Fleiri fréttir Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03 Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38 Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21 Bolton lagði Arsenal Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk. 25.11.2006 19:09 Rooney framlengir samning sinn við United Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum. 25.11.2006 18:41 Gerrard bjargaði Liverpool Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur. 25.11.2006 17:28 West Ham lagði Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana. 25.11.2006 16:55 Ég er betri en Thierry Henry Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal. 25.11.2006 15:05 Charlton og Everton skildu jöfn Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat. 25.11.2006 14:48 Látum United ekki taka okkur í bólinu aftur Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að Englandsmeistararnir verði að mæta eins og öskrandi ljón inn á völlinn þegar þeir mæta Manchester United á sunnudaginn. Hann segir leikmenn Chelsea hafa fylgst vel með gangi mála hjá United í vetur, en þrjú stig skilja toppliðin að og verður því hart barist um helgina. 24.11.2006 20:45 West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu. 24.11.2006 17:19 Upphitun fyrir enska boltann um helgina Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. 24.11.2006 15:55 Baulið eins og þið viljið Framherjinn El Hadji-Diouf hjá Bolton segist fastlega búast við því að stuðningsmenn Arsenal muni baula á sig þegar Lundúnaliðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á morgun. Hann segist fagna því að baulað sé á sig, því stuðningsmenn bauli ekki á lélega leikmenn. 24.11.2006 15:45 Henry verður ekki með gegn Bolton Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal verður ekki með liði sínu gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla á hálsi. Arsene Wenger á þó von á að fyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn gegn Fulham á miðvikudag. Henry mun einnig missa af leik Arsenal og Porto eftir tvær vikur, en þá verður kappinn í leikbanni. 24.11.2006 15:41 Sálfræðistríðið hafið Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Chelsea er nú komið vel af stað og Alex Ferguson svaraði í dag ummælum Peter Kenyon þess efnis að Chelsea myndi taka fram úr United fljótlega og verða stærsti klúbburinn á Englandi. 24.11.2006 14:30 Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. 24.11.2006 14:27 Wayne Bridge framlengir við Chelsea Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum. 23.11.2006 20:45 Patrick Berger til Stoke City Enska 1. deildarliðið Stoke City hefur fengið Patrick Berger að láni frá Aston Villa næstu sex vikurnar. Berger er fyrrum landsliðsmaður Tékklands en hefur lítið fengið að spreyta sig með Villa síðan hann gekk í raðir liðsins. 23.11.2006 19:15 Okkas fer til Blackburn Umboðsmaður framherjans Yannakis Okkas hjá Olympiakos í Grikklandi hefur staðfest að skjólstæðingur hans sé búinn að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Okkas gengst undir læknisskoðun og verður til reynslu hjá liðinu í næsta mánuði og ef það kemur vel út mun hann líklega ganga frá samningi við félagið í janúar. 23.11.2006 18:45 Gerrard á að spila á miðjunni Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool telur að það sé heppilegast fyrir félaga sinn Steven Gerrard að spila alltaf inni á miðri miðjunni líkt og hann gerði í leiknum gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gær. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tefla Gerrard fram á hægri kanti líkt og Steve McClaren hefur stundum gert hjá enska landsliðinu. 23.11.2006 17:15 Chelsea stendur í stað Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur nú sent Englandsmeisturum Chelsea góða pillu fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á sunnudaginn, en hann segir að lið Chelsea hafi staðið í stað í vetur þrátt fyrir að eyða stórum fjárhæðum í stjörnuleikmenn í sumar. 23.11.2006 16:45 Wenger gengst við ákæru sinni Arsene Wenger hefur gengist við ákæru sinni frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins í kjölfar þess að uppúr sauð milli hans og Alan Pardew í leik Arsenal og West Ham á dögunum. Pardew hefur ekki vilja gangast við sinni kæru og heldur fram sakleysi sínu í málinu. 23.11.2006 15:49 Stjórar ósáttir við undanþágu Southgate Samtök knattspyrnustjóra á Englandi hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar úrvalsdeildarinnar að veita Gareth Southgate undanþágu til að stýra liði Middlesbrough út leiktíðina án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. 23.11.2006 14:48 Mourinho hefur ekki áhyggjur af meiðslum Jose Mourinho segist ekki hafa teljandi áhyggjur af meiðslunum sem þeir Michael Ballack og Didier Drogba urðu fyrir í tapinu gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld og á von á því að þeir verði klárir í slaginn gegn Manchester United um næstu helgi. 23.11.2006 14:39 Argentínumennirnir eiga framtíð á Upton Park Alan Pardew, stjóri West Ham, segir Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez báða eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu þrátt fyrir að þeim hafi gengið illa að fóta sig hjá liðinu og bendir á að þeir hafi verið gagnrýndir full harkalega. 23.11.2006 14:22 Liverpool að landa ungum Argentínumanni Fréttir frá Englandi í kvöld herma að Liverpool sé við það að ganga frá lánssamningi við unga bakvörðinn Emiliano Insua frá Boca Juniors í Argentínu. Insua þessi ku vera á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni þar sem þessi 17 ára leikmaður mun fá stemminguna beint í æð. 22.11.2006 20:30 Southgate fær að halda áfram Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti í dag að Gareth Soutgate hefði verið veitt undanþága til að sinna starfi knattspyrnustjóra Middlesbrough út keppnistímabilið þó hann hafi enn ekki aflað sér fullra réttinda til þess. 22.11.2006 18:25 Aðgerðin á Ameobi heppnaðist vel Forráðamenn Newcastle hafa gefið það út að sóknarmaðurinn Shola Ameobi hafi nú lokið við aðgerð vegna meiðsla á mjöðm og hafi hún heppnast með miklum ágætum. Aðgerðin var framkvæmd í Colorado fylki í Bandaríkjunum, en þar á bæ eru menn ekki óvanir því að eiga við meidda leikmenn Newcastle. 22.11.2006 17:06 Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City. 22.11.2006 14:45 Roy Carroll í meðferð Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans. 22.11.2006 14:38 Anton Ferdinand ákærður fyrir líkamsárás Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham hefur verið kærður fyrir líkamsárás á næturklúbbi í London í síðasta mánuði. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í dag. 22.11.2006 14:27 Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16 Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05 Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38 Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15 Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45 Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00 Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. 19.11.2006 19:00 Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. 19.11.2006 17:52 Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. 19.11.2006 15:45 Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. 19.11.2006 15:15 Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. 19.11.2006 14:45 Gengið frá kaupunum á mánudag Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu. 18.11.2006 20:00 Wenger óánægður með varnarleikinn Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni. 18.11.2006 20:00 Ferguson hrósar sínum mönnum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. 18.11.2006 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03
Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38
Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21
Bolton lagði Arsenal Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk. 25.11.2006 19:09
Rooney framlengir samning sinn við United Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum. 25.11.2006 18:41
Gerrard bjargaði Liverpool Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur. 25.11.2006 17:28
West Ham lagði Sheffield United Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana. 25.11.2006 16:55
Ég er betri en Thierry Henry Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal. 25.11.2006 15:05
Charlton og Everton skildu jöfn Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat. 25.11.2006 14:48
Látum United ekki taka okkur í bólinu aftur Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að Englandsmeistararnir verði að mæta eins og öskrandi ljón inn á völlinn þegar þeir mæta Manchester United á sunnudaginn. Hann segir leikmenn Chelsea hafa fylgst vel með gangi mála hjá United í vetur, en þrjú stig skilja toppliðin að og verður því hart barist um helgina. 24.11.2006 20:45
West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu. 24.11.2006 17:19
Upphitun fyrir enska boltann um helgina Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. 24.11.2006 15:55
Baulið eins og þið viljið Framherjinn El Hadji-Diouf hjá Bolton segist fastlega búast við því að stuðningsmenn Arsenal muni baula á sig þegar Lundúnaliðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á morgun. Hann segist fagna því að baulað sé á sig, því stuðningsmenn bauli ekki á lélega leikmenn. 24.11.2006 15:45
Henry verður ekki með gegn Bolton Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal verður ekki með liði sínu gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna meiðsla á hálsi. Arsene Wenger á þó von á að fyrirliðinn verði orðinn klár í slaginn gegn Fulham á miðvikudag. Henry mun einnig missa af leik Arsenal og Porto eftir tvær vikur, en þá verður kappinn í leikbanni. 24.11.2006 15:41
Sálfræðistríðið hafið Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Chelsea er nú komið vel af stað og Alex Ferguson svaraði í dag ummælum Peter Kenyon þess efnis að Chelsea myndi taka fram úr United fljótlega og verða stærsti klúbburinn á Englandi. 24.11.2006 14:30
Enski boltinn aftur á Sýn 365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS rétt í þessu. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn. 24.11.2006 14:27
Wayne Bridge framlengir við Chelsea Enski varnarmaðurinn Wayne Bridge hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea um fjögur ár. Bridge er 23 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2003. Hann nýtti sér meiðsli Asley Cole til hins ítrasta í haust og hefur staðið sig ágætlega í þeim sjö deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Bridge eignaðist lítinn dreng með unnustu sinni fyrir aðeins nokkrum dögum. 23.11.2006 20:45
Patrick Berger til Stoke City Enska 1. deildarliðið Stoke City hefur fengið Patrick Berger að láni frá Aston Villa næstu sex vikurnar. Berger er fyrrum landsliðsmaður Tékklands en hefur lítið fengið að spreyta sig með Villa síðan hann gekk í raðir liðsins. 23.11.2006 19:15
Okkas fer til Blackburn Umboðsmaður framherjans Yannakis Okkas hjá Olympiakos í Grikklandi hefur staðfest að skjólstæðingur hans sé búinn að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Okkas gengst undir læknisskoðun og verður til reynslu hjá liðinu í næsta mánuði og ef það kemur vel út mun hann líklega ganga frá samningi við félagið í janúar. 23.11.2006 18:45
Gerrard á að spila á miðjunni Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool telur að það sé heppilegast fyrir félaga sinn Steven Gerrard að spila alltaf inni á miðri miðjunni líkt og hann gerði í leiknum gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gær. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tefla Gerrard fram á hægri kanti líkt og Steve McClaren hefur stundum gert hjá enska landsliðinu. 23.11.2006 17:15
Chelsea stendur í stað Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur nú sent Englandsmeisturum Chelsea góða pillu fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á sunnudaginn, en hann segir að lið Chelsea hafi staðið í stað í vetur þrátt fyrir að eyða stórum fjárhæðum í stjörnuleikmenn í sumar. 23.11.2006 16:45
Wenger gengst við ákæru sinni Arsene Wenger hefur gengist við ákæru sinni frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins í kjölfar þess að uppúr sauð milli hans og Alan Pardew í leik Arsenal og West Ham á dögunum. Pardew hefur ekki vilja gangast við sinni kæru og heldur fram sakleysi sínu í málinu. 23.11.2006 15:49
Stjórar ósáttir við undanþágu Southgate Samtök knattspyrnustjóra á Englandi hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar úrvalsdeildarinnar að veita Gareth Southgate undanþágu til að stýra liði Middlesbrough út leiktíðina án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. 23.11.2006 14:48
Mourinho hefur ekki áhyggjur af meiðslum Jose Mourinho segist ekki hafa teljandi áhyggjur af meiðslunum sem þeir Michael Ballack og Didier Drogba urðu fyrir í tapinu gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld og á von á því að þeir verði klárir í slaginn gegn Manchester United um næstu helgi. 23.11.2006 14:39
Argentínumennirnir eiga framtíð á Upton Park Alan Pardew, stjóri West Ham, segir Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez báða eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu þrátt fyrir að þeim hafi gengið illa að fóta sig hjá liðinu og bendir á að þeir hafi verið gagnrýndir full harkalega. 23.11.2006 14:22
Liverpool að landa ungum Argentínumanni Fréttir frá Englandi í kvöld herma að Liverpool sé við það að ganga frá lánssamningi við unga bakvörðinn Emiliano Insua frá Boca Juniors í Argentínu. Insua þessi ku vera á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni þar sem þessi 17 ára leikmaður mun fá stemminguna beint í æð. 22.11.2006 20:30
Southgate fær að halda áfram Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti í dag að Gareth Soutgate hefði verið veitt undanþága til að sinna starfi knattspyrnustjóra Middlesbrough út keppnistímabilið þó hann hafi enn ekki aflað sér fullra réttinda til þess. 22.11.2006 18:25
Aðgerðin á Ameobi heppnaðist vel Forráðamenn Newcastle hafa gefið það út að sóknarmaðurinn Shola Ameobi hafi nú lokið við aðgerð vegna meiðsla á mjöðm og hafi hún heppnast með miklum ágætum. Aðgerðin var framkvæmd í Colorado fylki í Bandaríkjunum, en þar á bæ eru menn ekki óvanir því að eiga við meidda leikmenn Newcastle. 22.11.2006 17:06
Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City. 22.11.2006 14:45
Roy Carroll í meðferð Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans. 22.11.2006 14:38
Anton Ferdinand ákærður fyrir líkamsárás Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham hefur verið kærður fyrir líkamsárás á næturklúbbi í London í síðasta mánuði. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í dag. 22.11.2006 14:27
Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16
Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05
Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38
Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15
Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45
Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00
Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. 19.11.2006 19:00
Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. 19.11.2006 17:52
Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. 19.11.2006 15:45
Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. 19.11.2006 15:15
Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. 19.11.2006 14:45
Gengið frá kaupunum á mánudag Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu. 18.11.2006 20:00
Wenger óánægður með varnarleikinn Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni. 18.11.2006 20:00
Ferguson hrósar sínum mönnum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. 18.11.2006 19:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn