Fleiri fréttir

Valur og KR leika til úrslita

Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag.

Valur og FH í úrslit Lengjubikarsins

Valur og FH tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Valsmenn lögðu Víking 1-0 í Egilshöllinni og Íslandsmeistarar FH lögðu HK 4-1á Stjörnuvelli. Úrslitaleikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið.

Góður sigur Blika á KR

Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Breiðablik lagði KR 3-0, Fylkir lagði Grindavík 1-0, ÍA vann ÍBV 2-0 og Valur burstaði KA 5-0. FH-ingar eru efstir í riðli 1 með 19 stig og Valur í öðru með 15. Blikar eru efstir í riðli 2 með 21 stig en KR í öðru með 18 stig. FH og Breiðablik eru einu taplausu liðin í keppninni og hafa Blikar unnið alla sjö leiki sína til þessa.

Mounir með Grindavík í Tyrklandi

Sóknarmaðurinn Mounir Ahandour sem leikið hefur með knattspyrnuliði Grindavíkur síðustu tvö ár hitti Grindvíkinga í Tyrklandi á dögunum þar sem Milan Stefán Jankovic, þjálfari þeirra gulu, mun fylgjast með leikmanninum við æfingar og í æfingaleikjum með Grindavík.

Sjá næstu 50 fréttir