðvík 44-37.

Njarðvík - Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. KR tekur á móti ÍR í DHL höllinni og í Njarðvík mæta heimamenn Snæfelli. Báðir leikir hefjast klukkan 16 og verður síðarnefndi leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lakers tapaði fyrir Memphis

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar.

Grindavík og Keflavík unnu

Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en í báðum unnust heimasigrar. Grindavík tók á móti Skallagrími og Keflavík tók á móti Þór Akureyri.

Valur vann Fsu í framlengingu

Valur vann góðan og afar mikilvægan sigur á FSu í einvígi þessara liða um laust sæti í Iceland Express deildinni. Þetta var fyrsti leikur þessara liða en hann endaði 83-89 eftir framlengingu.

Gríðarleg spenna í Vesturdeildinni

Dallas Mavericks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá fyrir Denver á útivelli 118-105. Denver er í níunda sæti Vesturdeildar en er nú komið fast á hæla Golden State og Dallas sem eru í sjöunda og áttunda sætinu.

NBA gerir aðra innrás í Evrópu

NBA deildin hefur tilkynnt hvaða fjögur lið muni spila í Evrópu á undirbúningstímabilinu næsta haust. Þetta verður þriðja árið í röð sem atvinnulið frá Bandaríkjunum sýna sig fyrir Evrópubúum.

Anthony fær 4,5 milljarða frá Nike

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets er búinn að skrifa undir langtímasamning við skóframleiðandann Nike sem færir honum 4,5 milljarða króna í tekjur á um sjö árum.

Boston lagði Phoenix

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix tapaði öðrum leik sínum í röð gegn toppliðunum í Austurdeildinni þegar það fékk skell í Boston 117-97.

Nowitzki er á góðum batavegi

Svo gæti farið að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki geti farið aftur að spila fyrr en áætlað var eftir að hann meiddist á hné og ökkla í leik gegn San Antonio á sunnudaginn.

Frábært einvígi hjá Hildi Sigurðardóttur

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábært undanúrslitaeinvígi gegn Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og frammistaða hennar átti mikinn þátt í því að KR er komið í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2003.

Það gerði enginn ráð fyrir þessu

Jóhannes Árnason, þjálfari kvennaliðs KR, var að vonum sáttur þegar lið hans tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í gær. Hann sagði fáa hafa reiknað með því að KR færi í úrslit þegar tímabilið hófst í haust.

Paul og West með stórleik í sigri New Orleans

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stjörnuleikmennirnir David West og Chris Paul fóru mikinn í sigri New Orleans á Indiana, en New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar.

Chris Webber leggur skóna á hilluna

Framherjinn Chris Webber hjá Golden State Warriors hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Webber var valinn fyrstur af Golden State í nýliðavalinu árið 1993 og lauk ferlinum þar sem hann hóf hann.

KR-stúlkur í úrslit gegn Keflavík

Í kvöld fór fram oddaleikur KR og Grindavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Leikið var í Vesturbænum og unnu heimastúlkur sigur 83-69.

Tíundi oddaleikurinn um sæti í lokaúrslitum kvenna

Fimmti og úrslitaleikur KR og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í DHL-Höllinni í kvöld verður sá tíundi í röðinni frá því að úrslitakeppni kvenna var tekin upp 1993.

Þetta hefði getað verið miklu verra

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn.

NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston.

Helena með níu stig í sigri TCU

TCU komst í nótt áfram í þriðju umferð WNIT-úrslitakeppninnar þar sem bestu liðin keppa af þeim sem komust ekki í NCAA-úrslitakeppnina.

NBA í nótt: Dirk frá í tvær vikur

Dallas Mavericks á nú í mikilli hættu að missa af úrslitakeppninni eftir að Dirk Nowitzky meiddist í nótt og verður væntanlega frá í tvær vikur.

NBA í nótt: New Orleans vann Boston

New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum.

Valur mætir FSu í úrslitunum

Valur vann í dag fimmtán stiga sigur á Ármanni/Þrótti í Laugardalshöll, 95-80, og á því enn möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild.

Grindavík vann í sveiflukenndum leik

Grindavík vann í dag ótrúlegan sigur á KR í mjög sveiflukenndum leik í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna.

FSu skrefi nær efstu deild

FSu er komið í úrslit í umspili 1. deildar karla í körfubolta um sæti í efstu deild eftir sigur á Haukum í dag, 98-86.

New Jersey - Denver í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og Denver Nuggets í NBA deildinni veður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 23:30 í nótt. Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Ég datt í það kvöldið áður

Fyrrum NBA leikmaðurinn Charles Barkley er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Hann vinnur nú sem NBA sérfræðingur á TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl

Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli.

Lottomatica úr leik

Jón Arnór Stefánsson skoraði níu stig fyrir Lottomatica Roma sem tapaði í dag fyrir Unicaja og féll þar með úr leik í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Sjá næstu 50 fréttir