Fleiri fréttir Gallas nýtur hverrar mínútu Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar. 18.11.2006 14:30 Wenger leggur áherslu á stöðugleika Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag. 18.11.2006 14:15 Ferguson skammar enska fjölmiðla Alex Ferguson hefur komið fyrrum aðstoðarmanni sínum hjá Man. Utd. Og núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, Steve McLaren, til varnar. Hann segir McLaren fá ósanngjarna meðferð hjá fjölmiðlum. 18.11.2006 12:37 Henry á að fá Gullknöttinn Arsene Wenger segir að Thierry Henry sé að sínu mati verðugasti leikmaðurinn til að verða sæmdur Gullknettinum sem besti knattspyrnumaður Evrópu, en Henry hefur ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar undanfarin ár þrátt fyrir frábær tilþrif. 17.11.2006 22:15 Giggs verður klókari með árunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur. 17.11.2006 19:15 Niðurstöðu að vænta á miðvikudag Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough fær að vita það á mánudaginn hvort knattspyrnustjóranum Gareth Southgate verði veitt undanþága til að stýra liðinu út leiktíðina án þess að hafa til þess full réttindi. Southgate tók við liðinu í kjölfar þess að Steve McClaren var fenginn til að taka við enska landsliðinu. 17.11.2006 18:12 Andy Johnson á ekki að spila á kantinum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagðist hissa á þeirri ákvörðun Steve McClaren að láta framherjan Andy Johnson spila á kantinum með landsliðinu gegn Hollendingum í vikunni. 17.11.2006 16:24 Gilberto farinn til Brasilíu Arsenal verður án þeirra Gilberto og Freddie Ljungberg í leiknum gegn Newcastle um helgina. Gilberto er farinn til heimalands síns Brasilíu vegna veikinda í fjölskyldunni, en Ljungberg er enn meiddur á kálfa. Julio Baptista og Jens Lehmann verða þó klárir í slaginn, en Tomas Rosicky verður ekki klár fyrr en eftir um viku og Abou Diaby og Lauren eiga enn langt í land með að ná sér af sínum meiðslum. 17.11.2006 15:59 Wenger íhugar að hvíla Henry Arsene Wenger segir að til greina komi að framherjinn Thierry Henry verði hvíldur um helgina þegar Arsenal tekur á móti Newcastle. Wenger var ekki sáttur við að Raymond Domenech skildi ákveða að láta þá Henry og William Gallas spila allar 90 mínúturnar með franska landsliðinu í vináttuleik við Grikki í vikunni. 17.11.2006 15:45 Kiraly til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið markvörðinn Gabor Kiraly til sína að láni í tvær vikur, en þetta kemur nokkuð á óvart þar sem West Ham þótti nokkuð vel sett með þá markverði sem fyrir eru hjá félaginu. Kiraly er þrítugur landsliðsmarkvörður Ungverja og gekk í raðir Crystal Palace árið 2004. 17.11.2006 14:24 Vill helst spila í sókninni Hermann Hreiðarsson segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að Charlton komi sér aftur á beinu brautina en liðið situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 17.11.2006 12:45 Mikel að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea? John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, á það á hættu að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea, ef marka má föður leikmannsins, Michael Obi. John Obi Mikel hefur farið illa af stað með Chelsea en hann var rekinn af velli gegn Reading á dögunum og hefur einnig fengið sekt frá félaginu fyrir að mæta of seint á æfingu. 17.11.2006 11:45 Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. 17.11.2006 09:30 Enn með 1,7 milljónir á dag Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út. 17.11.2006 06:45 Eggert leggur inn tilboð í West Ham Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda. 17.11.2006 06:15 Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. 16.11.2006 22:56 Roeder lætur Akanni heyra það Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn. 16.11.2006 22:43 Aðgerðin heppnaðist vel Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga. 16.11.2006 19:44 Warnock reiður út í Kenny Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina. 16.11.2006 17:03 Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur. 16.11.2006 16:55 Diouf sleppur við kæru Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar. 16.11.2006 16:50 Luque vill fara til Barcelona Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum. 16.11.2006 16:11 Leikmönnum Reading bárust morðhótanir Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins. 16.11.2006 14:31 Segja Eggert gera tilboð fyrir helgi Breska dagblaðið Independent heldur því fram í dag að Eggert Magnússon muni gera formlegt 75 milljón punda kauptilboð í knattspyrnufélagið West Ham fyrir helgina. Því er jafnframt haldið fram að stjórn félagsins muni hugsa málið yfir helgina og mæla með því eftir helgina ef stjórnarmönnum verður tilboðið að skapi. 15.11.2006 18:42 Newell heldur starfi sínu Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur. 15.11.2006 18:33 Martin Jol vill meiri hörku í lið Tottenham Martin Jol hefur skorað á leikmenn sína að sýna meiri hörku á knattspyrnuvellinum og segir að leikmenn sína skorti nauðsynlegt "drápseðli" til að veita efstu liðunum í deildinni verðuga samkeppni. 15.11.2006 17:26 Það voru mistök að ráða Dowie Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið hafi gert mistök þegar það réð Ian Dowie sem knattspyrnustjóra í sumar og viðurkennir fúslega að félagið sé að taka áhættu með því að láta Les Reed taka við af honum. 14.11.2006 18:32 Les Reed tekur við Charlton Forráðamenn Charlton Athletic hafa falið Les Reed að taka við stjórn knattspyrnuliðsins í kjölfar þess að Ian Dowie var látinn fara í gær. Reed var áður aðstoðarmaður Dowie, en Reed til aðstoðar verður Mark Robson sem einnig er að fá stöðuhækkunhjá félaginu. Þá verður væntanlega ráðinn þriðji maður þeim til aðstoðar fljótlega. 14.11.2006 16:45 Larsson fer ekki frá Helsingborg Martin O´Neill, stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og fyrrum þjálfari sænska framherjans Henrik Larsson, segir algjörlega útilokað að fyrrum landsliðsframherjinn gangi í raðir Aston Villa eða Barcelona í janúar eins og mikið hefur verið rætt undanfarið. 13.11.2006 22:45 Leikstíll Bolton hentar Anelka illa Franski framherjinn Nicolas Anelka segist eiga erfitt með að aðlagast leikstíl Bolton í ensku úrvalsdeildinni og segist ekki finna sig þegar hann þurfi að spila einn í framlínunni. Anelka gekk í raðir Bolton í sumar frá Fenerbahce í Tyrklandi og hefur áður leikið með liðum eins og Arsenal og Real Madrid. 13.11.2006 22:30 Curbishley hefur ekki áhuga á Charlton Alan Curbishley segist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til síns gamla félags Charlton í stað Ian Dowie sem sagði starfi sínu lausu í kvöld. Curbishley hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Charlton í sumar eftir 15 ára starf. 13.11.2006 22:15 Eigum ekki möguleika á titlinum Jose Reina segir að leikmenn Liverpool séu búnir að afskrifa möguleika sína á því að vinna enska meistaratitilinn, en hafi þess í stað sett stefnuna á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. 13.11.2006 21:15 Newell verður tekinn inn á teppi á morgun Mike Newell, stjóri Luton í 1. deildinni á Englandi, hefur verið stanslaust í fréttum þar í landi í allan dag í kjölfar karlrembulegra ummæla sinna eftir tap Luton gegn QPR á dögunum. Kona sinnti þar hlutverki aðstoðardómara og sagði Newell að konur ættu ekkert erindi í að dæma "alvöru knattspyrnuleiki." 13.11.2006 20:13 Dowie hættur hjá Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur tilkynnt að Ian Dowie knattspyrnustjóri hafi sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld, en frekari yfirlýsingar er að vænta í fyrramálið. 13.11.2006 20:06 Ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun hjá West Ham gætti átt á hættu að lenda í ónáð hjá Alan Pardew knattspyrnustjóra, eftir að hann lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að spila með landsliði sínu á miðvikudaginn gegn ráðleggingum lækna enska liðsins. 13.11.2006 19:45 Cahill frá í sex vikur Ástralski miðjumaðurinn Tim Cahill hjá Everton verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik Everton og Aston Villa um helgina. Cahill verður fyrir vikið ekki í liði Ástrala sem mætir Ghana í vináttuleik á Loftus Road á þriðjudaginn. 13.11.2006 18:49 Dregur úr ummælum Berlusconi Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, hefur dregið úr ummælum Silvio Berlusconi forseta AC Milan um helgina þar sem forsetinn sagði Shevchenko hafa lýst því yfir í samtali við sig að hann langaði að snúa aftur til Ítalíu og spila með Milan. 13.11.2006 18:00 Ívar og Brynjar framlengja við Reading Íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Ívar framlengdi samning sinn við félagið til ársins 2009 og Brynjar Björn til ársins 2008. 13.11.2006 18:00 Boro óskar eftir undanþágu fyrir Southgate Forráðamenn Middlesbrough eru nú að vinna í því að fá undanþágu frá ráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur knattspyrnustjóranum Gareth Southgate tímabundið leyfi til að stýra liðinu út leiktíðina. Southgate er enn ekki búinn að verða sér út um B-réttindi til þjálfunar, en þarf raunar að sækja fleiri námskeið en það til að teljast fullgildur knattspyrnustjóri. 13.11.2006 16:45 Smith hafnar lánssamningum Alan Smith hefur hafnað tilboðum sem honum bárust um að fara sem lánsmaður frá Manchester United til að koma sér í leikform. Leeds og Cardiff höfðu farið fram á að fá hann að láni í nokkra mánuði, en Smith segist sjálfur ætla að bæta við æfingar sínar til að koma sér aftur í gott form eftir erfið meiðsli. 13.11.2006 15:53 Ronaldo ætlar að spila Cristiano Ronaldo hjá Manchester United virðist ekki ætla að taka undir áhyggjur stjóra síns Alex Ferguson því hann virðist líklegur til að spila með landsliði Portúgal. Ronaldo meiddist á ökkla í deildarleik um helgina og var Alex Ferguson búin að fara þess á leit við landsliðsþjálfara Portúgala að Ronaldo yrði hvíldur fyrir leik gegn Kazakstan á miðvikudag. 13.11.2006 15:48 Rooney yfirheyrður vegna áfloga Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður á næstu dögum færður til yfirheyrslu í kjölfar þess að ráðist var á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Manchester þann 15. október sl. Rooney verður væntanlega ekki handtekinn vegna þessa, en maðurinn hlaut ekki sár eftir árásina. 13.11.2006 15:35 Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. 12.11.2006 20:49 Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. 12.11.2006 18:30 Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. 12.11.2006 17:56 Sjá næstu 50 fréttir
Gallas nýtur hverrar mínútu Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar. 18.11.2006 14:30
Wenger leggur áherslu á stöðugleika Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag. 18.11.2006 14:15
Ferguson skammar enska fjölmiðla Alex Ferguson hefur komið fyrrum aðstoðarmanni sínum hjá Man. Utd. Og núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, Steve McLaren, til varnar. Hann segir McLaren fá ósanngjarna meðferð hjá fjölmiðlum. 18.11.2006 12:37
Henry á að fá Gullknöttinn Arsene Wenger segir að Thierry Henry sé að sínu mati verðugasti leikmaðurinn til að verða sæmdur Gullknettinum sem besti knattspyrnumaður Evrópu, en Henry hefur ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar undanfarin ár þrátt fyrir frábær tilþrif. 17.11.2006 22:15
Giggs verður klókari með árunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur. 17.11.2006 19:15
Niðurstöðu að vænta á miðvikudag Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough fær að vita það á mánudaginn hvort knattspyrnustjóranum Gareth Southgate verði veitt undanþága til að stýra liðinu út leiktíðina án þess að hafa til þess full réttindi. Southgate tók við liðinu í kjölfar þess að Steve McClaren var fenginn til að taka við enska landsliðinu. 17.11.2006 18:12
Andy Johnson á ekki að spila á kantinum David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagðist hissa á þeirri ákvörðun Steve McClaren að láta framherjan Andy Johnson spila á kantinum með landsliðinu gegn Hollendingum í vikunni. 17.11.2006 16:24
Gilberto farinn til Brasilíu Arsenal verður án þeirra Gilberto og Freddie Ljungberg í leiknum gegn Newcastle um helgina. Gilberto er farinn til heimalands síns Brasilíu vegna veikinda í fjölskyldunni, en Ljungberg er enn meiddur á kálfa. Julio Baptista og Jens Lehmann verða þó klárir í slaginn, en Tomas Rosicky verður ekki klár fyrr en eftir um viku og Abou Diaby og Lauren eiga enn langt í land með að ná sér af sínum meiðslum. 17.11.2006 15:59
Wenger íhugar að hvíla Henry Arsene Wenger segir að til greina komi að framherjinn Thierry Henry verði hvíldur um helgina þegar Arsenal tekur á móti Newcastle. Wenger var ekki sáttur við að Raymond Domenech skildi ákveða að láta þá Henry og William Gallas spila allar 90 mínúturnar með franska landsliðinu í vináttuleik við Grikki í vikunni. 17.11.2006 15:45
Kiraly til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið markvörðinn Gabor Kiraly til sína að láni í tvær vikur, en þetta kemur nokkuð á óvart þar sem West Ham þótti nokkuð vel sett með þá markverði sem fyrir eru hjá félaginu. Kiraly er þrítugur landsliðsmarkvörður Ungverja og gekk í raðir Crystal Palace árið 2004. 17.11.2006 14:24
Vill helst spila í sókninni Hermann Hreiðarsson segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að Charlton komi sér aftur á beinu brautina en liðið situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 17.11.2006 12:45
Mikel að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea? John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, á það á hættu að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea, ef marka má föður leikmannsins, Michael Obi. John Obi Mikel hefur farið illa af stað með Chelsea en hann var rekinn af velli gegn Reading á dögunum og hefur einnig fengið sekt frá félaginu fyrir að mæta of seint á æfingu. 17.11.2006 11:45
Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. 17.11.2006 09:30
Enn með 1,7 milljónir á dag Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út. 17.11.2006 06:45
Eggert leggur inn tilboð í West Ham Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda. 17.11.2006 06:15
Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður. 16.11.2006 22:56
Roeder lætur Akanni heyra það Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn. 16.11.2006 22:43
Aðgerðin heppnaðist vel Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga. 16.11.2006 19:44
Warnock reiður út í Kenny Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina. 16.11.2006 17:03
Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur. 16.11.2006 16:55
Diouf sleppur við kæru Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar. 16.11.2006 16:50
Luque vill fara til Barcelona Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum. 16.11.2006 16:11
Leikmönnum Reading bárust morðhótanir Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins. 16.11.2006 14:31
Segja Eggert gera tilboð fyrir helgi Breska dagblaðið Independent heldur því fram í dag að Eggert Magnússon muni gera formlegt 75 milljón punda kauptilboð í knattspyrnufélagið West Ham fyrir helgina. Því er jafnframt haldið fram að stjórn félagsins muni hugsa málið yfir helgina og mæla með því eftir helgina ef stjórnarmönnum verður tilboðið að skapi. 15.11.2006 18:42
Newell heldur starfi sínu Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur. 15.11.2006 18:33
Martin Jol vill meiri hörku í lið Tottenham Martin Jol hefur skorað á leikmenn sína að sýna meiri hörku á knattspyrnuvellinum og segir að leikmenn sína skorti nauðsynlegt "drápseðli" til að veita efstu liðunum í deildinni verðuga samkeppni. 15.11.2006 17:26
Það voru mistök að ráða Dowie Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið hafi gert mistök þegar það réð Ian Dowie sem knattspyrnustjóra í sumar og viðurkennir fúslega að félagið sé að taka áhættu með því að láta Les Reed taka við af honum. 14.11.2006 18:32
Les Reed tekur við Charlton Forráðamenn Charlton Athletic hafa falið Les Reed að taka við stjórn knattspyrnuliðsins í kjölfar þess að Ian Dowie var látinn fara í gær. Reed var áður aðstoðarmaður Dowie, en Reed til aðstoðar verður Mark Robson sem einnig er að fá stöðuhækkunhjá félaginu. Þá verður væntanlega ráðinn þriðji maður þeim til aðstoðar fljótlega. 14.11.2006 16:45
Larsson fer ekki frá Helsingborg Martin O´Neill, stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og fyrrum þjálfari sænska framherjans Henrik Larsson, segir algjörlega útilokað að fyrrum landsliðsframherjinn gangi í raðir Aston Villa eða Barcelona í janúar eins og mikið hefur verið rætt undanfarið. 13.11.2006 22:45
Leikstíll Bolton hentar Anelka illa Franski framherjinn Nicolas Anelka segist eiga erfitt með að aðlagast leikstíl Bolton í ensku úrvalsdeildinni og segist ekki finna sig þegar hann þurfi að spila einn í framlínunni. Anelka gekk í raðir Bolton í sumar frá Fenerbahce í Tyrklandi og hefur áður leikið með liðum eins og Arsenal og Real Madrid. 13.11.2006 22:30
Curbishley hefur ekki áhuga á Charlton Alan Curbishley segist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til síns gamla félags Charlton í stað Ian Dowie sem sagði starfi sínu lausu í kvöld. Curbishley hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Charlton í sumar eftir 15 ára starf. 13.11.2006 22:15
Eigum ekki möguleika á titlinum Jose Reina segir að leikmenn Liverpool séu búnir að afskrifa möguleika sína á því að vinna enska meistaratitilinn, en hafi þess í stað sett stefnuna á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. 13.11.2006 21:15
Newell verður tekinn inn á teppi á morgun Mike Newell, stjóri Luton í 1. deildinni á Englandi, hefur verið stanslaust í fréttum þar í landi í allan dag í kjölfar karlrembulegra ummæla sinna eftir tap Luton gegn QPR á dögunum. Kona sinnti þar hlutverki aðstoðardómara og sagði Newell að konur ættu ekkert erindi í að dæma "alvöru knattspyrnuleiki." 13.11.2006 20:13
Dowie hættur hjá Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur tilkynnt að Ian Dowie knattspyrnustjóri hafi sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld, en frekari yfirlýsingar er að vænta í fyrramálið. 13.11.2006 20:06
Ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun hjá West Ham gætti átt á hættu að lenda í ónáð hjá Alan Pardew knattspyrnustjóra, eftir að hann lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að spila með landsliði sínu á miðvikudaginn gegn ráðleggingum lækna enska liðsins. 13.11.2006 19:45
Cahill frá í sex vikur Ástralski miðjumaðurinn Tim Cahill hjá Everton verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik Everton og Aston Villa um helgina. Cahill verður fyrir vikið ekki í liði Ástrala sem mætir Ghana í vináttuleik á Loftus Road á þriðjudaginn. 13.11.2006 18:49
Dregur úr ummælum Berlusconi Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, hefur dregið úr ummælum Silvio Berlusconi forseta AC Milan um helgina þar sem forsetinn sagði Shevchenko hafa lýst því yfir í samtali við sig að hann langaði að snúa aftur til Ítalíu og spila með Milan. 13.11.2006 18:00
Ívar og Brynjar framlengja við Reading Íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Ívar framlengdi samning sinn við félagið til ársins 2009 og Brynjar Björn til ársins 2008. 13.11.2006 18:00
Boro óskar eftir undanþágu fyrir Southgate Forráðamenn Middlesbrough eru nú að vinna í því að fá undanþágu frá ráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur knattspyrnustjóranum Gareth Southgate tímabundið leyfi til að stýra liðinu út leiktíðina. Southgate er enn ekki búinn að verða sér út um B-réttindi til þjálfunar, en þarf raunar að sækja fleiri námskeið en það til að teljast fullgildur knattspyrnustjóri. 13.11.2006 16:45
Smith hafnar lánssamningum Alan Smith hefur hafnað tilboðum sem honum bárust um að fara sem lánsmaður frá Manchester United til að koma sér í leikform. Leeds og Cardiff höfðu farið fram á að fá hann að láni í nokkra mánuði, en Smith segist sjálfur ætla að bæta við æfingar sínar til að koma sér aftur í gott form eftir erfið meiðsli. 13.11.2006 15:53
Ronaldo ætlar að spila Cristiano Ronaldo hjá Manchester United virðist ekki ætla að taka undir áhyggjur stjóra síns Alex Ferguson því hann virðist líklegur til að spila með landsliði Portúgal. Ronaldo meiddist á ökkla í deildarleik um helgina og var Alex Ferguson búin að fara þess á leit við landsliðsþjálfara Portúgala að Ronaldo yrði hvíldur fyrir leik gegn Kazakstan á miðvikudag. 13.11.2006 15:48
Rooney yfirheyrður vegna áfloga Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður á næstu dögum færður til yfirheyrslu í kjölfar þess að ráðist var á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Manchester þann 15. október sl. Rooney verður væntanlega ekki handtekinn vegna þessa, en maðurinn hlaut ekki sár eftir árásina. 13.11.2006 15:35
Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. 12.11.2006 20:49
Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. 12.11.2006 18:30
Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. 12.11.2006 17:56