Fleiri fréttir

Norðmenn, Danir og Svíar í góðum málum í undankeppni EM

Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru öll með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM í handbolta sem fram fer í Serbíu árið 2012. Íslenska karlalandsliðið tapaði eins og kunnugt er fyrir Austurríki í gær en hinar Norðurlandaþjóðirnar eru búnar að vinna sína leiki.

Hrafnhildur Skúla: Allt í einu voru þær búnar að jafna

„Það er mikið svekkelsi að hafa ekki klárað þetta með sigri. Við vorum með þennan leik allan tímann," sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir að íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við U20 lið Noregs í dag 29-29.

Jafntefli í seinni leiknum gegn þeim norsku

Í þessum skrifuðu orðum var að ljúka seinni æfingalandsleik Íslands og norska U20 liðsins en leikið var í Mýrinni. Þegar þessi lið mættust í gær vann Noregur með tveggja marka mun.

Þjóðverjar unnu Lettana með 18 marka mun

Þýskaland vann 36-18 stórsigur á Lettlandi í Lettlandi í leik liðanna í undankeppni EM í handbolta en liðin eru með Íslandi í riðli. Íslenska landsliðið náði aðeins að vinna tveggja marka sigur á Lettum í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn.

Stelpurnar töpuðu fyrir 20 ára liði Norðmanna

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 22-24, á móti 20 ára liði Norðmanna í Mýrinni í Garðabæ dag í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur.

Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt

Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði“ Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina.

Baldvin Þorsteinsson til liðs við FH

Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur.

Búið að draga í 16 liða úrslit Eimskipsbikarsins í handbolta

Það var dregið í Eimskipsbikarnum í handbolta í hádeginu en framundan eru leikir í í 16 liða úrslitum karla og kvenna. Valsliðin drógust saman í karlaflokki en stórleikurinn er á milli N1 deildar liða Akureyrar og Aftureldingar. Í kvennaflokki eru þrjár viðureignir á milli liða í N1 deild kvenna.

Logi verður ekki með gegn Austurríki

Íslenska handboltalandsliðið varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að Logi Geirsson getur ekki leikið með liðinu gegn Austurríki á laugardag.

Ólafur sá til þess að 300. leikurinn hans vannst - myndir

Ólafur Stefánsson, lék sinn 300. landsleik í Laugardalshöllinni í gær þegar Ísland vann 28-26 sigur á Lettum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Ólafur tók af skarið undir lok leiksins og átti þátt í öllum mörkum íslenska liðsins á síðustu sex mínútum leiksins.

Rakel skoraði fimm fyrir Levanger

Rakel Dögg Bragadóttir skoraði fimm mörk fyrir Levanger sem vann útisigur á Storhamar, 29-27, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hreiðar: Ánægður með minn leik

Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður átti magnaða innkomu í íslenska liðið í kvöld. Hann kom af bekknum í erfiðri stöðu og varði eins og berserkur.

Róbert: Þetta var hræðilegur leikur

Róbert Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Skoraði 5 mörk úr 5 skotum, fiskaði 6 víti og tíndi hvern Lettann á fætur öðrum af velli.

Ólafur: Var eins og að eiga afmæli

Ólafur Stefánsson fagnaði merkilegum áfanga í kvöld þegar hann lék sinn 300. landsleik fyrir Íslands hönd í handbolta. Því miður fyrir hann var leikurinn aldrei nein veisla en stigin komu þó í hús.

Sverre: Mikill léttir að ná sigri

„Þetta hafðist og það er eiginlega það eina jákvæða sem hægt er að taka úr leiknum,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld.

Logi Geirs: Markmiðin að koma úr móðunni

„Ég er búinn á því, batteríin eru alveg tóm,“ sagði Logi Geirsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld. „Ég er búinn að vera veikur í viku. Hef verið með einhverja helvítis flensu og á pensilíni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður gerir þetta svo maður er orðinn vanur.“

Umfjöllun: Strákarnir lögðu Letta í lélegum leik

.Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg.

Logi spilar í kvöld en Alexander hvílir

Alexander Petersson mun ekki spila með íslenska landsliðinu gegn Lettum í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Fuchse Berlin um síðustu helgi.

Alexander líklega ekki með gegn Lettum

Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Lettlandi í undankeppni EM 2012 á miðvikudagskvöldið.

Fleiri leikmenn á skýrslu en áður

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, fær að hafa sextán leikmenn á skýrslu í komandi leikjum á móti Lettum og Austurríkismönnum í undankeppni EM en hingað til hafa aðeins fjórtán leikmenn verið á skýrslu í undankeppnum fyrir stórmót.

Hannover tapaði fyrir Lemgo

Lemgo hefndi fyrir tapið gegn Hannover/Burgdorf í bikarnum á dögunum með þvi að leggja Hannover í dag í deildarleik. Lokatölur 26-31 fyrir Lemgo.

Jafntefli hjá Degi og Guðmundi

Guðmundur Guðmundsson er enn taplaus sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Litlu mátti muna að Guðmundur hefði tapað sínum fyrsta leik í dag er hann mætti með lið sitt til Berlínar þar sem Löwen mætti liði Dags Sigurðssonar, Fuchse Berlin.

Hamrarnir og Fram komust áfram í bikarnum

32-liða úrslitum Eimskips bikar karla í handbolta lauk í gær með tveimur leikjum. Fram og utandeildarliðið Hamrarnir frá Akureyri tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitunum.

Jafntefli hjá Þóri og félögum

Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt TuS N-Lübbecke er það gerði jafntefli við Friesenheim, 32-32.

Kristinn: Getum unnið hvaða lið sem er

Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var afar kátur eftir sigurinn á FH í dag og mátti líka vera það þar sem strákarnir hans spiluðu magnaðan leik.

HK færði FH sitt fyrsta tap í vetur

Markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson og skyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson voru mennirnir á bak við magnaðan sigur HK á FH í N1-deild karla í dag. Björn Ingi varði eins og berserkur allan leikinn og HK vann, 35-32.

Stjarnan vann sterkan sigur á Val

Valsstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild kvenna í dag er þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn. Valur leiddi í hálfleik, 14-18, en Stjarnan kom til baka í þeim síðari og vann tveggja marka sigur, 32-30.

Sigurbergur með enn einn stórleikinn

Sigurbergur Sveinsson heldur áfram að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni en landsliðsmaðurinn hefur farið mikinn í síðustu leikjum.

Atli: Stoltur af liðinu

Atli Hilmarsson sagðist vera stoltur af liðinu sínu eftir frækinn sex marka sigur á Haukum í kvöld. Akureyri var alltaf skrefi á undan og Haukar aldrei líklegir til að ná í stig, hvort sem það var eitt eða tvö.

Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka

Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.

Auðveldur sigur hjá Kiel í kvöld

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu í kvöld þrettán marka útisigur á HSG Ahlen-Hamm, 36-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fjórði sigurleikur Kiel í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni á tímabilinu nema þann á móti Füchse Berlin, liði Dags Sigurðssonar.

Framarar flengdu nágranna sína af Hlíðarenda - myndir

Fram vann sautján marka sigur á Valsmönnum í N1 deild karla í gærkvöldi en lærisveinarnir hans Júlíusar Jónassonar eru nú eina liðið í deildinni sem hefur ekki náð í stig í fyrstu fjórum umferðunum.

Júlíus: Ég hef áhyggjur af öllu

„Ég er bara hálf orðlaus,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt í Safamýrinni í kvöld. Fram rótburstaði Val 40-23 í þriðju umferð N1-deild karla.

Sjá næstu 50 fréttir