Umfjöllun: Strákarnir lögðu Letta í lélegum leik Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 27. október 2010 21:14 Logi Geirsson átti fínan leik í kvöld. Mynd/Stefán Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt. Handbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Ísland er á toppi síns riðils í undankeppni EM í handbolta eftir fyrstu umferð. Ísland lagði Lettland, 28-26, í Laugardalshöllinni í kvöld í mjög slökum leik. Íslenska liðið var í miklu basli allan leikinn og hristi Lettana ekki af sér fyrr en rétt í lokin. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum því hún var léleg. Þar sem Þýskaland og Austurríki gerðu jafntefli í sínum leik er Ísland eitt á toppnum með tvö stig eftir leiki dagsins. Það var ljóst í upphafi að Ísland var að vanmeta Lettana. Strákarnir spiluðu aðeins á hálfum hraða, nenntu ekki að hlaupa til baka og það var algjörlega verðskuldað að Lettar komust 1-5 yfir. Strákarnir tóku aðeins við sér, minnkuðu forskotið og leiddu með einu marki í leikhléi, 14-13. Aðeins eins marks munur þó svo Lettarnir hefðu verið af velli í 10 mínútur í fyrri hálfleik á meðan Ísland þurfti aldrei að fara í kælingu. Liðin héldust í hendur allan síðari hálfleik og það gekk ekkert hjá íslenska liðinu að hrista Lettana af sér. Það skrifast fyrst og fremst á lélegan varnarleik og slök skot í sókninni. Reyndar hjálpuðu svissnesku dómararnir lítið til. Þeir dæmdu með Íslandi í fyrri hálfleik en snérust svo allan hringinn í þeim síðari er þeir dæmdu algjörlega með gestunum. Á lokamínútunum steig íslenska liðið upp og náði að landa naumum sigri þrátt fyrir lélegan leik. Margir lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta í kvöld og hreinlega lélegir. Hreiðar var aftur á móti góður í markinu. Róbert magnaður í sókninni, Logi góður í vörn sem sókn og Ásgeir átti mjög flotta innkomu í síðari hálfleikinn er hann skoraði mikilvæg mörk. Það er ljóst að svona frammistaða dugar ekki gegn Austurríki um helgina og strákarnir verða að girða sig hraustlega í brók fyrir þann leik. Leikurinn í kvöld var lélegur og strákarnir geta miklu betur, það vita þeir best allra. Þegar upp er staðið eru það samt stigin tvö sem telja og sem betur fer enduðu þau bæði hjá Íslandi. Ísland-Lettland 28-26 (14-13) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 6/4 (11/5), Róbert Gunnarsson 5 (5), Logi Geirsson 5 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (6), Þórir Ólafsson 3 (3), Arnór Atlason 2 (7), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4/1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 16/1 (33/2) 48%. Hraðaupphlaup: 3 (Þórir, Róbert, Ásgeir). Fiskuð víti: 6 (Róbert 6). Utan vallar: 8 mín. Mörk Lettlands (skot): Edgars Vadzitis 6 (7), Aivis Jurdz 6 (12), Girts Lilienfelds 5/1 (5/1), Andrejs Kuzmins 2 (3/1), Margots Valkovskis 2 (4), Ingars Dude 2 (2), Valdis Gutmanis 1 (3). Varin skot: Helmuts Tihanovs 12/1 (39/5) 31%. Hraðaupphlaup: 4. Fiskuð víti: 2. Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Marco Meyer og André Buache. Furðulegt dómarapar. Já, og lélegt.
Handbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira