Fleiri fréttir

Colchester vill fá Matthías að láni í janúar

Enska C-deildarliðið Colchester United hefur mikinn áhuga á því að fá fyrirliða bikarmeistara FH, Matthías Vilhjálmsson, að láni í janúar. Matthías fór til reynslu til félagsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Þrír eiga möguleika á því að spila fyrir sitt annað A-landslið

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp fyrir forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal sem fram fer í janúar á næsta ári. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar en þessi 29 manna æfingahópur Willums mun æfa saman 28. og 29. desember.

Haukar selja sextán ára strák til AGF

Haukar og AGF hafa komist að samkomulagi um kaup danska b-deildarfélagsins á fótboltamanninum Arnari Aðalgeirrssyni. Arnar er aðeins sextán ára gamall og hefur aldrei spilað með meistaraflokki félagsins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Sigurður Ragnar framlengir við KSÍ

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði í dag undir nýjan samning við KSÍ. Hann mun því þjálfa kvennalandsliðið til ársloka 2012.

Mjög erfitt að meta hvar við stöndum

Willum Þór Þórsson er landsliðsþjálfari í Futsal en eftir mánuð er komið að fyrsta móti hjá liðinu. Þá verður leikið í forkeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Grikklandi, Armeníu og Lettlandi. Leikið verður hér á landi.

Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011

Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópu­keppninni í janúar.

Fjölnismenn Íslandsmeistarar í Futsal

Fjölnir úr Grafarvogi varð í dag Íslandsmeistari í fótbolta innanhúss, Futsal. Liðið vann 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í jöfnum og spennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Dóra hætt í fótbolta

Dóra Stefánsdóttir sem leikið hefur með Malmö undanfarin ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla.

Nýir búningar hjá KR

KR mun mæta til leiks í talsvert breyttum búningi næsta sumar því Shell-merkið er horfið af búningi félagsins eftir að hafa verið til ansi margra ára.

Kristinn Steindórs til reynslu í Svíþjóð

Sóknarmaðurinn Kristinn Steindórsson er kominn til sænska liðsins Örebro og mun vera til reynslu hjá liðinu næstu daga. Hann mun leika tvo æfingaleiki með liðinu, á morgun og á fimmtudag.

Íslenskur bumbubolti í útrás

Í byrjun janúar verður haldið áhugavert fótboltamót í Fífunni í Kópavogi, Vodafone Cup, en mótið er ætlað áhugamönnum. Sigurliðið mun svo keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegu móti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar.

Gylfi og Hólmfríður eru knattspyrnufólk ársins

Gylfi Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru knattspyrnufólk ársins að mati Knattspyrnusambands Íslands. Þetta er í sjöunda sinn sem KSÍ útnefnir sérstaklega knattspyrnumann og -konu ársins.

Halldór mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leiknum með Val

Það er búið að skipta liðunum upp í riðla á Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokki karla en níu félög taka þátt í mótinu sem hefst um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar en það má finna drög að niðurröðun inn á heimasíðu KSÍ.

Hólmfríður hittir fótboltakrakka út um allt Suðurland

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Sjá næstu 50 fréttir