Fleiri fréttir

Bjartsýnir á að halda Nasri og Fabregas

Það ríkir bjartsýni í herbúðum Arsenal að félagið muni halda sínum sterkustu mönnum þó svo fjölmiðlar segi að þeir Samir Nasri og Cesc Fabregas séu á förum.

Meireles ekki á förum frá Liverpool

Portúgalski miðjumaðurinn Raul Meireles segir að ekkert sé hæft í þeim orðrómum að hann sé á förum frá Liverpool. Hann segir það vera klárt að hann spili áfram með liðinu í vetur.

Redknapp: Tilboð Chelsea er lélegt

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er klettharður á því að miðjumaðurinn Luka Modric verði ekki seldur frá félaginu. Sama hvað Chelsea býður háa upphæð í leikmanninn.

Man. City hafnaði tilboði Corinthians

Manchester City er búið að hafna 35 milljón punda tilboði Corinthians í argentínska framherjann Carlos Tevez. Þetta kemur fram á Sky í kvöld.

West Ham samþykkir að selja Cole

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City, hefur staðfest að West Ham sé búið að samþykkja tilboð Stoke í framherjann Carlton Cole.

O'Shea verður fyrirliði Sunderland

Írinn John O'Shea verður næsti fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland. Slúðurmiðillinn Dailymail greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og segir Lee Cattermole allt annað en sáttan.

Corinthians með 35 milljóna punda boð í Tevez

Brasilíska knattspyrnufélagið Corinthians hefur boðið 35 milljónir punda eða sem svarar 6.6 milljörðum íslenskra króna í Carlos Tevez leikmann Man City. Kia Joorabchian ráðgjafi Tevez segist þegar hafa rætt við brasilíska félagið.

Gervinho til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins.

Essien frá í hálft ár

Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné.

Woodgate semur við Stoke til eins árs

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hefur skrifað undir eins árs samning við Stoke City. Woodgate hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár en samningur hans við Tottenham var ekki endurnýjaður.

Modric segir að stjórnarformaður Tottenham hafi beitt hótunum

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric heldur því fram að David Levy stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafi haft í hótunum við sig. Modric hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Tottenham. Levy er allt annað en ánægður með þá ákvörðun leikmannsins. Modric segir að Levy hafi hótað því að hann fengi ekkert að spila með félaginu ef hann sætti sig ekki við þá ákvörðun félagsins að setja hann ekki á sölulista.

John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham

John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag.

Eiður Smári með tilboð frá West Ham

Eiður Smári Guðjohnsen hefur í höndunum tilboð frá West Ham, þetta staðfesti Arnór Guðjohnsen faðir og umboðsmaður Eiðs við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig boðið Eiði Smára samning og segir Arnór að fleiri möguleikar séu einnig í boði en Eiður sé þessa dagana að gera upp hug sinn.

Wenger er vongóður um að halda Fabregas og Nasri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er vongóður um að Cesc Fabregas og Samir Nasri verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Fabregas, sem er fyrirliði Arsenal, er efstur á óskalistanum hjá Barcelona á Spáni og félögin hafa rætt um hugsanleg vistaskipti hans en kaupverðið hefur staðið í vegi fyrir því að félögin hafi komist að samkomulagi. Manchester City og Manchester United hafa bæði áhuga á að fá Nasri í sínar raðir. Franski landsliðsmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.

Beckham mætir Manchester United

David Beckham og stjörnulið MSL-deildarinnar mæta fyrrum félögum Beckham í Manchester United í æfingaleik þann 27. júlí næstkomandi. Auk Beckham verða Landon Donovan, Thierry Henry og Kasey Keller í byrjunarliðinu.

Given er tilbúinn að taka á sig launalækkun

Shay Given, varamarkvörður Man. City, hefur gefið það út að hann sé tilbúinn að taka á sig 25.000 punda launalækkun á viku svo hann komist til Aston Villa, en Villa leitar nú óðum að markverði þar sem Brad Friedel fór frá liðinu á dögunum.

Scholes: Enskir landsliðsmenn hugsa aðeins um sjálfan sig

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir í ítarlegu viðtali við enska fjölmiðla að ástæðan fyrir því að hann hafi lagt landsliðskónna á hilluna árið 2004 hafi verið að leikmenn liðsins hafi ávallt haft sína eigin hagsmuni að leiðarljósi, því hafi aldrei skapast góð liðsheild.

Young verður númer átján - De Gea númer eitt

Englandsmeistarar Manchester United hafa tilkynnt leikmannanúmer fyrir næstu leiktíð. David De Gea verður númer eitt, Ashley Young númer átján og hinn ungi Phil Jones númer fjögur.

Cole og Woodgate á leið til Stoke

Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport.

Nasri fer í æfingaferð til Asíu - Fabregas ekki

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri fer með Arsenal í æfingaferð til Asíu. Nasri hefur verið orðaður sterklega við brotthvarf frá Lundúnarliðinu. Cesc Fabregas verður hins vegar eftir í London þar sem hann glímir við meiðsli.

West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta

Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum.

Essien meiðist enn á ný á hné

Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku.

Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry.

Eiður orðaður við Swansea

Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum.

Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff

Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry.

Given líklega á leiðinni til Villa

Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa.

Smalling fékk nýjan fimm ára samning

Chris Smalling sannaði það síðasta vetur að hann er klár í slaginn með Man. Utd og félagið hefur nú verðlaunað hann með nýjum fimm ára samningi.

Adebayor brjálaður út í forráðamenn Man. City

Framherjinn Emmanuel Adebayor er enn í stríði við félag sitt, Man. City. Adebayor fær ekki að fara með liðinu til Bandaríkjanna í dag og hann segir að félagið hafi ekki þor til þess að segja honum beint út að hann sé ekki velkominn hjá félaginu.

Eriksson skoðar Hargreaves

Sven-Göran Eriksson, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann sé að íhuga að gera samning við miðjumanninn Owen Hargreaves sem Man. Utd lét róa í sumar. Hargreaves hefur gert ýmislegt til að sanna að hann sé í formi og meðal annars nýtt sér Youtube til að auglýsa sig.

Liverpool gæti flutt frá Anfield

Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set.

Frost í samskiptum Bellamy og Mancini

Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan.

Liverpool ætlar líka að selja leikmenn

Liverpool gekk í gær frá kaupum á Charlie Adam frá Blackpool. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður hafði félagið keypt Jordan Henderson.

Aron Einar semur við Cardiff á morgun

Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum.

Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric

Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn.

O´Shea fór líka til Sunderland

Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp.

Sjá næstu 50 fréttir