Fleiri fréttir

Arsenal á sigurbraut

Arsenal heldur áfram að elta efstu lið deildarinnar en í gær vannst fyrirhafnarlítill sigur á nýliðum Reading 4-0 á útivelli. „Við byrjuðum vel, spiluðum vel og tækni okkar gerði gæfumuninn. Við stjórnuðum þessum leik algjörlega. Einbeitingin hvarf síðustu tuttugu mínúturnar en á heildina litið er ég ánægður.

Gerrard er óðum að ná sér á strik

Rafa Benitez hefur látið í veðri vaka að leikurinn gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn muni marka nýtt upphaf fyrir Steven Gerrard, sem ekki hefur náð sér alveg á strik á leiktíðinni og hefur til að mynda enn ekki skorað mark í úrvalsdeildinni.

Frá keppni í þrjár vikur í viðbót

Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá Arsenal getur væntanlega ekki spilað með liði sínu í að minnsta kosti þrjár vikur í viðbót eftir að kálfameiðsli hans reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. Talið er að það komi í hlut Alexander Hleb eða unglingsins Theo Walcott að leysa hann af hólmi gegn Reading á sunnudaginn.

Vill ekki hugsa um að slá met

Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet.

Setur stefnuna á 90 stig

Alex Ferguson hefur sett stefnuna á að ná í 90 stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir þann mikla stigafjölda líklega vera nauðsynlegan til að vinna deildina. Manchester United hefur ekki unnið titilinn í þrjú ár, en Ferguson og félagar setja stefnuna hátt í ár.

Cattermole semur við Boro

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn unga Lee Cattermole til ársins 2010. Cattermole er aðeins 18 ára gamall en er orðinn fastamaður í liði Gareth Southgate eftir að hafa fengið sitt fyrsta tækifæri undir stjóri Steve McClaren á síðustu leiktíð.

Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina

Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki.

Villa Park fær ekki nýtt nafn

Forráðmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa hafa vísað fregnum breska sjónvarpsins á bug um að endurskíra eigi heimavöll liðsins, Villa Park, og fá honum nafn styrktaraðila. Heimildir breska sjónvarpsins gátu til um að Villa ætti von á tugum milljóna punda frá styrktaraðilum ef Villa Park fengi nýtt nafn að frumkvæði nýja eigandans, Randy Lerner.

West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012.

Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea

Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð.

Góður dagur hjá ensku liðunum

Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins.

Gerrard verður með gegn United

Rafa Benitez hefur staðfest að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði með í stórleik liðsins gegn Manchester United á OldTrafford á sunnudaginn. Gerrard var ekki í liði Liverpool sem vann sigur á Bordeaux í Meistaradeildinni í gær vegna meiðsla á læri. Þá verður danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger einnig klár eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Wembley opnaður á næsta ári

Enska knattspyrnusambandið hefur loksins bundið enda á deilur sínar við verktaka sem standa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum og því hefur verið tilkynnt að þetta vandræðamannvirki verði loks opnað formlega í byrjun næsta árs. Sambandið er þó ekki tilbúið að lofa því að úrslitaleikurinn í enska bikarnum geti farið þar fram næsta vor.

Barthez er ekki á leið til Chelsea

Jose Mourinho hefur hafnað þeim fréttum sem voru á kreiki í enskum miðlum í morgun um að franski markvörðurinn Fabien Barthez væri á leið til Chelsea til að leysa Petr Cech af hólmi. Barhtez lagði hanskana á hilluna fyrir skömmu.

Ekkert tilboð á leiðinni að svo stöddu

Forráðamenn West Ham hafa alfarið neitað þeim fregnum bresku blaðanna að stutt sé í að Eggert Magnússon kaupi félagið fyrir 75 milljónir punda. Eggert sjálfur sagði í samtali við NFS í dag að hann furðaði sig á vinnubrögðum bresku blaðanna, því hann ætti enn eftir að funda með stjórn félagsins og það væri frumforsenda þess að hægt sé að gera kauptilboð.

Leikmenn Reading sleppa við refsingu

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að þeim Stephen Hunt og Ibrahima Sonko hjá Reading verði ekki refsað í kjölfar meiðslanna sem þeir ollu markvörðum Chelsea í leik liðanna um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að dómari leiksins hafi séð bæði atvik og ákveðið að gera ekkert í þeim og því verði ekki farið með málið lengra.

Samningsbundinn Arsenal til 2014

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur undirritað nýjan samning við Arsenal sem gildir til ársins 2014. Þessi samningur er nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að hann er til átta ára, sem er einsdæmi nú á dögum, en þessi ungi knattspyrnumaður hefur verið mjög eftirsóttur af stórliðum Evrópu undanfarið ár.

Eggert fundar með stjórn West Ham í vikunni

Breska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að Eggert Magnússon muni funda með forráðamönnum West Ham fyrir helgina þar sem kauptilboð hans í félagið upp á 75 milljónir punda verði tekið fyrir. Því er einnig haldið fram í blaðinu að framtíð félagsins gæti jafnvel ráðist fyrir leik West Ham og Tottenham á sunnudag.

Ferdinand verður með gegn Liverpool

Sir Alex Ferguson getur væntanlega stillt upp nokkuð sterku liðið í stórleiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en þeir Rio Ferdinand, Gabriel Heinze og Gary Neville eru allir að verða búnir að ná sér af meiðslum sínum og eru farnir að æfa á fullu. Þá verður Ryan Giggs líka í liði United, en hann missti af Evrópuleiknum í gær vegna veikinda.

Roman Abramovich kemur til Íslands á morgun

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Í kvöld verður hann að venju á sínum stað í stúkunni þegar Chelsea tekur á móti Barcelona í Meistaradeildinni, en á morgun kemur hann hingað til lands og þiggur heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Cech gæti snúið aftur fyrr en áætlað var

Petr Krejci, læknir tékkneska knattspyrnulandsliðsins, segir að meiðsli landsliðsmarkvarðarins Petr Cech hjá Chelsea séu ef til vill ekki jafn alvarleg og talað hefur verið um síðustu daga, en menn vildu meina að markvörðurinn þyrfti að vera frá keppni í að minnsta kosti hálft ár.

Grannarnir í Liverpool kærðir

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur birt Liverpool og Everton kæru fyrir að hafa ekki heimil á leikmönnum sínum í varaliðsleik þann 10. október sl. Leikmenn liðanna tókust þá á eftir að brotið hafði verið á Jerzy Dudek, markverði Liverpool, en sá brást illa við og lenti í riskingum í kjölfarið.

Eggert hækkar tilboð sitt í West Ham

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að hópur fjárfesta undir stjórn Eggerts Magnússonar hafi nú hækkað tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Steven Reid frá í fjóra mánuði

Miðjumaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í baki. Reid meiddist í landsleik Íra og Þjóðverja í byrjun september og getur nú ekki byrjað að spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári.

Heiðar náði sér ekki á strik

Heiðar Helguson náði sér ekki á strik með Fulham í gær þegar liðið lagði botnlið Charlton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk aðeins 5 í einkunn hjá Sky sjónvarpsstöðinni á meðan Hermann Hreiðarsson fékk 6 hjá Charlton. Darren Bent fékk hæstu einkunn Charlton eða 8, en varamaðurinn Claus Jensen hjá Fulham var kjörinn maður leiksins og fékk 9, enda átti hann stóran þátt í sigri liðsins.

Ætlar að láta hart mæta hörðu

Jens Lehmann hefur gefið sóknarmönnum sem gera sig líklega til að valda sér meiðslum skilaboð í kjölfar meiðsla þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini hjá Chelsea um helgina. Lehmann segir að úr því að dómarar ætli ekki að vernda markverði fyrir glæfralegum árásum - verði þeir að verja sig sjálfir.

Hilario er vandanum vaxinn

Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea segir að liðið sé ekki á flæðiskeri statt þó þeir Petr Cech og Carlo Cudicini séu meiddir, því þriðji markvörðurinn sé vandanum vaxinn. Hilario heitir sá kappi og gekk í raðir Chelsea í sumar, en hann hefur áður spilað gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fulham 2-1 Charlton

Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu það að verkum að Fulham sigraði grannaslaginn gegn Charlton 2-1 í kvöld. Brian McBride skoraði á 65 mínútu og Claus Jensen á þeirri 67. Jensen kom inn á fyrir Heiðar Helguson. Darren Bent minkaði muninn fyrir Charlton sem eru í miklum vandræðum á botni deildarinnar með þrjú stig. Fulham er í níunda sæti með 12 stig.

Cudicini getur ekki spilað gegn Barcelona

Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini heilsaði upp á félaga sína hjá Chelsea á æfingu í dag, aðeins 48 tímum eftir að hann rotaðist í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist vonandi verða búinn að ná sér um helgina, en segir ekki möguleika á því að mæta Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Tottenham í miklum vandræðum

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er nú í gríðarlegum vandræðum með að manna vörnina fyrir leikinn gegn Besiktas í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aðeins einn nothæfur miðvörður er í hóp liðsins í dag.

Ætlar að taka til í liði sínu

Roy Keane hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að gera enn frekari breytingar á leikmannahópi sínum á næstu dögum, en lið Sunderland hefur aðeins fengið fjögur stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og nálgast nú fallsvæðið.

Tottenham ætlar ekki á Ólympíuleikvanginn

Forráðamenn Tottenham hafa nú hætt við öll áform um að reyna að fá að kaupa Ólympíuleikvanginn í London sem notaður verður á leiknunum árið 2012, því félagið hefur ekki áhuga á að spila á velli sem hefur hlaupabrautir.

Íslendingarnir í byrjunarliðum

Þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson verða í byrjunarliðum Charlton og Fulham þegar liðin mætast í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú klukkan 19. Leikurinn er á heimavelli Fulham, sem er í 12. sæti deildarinnar, en Hermann og félagar í Charlton þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið er á botninum með aðeins 3 stig.

Petr Cech verður frá í hálft ár

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea gæti orðið frá keppni í allt að hálft ár að mati lækna sem framkvæmdu aðgerð á höfuðkúpubroti hans um helgina. Stephen Hunt, leikmaður Reading, hefur sent Cech skriflega afsökunarbeiðni fyrir að valda meiðslunum og stjóri Bolton hefur boðist til að lána Chelsea markvörð.

Viðræður hafnar um nýjan samning

Framherjinn Wayne Rooney er sagður vera kominn í viðræður við forráðamenn Manchester United um framlengingu á samningi sínum. Enn eru nokkur ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann gekk í raðir félagsins frá Everton árið 2004 fyrir 27 milljónir punda.

Bolton í þriðja sætið

Bolton skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Newcastle á útivelli 2-1. Newcastle hafði undirtökin framan af og Shola Ameobi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. El Hadji Diouf skoraði hinsvegar tvö mörk á innan við tveimur mínútum í þeim síðari og gerði út um leikinn fyrir Bolton.

RIbery vill fara til Arsenal

Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni.

Óttast að missa starfið

Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth.

Cech fór í aðgerð

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea fór í aðgerð í dag vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í leiknum gegn Reading í gærkvöldi.

Cech var á sjúkrahúsi í nótt

Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi.

Æfur yfir meiðslum markvarða sinna

Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini.

Ósáttur við færin sem fóru forgörðum

Martin Jol þurfti enn að skammast yfir því hvað leikmenn hans fóru illa með færi sín þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag.

Telur að Watford muni halda sér í deildinni

Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor.

Dýr sigur hjá meisturunum

Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr.

Ívar Ingimarsson í sviðsljósinu

Íslenski landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson hefur sannarlega verið í sviðsljósinu í leik Reading og Chelsea, en gestirnir hafa 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ívar, sem ber fyrirliðabandið hjá Reading, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Frank Lampard undir lok hálfleiksins, en áður hafði Ívar skallað í slá á eigin marki.

Sjá næstu 50 fréttir