Fleiri fréttir

Stjórnarmaður segir af sér

Noel White, stjórnarmaður hjá Liverpool, hefur sagt af sér eftir að upp komst um þáttöku hans í orðrómi sem fór á kreik í síðustu viku um að Rafael Benitez væri valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Langþráður sigur West Ham

West Ham vann í dag mjög langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið skellti Blackburn 2-1 á heimavelli sínum Upton Park. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði fyrra mark West Ham í fyrri hálfleik og Hayden Mullins bætti öðru við á 79. mínútu. Nokkuð fór um áhorfendur þegar David Bentley minnkaði muninn í uppbótartíma en West Ham náði að halda forskotinu þar til flautað var af.

Besta frammistaða okkar í deildinni til þessa

Rafa Benitez sagði að frammistaða Liverpool í fyrri hálfleiknum í 3-1 sigri á Aston Villa í dag hefði verið besti leikkafli liðsins á leiktíðinni í úrvalsdeildinni. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum.

Gagnrýnir Steve McClaren

Sol Campbell, varmarnaður Portsmouth og fyrrum landsliðsmaður, segir að Steve McClaren hafi ekki staðið vel að því þegar hann tilkynnti sér að hann ætti ekki lengur sæti í landsliðinu.

Hrósaði Wayne Rooney

Sam Allardyce átti ekki til orð yfir frammistöðu framherjans Wayne Rooney í dag þegar Manchester United rassskellti Bolton á útivelli 4-0. Rooney skoraði þrennu í leiknum og Allardyce viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt möguleika á að stöðva hann.

Charlton enn á botninum

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton verma enn botnsætið í ensku úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins. Hermann var í hjarta varnarinnar hjá Charlton að venju, en liðið hefur aðeins hlotið fimm stig í fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni.

Rooney skoraði þrennu í stórsigri United

Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran 4-0 útisigur á Bolton í dag þar sem Wayne Rooney undirstrikaði endurkomu sína með þrennu. Liverpool vann 3-1 sigur á Aston Villa og Arsenal varð að gera sér að góðu jafntefli við Everton á heimavelli sínum.

Með annað augað á leiknum við Barcelona

Jose Mourinho viðurkenndi að hann hefði verið ánægður með sigurinn á Sheffield United í dag í ljósi þess að hann hefði gert nokkrar breytingar á liði sínu vegna leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku.

Chelsea á toppinn

Chelsea vann 2-0 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag og skaust þar með á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Danny Webber misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það reyndist heimamönnum dýrt, því Frank Lampard og Michael Ballack tryggðu meisturunum sigur með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Loksins mark hjá Rooney

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 2-0 gegn Bolton á útivelli þar sem gestirnir hafa verið með frumkvæðið lengst af leik og þar er Wayne Rooney loksins kominn á blað fyrir United. Liverpool er að bursta Aston Villa og Everton hefur yfir gegn Arsenal á útivelli.

Segir stjóra öfunda Sam Allardyce

Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce.

Enn meiðist Kieron Dyer

Óheppni miðjumannsins Kieron Dyer ríður ekki við einteyming og í dag tilkynnti Glenn Roeder knattspyrnustjóri Newcastle að leikmaðurinn yrði frá í tvær vikur vegna óhapps sem Dyer varð fyrir á æfingasvæði liðsins. Hann ku vera meiddur á auga en ekki hefur verið greint frá því hvað kom fyrir hann.

Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa

Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins.

Kirkland semur við Wigan

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning.

Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton

Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna.

George Best á peningaseðil

Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands.

Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint.

Segir leikmönnum að sýna meiri hörku

Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr.

Kewell spilar ekki á árinu

Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára.

Er ekki að taka við West Ham

Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni.

Chelsea og Aston Villa mætast í 4. umferð

Í gærkvöld var dregið í 4. umferð enska deildarbikarsins, þar sem næstu leikir fara fram 7.-8. nóvember nk. Englandsmeistarar Chelsea fengu heimaleik gegn Aston Villa og núverandi bikarmeistarar Manchester United sækja Southend heim.

Lauren spilar ekki fyrir áramót

Arsene Wenger knattspyrnustjóri segir að bakvörðurinn Lauren verði líklega ekki með liði Arsenal á ný fyrr en á nýju ári, en þessi fyrrum kamerúnski landsliðsmaður hefur ekki komið við sögu hjá Lundúnaliðinu síðan í janúar vegna hnémeiðsla.

United lagði Crewe eftir framlengdan leik

Manchester United þurfti á öllu sínu að halda í kvöld þegar liðið lagði Crewe 2-1 á útivelli eftir framlengdan leik í deildarbikarnum. Leikurinn var sýndur beint á Sýn í kvöld og það var Ole Gunnar Solskjær sem skoraði fyrsta markið fyrir United en Crewe jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo unglingurinn Kieran Lee sem tryggði United sæti í næstu umferð með því að skora sigurmarkið undir lok framlengingar.

Liverpool marði Reading

Nú er leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum að ljúka, en leikur Crewe og Manchester United er í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Liverpool vann nauman sigur á baráttuglöðu liði Reading 4-3 eftir að hafa komist í 3-0 og 4-1 í leiknum.

United hefur nauma forystu gegn Crewe

Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Crewe þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var norska markamaskínan og fyrirliðinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði mark gestanna á 26. mínútu, en heimamenn hafa ef eitthvað er fengið fleiri færi en úrvalsdeildarliðið það sem af er leiknum.

Ekki á leið til Aston Villa

Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur vísað á bug orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi um að hann væri á leið til Aston Villa þar sem fyrrum stjóri hans hjá Celtic er nú við stjórnvölinn.

Hrósar stjóra Crewe í hástert

Sir Alex Ferguson segist dást að trygglyndi knattspyrnustjóra Crewe fyrir það trygglindi og þjónustu sem hann hefur sýnt félagi sínu, en leikur Crewe og Manchester Unted verður einmitt sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30.

Dyer er í hópnum hjá Newcastle

Meiðslakálfurinn Kieron Dyer verður í leikmannahópi Newcastle sem mætir Portsmouth í enska deildarbikarnum í kvöld og ef hann kemur við sögu í leiknum verður það fyrsti leikur hans í hálft ár. Dyer hefur verið meiddur á læri síðan í apríl.

Ekki afskrifa okkur

Steven Gerrard segir að fólk ætti að forðast að afskrifa titilvonir Liverpool þó gengi liðsins hafi alls ekki staðist væntingar í upphafi leiktíðar og bendir á að Manchester United og Chelsea eigi eftir að misstíga sig áður en langt um líður.

Mikill halli hjá Sheffield United

Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United var rekið með methalla á síðasta ári vegna aukinna bónusa sem félagið þurfti að greiða leikmönnum sínum í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor.

Ákærir Englendinga fyrir ólæti í Króatíu

Enska knattspyrnusambandinu hefur verið birt kæra vegna óláta stuðningsmanna enska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króötum í Zagreb á dögunum. Talsmenn enska knattspyrnusambandsins hafa ekki stórar áhyggjur af kærunni því þeir telja sig hafa mikið við starfshætti kollega sína í Króatíu að athuga.

Klístri snýr aftur annað kvöld

Framherjinn Alan Smith spilar væntanlega sinn fyrsta leik í níu mánuði í byrjunarliði Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir Crewe heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Hughes stýrir Blackburn í 100. sinn

Leikur Blackburn og Chelsea í enska deildarbikarnum annað kvöld er merkilegur fyrir þær sakir að hér er um að ræða 100. leik Mark Hughes í stjórastólnum hjá félaginu.

Enn tapar West Ham

Ógæfa enska úrvalsdeildarliðsins West Ham virðist engan endi ætla að taka og í kvöld féll liðið úr keppni í enska deildarbikarnum með því að tapa 2-1 fyrir liði Chesterfield sem leikur í 2. deildinni.

West Ham yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í öllum leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum. West Ham hefur yfir 1-0 gegn Chesterfield í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Marlon Harewood skoraði mark gestanna í upphafi leiks.

Mark Viduka tábrotinn

Ástralski framherjinn Mark Viduka getur ekki spilað með Middlesbrough næstu sex vikurnar eða svo eftir að í ljós kom að hann tábrotnaði í leik gegn Newcastle á sunnudaginn.

Dennis Wise tekur við Leeds

Harðjaxlinn Dennis Wise var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United og honum til aðstoðar verður annar gamall Chelsea-maður Gus Poyet. Þeir félagar voru síðast við stjórnvölinn hjá Swindon og gerðu þar ágæta hluti. Ráðning Wise hefur valdið nokkru fjaðrafoki á meðal stuðningsmanna Leeds, en árangur hans með liðið fær væntanlega úr því skorið hvort hann verður tekinn í sátt.

Cech útskrifaður af sjúkrahúsi

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi og talið er að hann muni hefja léttar æfingar á ný eftir helgina. Höfuðkúpa markvarðarins brákaðist í samstuði hans við leikmann Reading um fyrir rúmri viku og búist er við því að hann verði í það minnsta þrjá mánuði frá fullum æfingum á meðan sár hans gróa.

Kolo Toure framlengir við Arsenal

Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi samningurinn mun gilda, en þessi 25 ára gamli varnarmaður hefur lýst því yfir að hann vilji vera sem lengst hjá félaginu.

Gerrard verður áfram á kantinum

Rafa Benitez segist ætla að halda áfram að tefla enska landsliðsmanninum Steven Gerrard fram á hægri kanti áfram, þrátt fyrir að þessi ráðstöfun hafi verið gagnrýnd harðlega í kjölfar lélegs gengis liðsins í úrvalsdeildinni undanfarið.

Ensk lið hafa mikinn áhuga á Beckham

Glenn Roeder segir að ef David Beckham tæki þá ákvörðun að snúa aftur til Englands, yrði enginn skortur á kauptilboðum frá liðum í heimalandi hans. Þetta segir Roader í kjölfar þess að Beckham sagðist ósáttur við að sitja á varamannabekknum hjá Real Madrid - en það hefur vitanlega valdið fjaðrafoki í breskum blöðum.

Chesterfield - West Ham í beinni

Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá leik Chesterfield og West Ham klukkan 18:30. West Ham hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum og því er ekki laust við að öll augu beinist að Alan Pardew og félögum í kvöld.

United að kaupa ungan Portúgala

Heimildir Sky sjónvarpsstöðvarinnar herma að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á 15 ára gömlum portúgölskum sóknarmanni, Evandro Brandao hjá Walsall. Brandao þessi hefur búið á Englandi í níu ár og því er haldið fram að hann hafi þegar skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið.

Mascherano þykir Defoe sleppa vel

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá West Ham er mjög ósáttur við að Jermain Defoe skuli ekki hafa fengið harðari refsingu en gult spjald fyrir á bíta sig í leik grannaliðanna á sunnudag.

Porato til reynslu hjá Chelsea

Ensku meistararnir Chelsea eru nú með markvörðinn Stephane Porato til reynslu en ef hann stendur sig vel fær hann það hlutverk að leysa Petr Cech af hólmi. Þar eð félagaskiptaglugginn er lokaður, getur Chelsea ekki keypt samningsbundinn leikmann en Porato þessi er með lausa samninga.

Sjá næstu 50 fréttir