Fleiri fréttir

Veðmálagróði markvarðarins kemur Alfreð ekki við

Handboltaþjálfarinn Alfreð Gíslason stendur á tímamótum með lið sitt, Kiel. Hann er að byggja upp nýtt lið eftir ótrúlega sigurgöngu síðustu ár. Hann ætlar sér að halda Kiel á toppnum og hefur gengið betur að búa til nýtt lið í vetur en hann átti von á.

Serbar fyrstir til að vinna þær dönsku á HM

Serbía vann eins marks sigur á Danmörku, 23-22, í stórleik dagsins á HM kvenna í handbolta í Serbíu. Serbar tryggðu sér með þessum sigri sæti í sextán liða úrslitum en Danir voru komnir áfram fyrir leikinn.

Risaleikur Arons og Lexa í sigri Ljónanna

Rhein-Neckar Löwen gerði sér lítið fyrir og sló bikarmeistara Kiel út úr þýska bikarnum í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-30 lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í vil.

Sjö marka leikir hjá Ólafi og Antoni

Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk fyrir IFK Kristianstad er liðið steinlá 32-23 á útivelli gegn Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Er ekki hræddur við neina samkeppni

Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson mun leika áfram með liði Rhein-Neckar Löwen næstu árin þótt hann sé að keppa við besta hornamann heims, Uwe Gensheimer, um mínútur á vellinum. Stefán er klár í slaginn við hann.

Þjóðverjar vilja framlengja við Heuberger

Það hefur ekki gengið allt of vel hjá þýska landsliðinu í handknattleik undir stjórn Martin Heuberger. Liðinu mistókst til að mynda að komast á EM í janúar.

Flúraðasta konan á HM

Danska handknattleikskonan Kristina Kristiansen hefur vakið mikla athygli á HM kvenna í handbolta. Ekki bara fyrir leik sinn heldur líka fyrir öll húðflúrin sín. Hún er með fjórtán slík og vill fá sér fleiri.

Wilbek búinn að velja EM-hópinn sinn

Óvissa er með þátttöku Rasmus Lauge, leikmanns Kiel, á EM í janúar enda er hann meiddur. Þrátt fyrir það var hann valinn í danska hópinn af Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana.

Ekki gaman að spila fyrir Wilbek

Ein besta handknattleikskona sögunnar, Anja Andersen, ber landsliðsþjálfara Dana, Ulrik Wilbek, ekki vel söguna en hann þjálfaði áður kvennalandslið Dana.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 22-27 | Sannfærandi sigur hjá ÍBV

FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson.

Þórir og stelpurnar byrjuðu á sigri á HM

Norska kvennalandsliðið vann tveggja marka sigur á Spáni, 22-20, í fyrsta leik sínum á HM kvenna í handbolta í Serbíu en þjálfari liðsins er eins og kunnugt er Íslendingurinn Þórir Hergeirsson.

Töp hjá Íslendingaliðunum í kvöld

Íslendingaliðin Bergischer HC og TV Emsdetten töpuðu bæði leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, Bergischer HC á útivelli á móti TuS N-Lübbecke en Emsdetten á heimavelli á móti HSV Hamburg.

Valur vann Val í bikarnum

Valsmenn eru komnir áfram í átta liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta eftir sjö marka sigur á Val 2, 32-25 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í dag.

Evrópumeistararnir unnu fyrsta leik

Evrópumeistarar Svartfjallalands unnu tveggja marka sigur á Suður-Kóreu, 24-22, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta kvenna í Serbíu. Það líka búist við miklu af liði Ungverjalands sem vann átta marka sigur á Tékkum í fyrsta leik, 35-27.

Enn á ný frestað hjá Eyjamönnum

Það verður ekkert að leik FH og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í dag en mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns vegna þess að það er ófært frá Eyjum.

Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið verðlaun á öllum stórmótum sínum undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þórir sefur væntanlega lítið næstu átján daga enda oftast á vaktinni átján tíma á sólarhring á stórmótum.

Uppgjör hjá Alfreð og Degi

Íslendingaliðin Füchse Berlin og THW Kiel mætast á morgun í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðin eru bæði með 26 stig í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þjálfarar liðanna eru þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 en það er búist við troðfullri höll og mikilli stemmningu.

Hannes Jón spilar ekki meira á árinu

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Eisenach, hefur staðfest að Hannes Jón Jónsson verði hvíldur fram yfir áramót vegna meiðsla.

Patrekur sendir alla leikmenn Hauka í Foam flex tíma á morgun

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir þriggja marka endurkomusigur á Fram, 20-17. Fram var 15-9 yfir þegar sautján mínútur voru til leiksloka en Haukar fóru þá í gang og unnu lokakafla leiksins 11-2.

Ólafur: Fyrri hálfleikur okkur til skammar

"Það varð hugarfarsbreyting í hálfleik sem var málið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, sem var ekki ánægður með neitt í fyrri hálfleik í sigrinum á ÍR í kvöld.

Óvænt tap hjá PSG

Dunkerque gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði PSG í franska handboltanum í kvöld.

Deildarbikar HSÍ fer nú fram fyrir jól

Deildarbikar HSÍ verður ekki spilaður á milli jóla og nýárs eins og undanfarin sex tímabil því Handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrslitahelgin í ár fari fram 13. og 14. desember.

24 lið á EM í handbolta?

Framkvæmdarstjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir að það sé nú til skoðunar að fjölga liðum í úrslitakeppni EM í handbolta.

Stefán Rafn áfram hjá Ljónunum

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen til loka næsta tímabils.

Óþarfi að eyðileggja Íslandsmótið

Þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta fagnar verkefnum fyrir A-landsliðið en telur þau ekki þurfa að bitna á deildinni. Mótastjóri HSÍ segir fyrirkomulagið í takt við vilja félaganna en margir leikmenn séu í prófum.

Rúnar og félagar fengu skell

Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf steinlágu, 34-26, gegn Hamburg í þýska handboltanum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir