Körfubolti

Joanna Skiba til Grindavíkur

Körfubolti Kvennalið Grindavíkur hefur samið við Joanna Skiba, bandarískan bakvörð af pólskum ættum sem hefur evrópskt vegabréf.

Skiba hefur leikið með Bryant-skólanum undanfarin ár og var með 13,8 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu. Hún er 22 ára gömul og 163 sm á hæð, er eldlfjót og góður skotmaður.

Skiba hefur búið í Bandaríkjunum alla sína æfi og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn á Rhode Island þegar hún var í menntaskóla. Hún gengdi ennfremur stöðu fyrirliða hjá Bryant-háskólanum og kemur til með að vera í leiðtogahlutverki hjá Grindavíkurliðinu sem leitar nú að sterkum bandarískum fram- eða miðherja til þess að spila inn í teig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×