Fleiri fréttir

Pétur Viðars á förum frá FH | Fer til Ástralíu í nám

Pétur Viðarsson, miðvörður FH, hefur leikið síðasta leik sinn fyrir félagið í bili en hann er á förum til Ástralíu í nám. Pétur tekur út leikbann í dag og er ekki með liðinu í lokaleik FH í Pepsi-deildinnarinnar.

Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið

Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015.

Hendrickx framlengir við FH

Belgíski bakvörðurinn skrifaði í dag undir tveggja ára endurnýjun á samningi sínum hjá FH eftir tvö ár í herbúðum Íslandsmeistaranna.

Hermann í tveggja leikja bann

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Pepsi-mörkin | 21. þáttur

Sex leikir fóru fram í 21. umferð Pepsi-deildarinnar um helgina en að vanda var umferðin gerð upp í Pepsi-mörkunum. FH varð Íslandsmeistari á sama degi og Leiknir féll niður í 1. deild.

Í sjöunda himni

FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum.

Heimir: Lærðum af Blikaleiknum

Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum.

Allir leikirnir fara fram í dag

Ekki verða gerða breytingar á leikjum dagsins í Pepsi-deild karla en veðurspáin er ekkert sérstaklega góð á höfuðborgarsvæðinu.

Vel heppnuð umbreyting

Fjölnismenn hafa átt frábært annað tímabil í Pepsi-deildinni. Þeir hafa þegar toppað besta árangur í sögu félagsins og eiga enn góða möguleika á að ná Evrópusæti. Árangurinn er ekki síst eftirtektarverður í ljósi þess að Fjölnir þurfti nánast að byrja frá grunni um mitt tímabil eftir að hafa misst tvo lykilmenn.

Fanndís: Þetta er mikill heiður

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir að hafa tekið við verðlaununum sem besti leikmaður tímabilsins í Pepsi-deild kvenna í dag.

Viltu eignast skóna sem Tryggvi skoraði síðasta markið í?

Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu, ákvað að veita átakinu Á allra vörum aðstoð í dag, en hann gaf samtökunum skóna sem hann skoraði 131. markið sitt í efstu deild í.

Andrea: Átti ekki von á þessu

Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag.

Ekki bara val milli Alberts og Sindra

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun KSÍ ekki notast við sömu viðmið og í fyrra í kosningu leikmanna Pepsi-deildarinnar á efnilegasta leikmanni Íslandsmótsins.

Gluggakaupin gulls ígildi

Breiðablik, Fjölnir, ÍBV og Víkingur gerðu góð kaup í félagaskiptaglugganum og fengu til liðsins menn sem hafa breytt gengi liðanna til hins betra. Önnur lið voru ekki jafn heppin og sitja því í súpunni.

Sjá næstu 50 fréttir